Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tíu mest lesnu pistlar á Stundinni á árinu

Costco, kyn­frelsi kvenna, fall rík­is­stjórn­ar­inn­ar og íbúð­ar­kaup. Þetta eru mest lesnu pistl­ar Stund­ar­inn­ar á ár­inu sem er að líða.

Tíu mest lesnu pistlar á Stundinni á árinu

1 Birna

Illugi Jökulsson skrifaði mest lesna pistil ársins á Stundinni sem birtist í kjölfar þess að Birna Brjánsdóttir, sem leitað hafði verið í um viku, fannst látin. „Núna þegar við höfum öll kynnst Birnu Brjánsdóttur af fallegum lýsingum fjölskyldu og vina á skemmtilegri og kátri stúlku, og við höfum fylgt Birnu hennar hinstu gönguferð, þá er tóm í lífi okkar allra,“ skrifaði Illugi meðal annars, um sorgina sem þjóðin upplifði í kjölfar fréttanna.

 

2 Karlmaður í kventíma

Hallgrímur Helgason sló í gegn á árinu með pistli sínum um það hvernig þrettán ára stúlka, í krafti sinnar verstu stundar, náði að fella heila ríkisstjórn. „Hér urðu vatnaskil, femínisminn felldi ríkisstjórn, nýi opni tíminn felldi þann gamla lokaða.“

 

3 Costco: Musteri græðginnar

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, vakti talsverða athygli fyrir að benda á ástandið sem blossaði upp í samfélagið í kjölfar opnunar Costco á Íslandi og bar saman magnsamfélagið og gæðasamfélagið: „Í magnsamfélaginu er neyslan hámörkuð. Þú þarft að keyra langt, eyða miklu bensíni og þarft lágt verð. Þú borðar mikið. Inntaka er hamingja. Þörfin er meiri.“

 

4

Karlar sem taka vald yfir líkömum kvenna

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, skrifaði leiðara í janúar um óttann sem ofbeldi elur af sér og mikilvægi þess að endurheimta almannarýmið, því konur eigi að geta gengið á götum úti, einar að næturlagi, í hvaða ástandi sem er. „Ógnin er þarna en ótti er lamandi tilfinning. Ótti rænir þig frelsinu, kraftinum og gleðinni. Við getum ekki lifað í ótta. Við getum ekki fallist á að það sé ásættanlegur veruleiki kvenna að vera hræddar, hika eða hætta við, að þær þurfi að passa sig.“

 

5 Fjallkonan 2017

Í tilefni kvennafrídagsins, 24. október, samdi Þórdís Elva Þorvaldsdóttir ljóð um gosið, um fjallkonuna árið 2017 og kraft hennar. 

Ég er framtíðin, ég er næsta stig,
og ég skil vel að þú óttist mig
því ég er bálið sem verður af litlum neista
Þegar níðingur fær æru sína uppreista

 

6 Sigur lyginnar

Í mars kom í ljós að það var enginn þýskur banki að kaupa í Búnaðarbankanum þegar bankinn var einkavæddur, heldur var Ólafur Ólafsson athafnamaður og hópur í kringum hann að blekkja þjóðina til að komast yfir bankann. Jón Trausti Reynisson fjallaði um sigur lyginnar í leiðara á Stundinni að því tilefni. „Hluti af því að viðhalda óheiðarleikanum er að afla samúðar gagnvart þeim sem er óheiðarlegur.“

 

7
Lífið er betra þegar maður skuldar tugi milljóna

Snæbjörn Ragnarsson keypti sér íbúð á árinu og skrifaði um það pistil. Þar lýsir hann veruleika sem flestir á leigu- og húsnæðismarkaði hljóta að kannast við. „Þegar allt hefur svo loksins verið samþykkt kemur í ljós að það kostar mig miklu minna að þykjast eiga íbúð sem ég skulda tugi milljóna í heldur en að skulda ekkert og leigja. Hvernig í heitasta helvíti getur verið að það sé ódýrara að skulda en ekki? Og af hverju í mannaskítnum flaug ég þá ekki í gegnum þetta ógeðslega greiðslumat?“ spurði hann meðal annars.

 

8
Hneykslið í hneykslinu

Hallgrímur Helgason skrifaði um meðvirknina gagnvart stjórnmálamönnum í kjölfar þess að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar féll vegna barnaníðingahneykslis. „Nú siglum við inn í enn einar kosningarnar þar sem fjölmiðlar virðast ekki ætla að þora að nefna ástæðu þeirra af einhverri fjandans tillitssemi við háttsett fólk. Meðvirknilaust Ísland virðist ekki í augsýn.“

 

9

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um heilbrigðismál

Gunnar Jörgen Viggósson skrifaði um útgjöld til heilbrigðiskerfisins, þar sem hann rýndi í tölur frá Hagstofunni og bar saman við kynningarefni frá Sjálfstæðisflokknum. „Ein skýring er sú að landsmönnum hefur fjölgað á tímabilinu. Önnur er sú að þjóðin er að eldast. Þriðja skýringin er gríðarleg fjölgun ferðamanna, en ferðamenn nýttu 10% rýma á gjörgæslu í fyrra. Enn önnur getur verið aðferðin sem notuð er til núvirðingar.

 

10 Tilfinningabyltingin

Auður Jónsdóttir skrifaði um það þegar það rann upp fyrir henni að hún átti erfitt með að hlusta á frásagnir af ofbeldi því það truflaði minningar hennar. Minningar sem hún var búin að fínpússa; bersögul og opin í augum flestra en um leið höfundur eigin lífs. „Á sokkabandsárum mínum fór fólk yfir mörkin hjá mér og ég yfir mörkin hjá því, þannig var veruleiki íslenskra unglinga sem heyrðu í besta falli einhvern segja mörk þegar þurfti að plana fyllerí í Þórsmörk og kannski ekkert skrýtið hversu margir héldu út í lífið í tætlum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár