Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tíu mest lesnu pistlar á Stundinni á árinu

Costco, kyn­frelsi kvenna, fall rík­is­stjórn­ar­inn­ar og íbúð­ar­kaup. Þetta eru mest lesnu pistl­ar Stund­ar­inn­ar á ár­inu sem er að líða.

Tíu mest lesnu pistlar á Stundinni á árinu

1 Birna

Illugi Jökulsson skrifaði mest lesna pistil ársins á Stundinni sem birtist í kjölfar þess að Birna Brjánsdóttir, sem leitað hafði verið í um viku, fannst látin. „Núna þegar við höfum öll kynnst Birnu Brjánsdóttur af fallegum lýsingum fjölskyldu og vina á skemmtilegri og kátri stúlku, og við höfum fylgt Birnu hennar hinstu gönguferð, þá er tóm í lífi okkar allra,“ skrifaði Illugi meðal annars, um sorgina sem þjóðin upplifði í kjölfar fréttanna.

 

2 Karlmaður í kventíma

Hallgrímur Helgason sló í gegn á árinu með pistli sínum um það hvernig þrettán ára stúlka, í krafti sinnar verstu stundar, náði að fella heila ríkisstjórn. „Hér urðu vatnaskil, femínisminn felldi ríkisstjórn, nýi opni tíminn felldi þann gamla lokaða.“

 

3 Costco: Musteri græðginnar

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, vakti talsverða athygli fyrir að benda á ástandið sem blossaði upp í samfélagið í kjölfar opnunar Costco á Íslandi og bar saman magnsamfélagið og gæðasamfélagið: „Í magnsamfélaginu er neyslan hámörkuð. Þú þarft að keyra langt, eyða miklu bensíni og þarft lágt verð. Þú borðar mikið. Inntaka er hamingja. Þörfin er meiri.“

 

4

Karlar sem taka vald yfir líkömum kvenna

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, skrifaði leiðara í janúar um óttann sem ofbeldi elur af sér og mikilvægi þess að endurheimta almannarýmið, því konur eigi að geta gengið á götum úti, einar að næturlagi, í hvaða ástandi sem er. „Ógnin er þarna en ótti er lamandi tilfinning. Ótti rænir þig frelsinu, kraftinum og gleðinni. Við getum ekki lifað í ótta. Við getum ekki fallist á að það sé ásættanlegur veruleiki kvenna að vera hræddar, hika eða hætta við, að þær þurfi að passa sig.“

 

5 Fjallkonan 2017

Í tilefni kvennafrídagsins, 24. október, samdi Þórdís Elva Þorvaldsdóttir ljóð um gosið, um fjallkonuna árið 2017 og kraft hennar. 

Ég er framtíðin, ég er næsta stig,
og ég skil vel að þú óttist mig
því ég er bálið sem verður af litlum neista
Þegar níðingur fær æru sína uppreista

 

6 Sigur lyginnar

Í mars kom í ljós að það var enginn þýskur banki að kaupa í Búnaðarbankanum þegar bankinn var einkavæddur, heldur var Ólafur Ólafsson athafnamaður og hópur í kringum hann að blekkja þjóðina til að komast yfir bankann. Jón Trausti Reynisson fjallaði um sigur lyginnar í leiðara á Stundinni að því tilefni. „Hluti af því að viðhalda óheiðarleikanum er að afla samúðar gagnvart þeim sem er óheiðarlegur.“

 

7
Lífið er betra þegar maður skuldar tugi milljóna

Snæbjörn Ragnarsson keypti sér íbúð á árinu og skrifaði um það pistil. Þar lýsir hann veruleika sem flestir á leigu- og húsnæðismarkaði hljóta að kannast við. „Þegar allt hefur svo loksins verið samþykkt kemur í ljós að það kostar mig miklu minna að þykjast eiga íbúð sem ég skulda tugi milljóna í heldur en að skulda ekkert og leigja. Hvernig í heitasta helvíti getur verið að það sé ódýrara að skulda en ekki? Og af hverju í mannaskítnum flaug ég þá ekki í gegnum þetta ógeðslega greiðslumat?“ spurði hann meðal annars.

 

8
Hneykslið í hneykslinu

Hallgrímur Helgason skrifaði um meðvirknina gagnvart stjórnmálamönnum í kjölfar þess að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar féll vegna barnaníðingahneykslis. „Nú siglum við inn í enn einar kosningarnar þar sem fjölmiðlar virðast ekki ætla að þora að nefna ástæðu þeirra af einhverri fjandans tillitssemi við háttsett fólk. Meðvirknilaust Ísland virðist ekki í augsýn.“

 

9

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um heilbrigðismál

Gunnar Jörgen Viggósson skrifaði um útgjöld til heilbrigðiskerfisins, þar sem hann rýndi í tölur frá Hagstofunni og bar saman við kynningarefni frá Sjálfstæðisflokknum. „Ein skýring er sú að landsmönnum hefur fjölgað á tímabilinu. Önnur er sú að þjóðin er að eldast. Þriðja skýringin er gríðarleg fjölgun ferðamanna, en ferðamenn nýttu 10% rýma á gjörgæslu í fyrra. Enn önnur getur verið aðferðin sem notuð er til núvirðingar.

 

10 Tilfinningabyltingin

Auður Jónsdóttir skrifaði um það þegar það rann upp fyrir henni að hún átti erfitt með að hlusta á frásagnir af ofbeldi því það truflaði minningar hennar. Minningar sem hún var búin að fínpússa; bersögul og opin í augum flestra en um leið höfundur eigin lífs. „Á sokkabandsárum mínum fór fólk yfir mörkin hjá mér og ég yfir mörkin hjá því, þannig var veruleiki íslenskra unglinga sem heyrðu í besta falli einhvern segja mörk þegar þurfti að plana fyllerí í Þórsmörk og kannski ekkert skrýtið hversu margir héldu út í lífið í tætlum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár