Ólafur Valsson dýralæknir hefur starfað víða um heim. Hann flutti nýverið í Árneshrepp, fámennasta hrepp landsins, og tók að sér rekstur kaupfélagsins sem Hólmvíkingar höfðu tekið ákvörðun um að loka.„Það er sjálfsagt eitthvað í mínum karakter að hafa gaman af því að takast á við áskoranir. Mér finnst það vera ákveðin áskorun að flytja í Árneshrepp,“ segir Ólafur Valsson, verslunarmaður í Norðurfirði á Ströndum.
Ólafur er menntaður dýralæknir og hefur starfað í því fagi víða um heim. Margir urðu undrandi þegar það fréttist að hann, ásamt eiginkonu sinni, Sif Konráðsdóttur lögfræðingi, væru að flytja þangað sem vegurinn endar í því skyni að taka að sér verslunarrekstur í hreppnum þar sem um 40 manns eiga lögheimili og aðeins helmingur þeirra hefur vetursetu á svæðinu. Ákvörðunina tóku hjónin þegar ljóst varð að Kaupfélag Strandamanna ætlaði ekki lengur að halda úti verslun í Árneshreppi. Rúmlega 100 kílómetrar eru þaðan í næstu verslun …
Athugasemdir