Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dýralæknirinn sem keypti kaupfélag

Ólaf­ur Vals­son dýra­lækn­ir hef­ur um ára­bil bú­ið og starf­að víða um heim. Hann bjó í Rú­anda í tvö ár og kynnt­ist þar rekstri þjóð­garða. Nú hafa hann og kona hans, Sif Kon­ráðs­dótt­ir, lög­mað­ur og að­stoð­ar­mað­ur um­hverf­is­ráð­herra, söðl­að um og eru sest að í Norð­ur­firði á Strönd­um, einni af­skekkt­ustu byggð Ís­lands.

Dýralæknirinn sem keypti kaupfélag
Verslunarstjórinn Ólafur Valsson dýralæknir er sonur eins þekktasta kaupfélagsstjóra landsins, Vals Arnþórssonar, sem stjórnaði KEA um árabil og var í framlínu Sambandsins. Ólafur keypti eitt minnsta kaupfélag landsins og rekur það. Mynd: Valgeir Benediktsson

Ólafur Valsson dýralæknir hefur starfað víða um heim. Hann flutti nýverið í Árneshrepp, fámennasta hrepp landsins, og tók að sér rekstur kaupfélagsins sem Hólmvíkingar höfðu tekið ákvörðun um að loka.„Það er sjálfsagt eitthvað í mínum karakter að hafa gaman af því að takast á við áskoranir. Mér finnst það vera ákveðin áskorun að flytja í Árneshrepp, segir Ólafur Valsson, verslunarmaður í Norðurfirði á Ströndum.

Ólafur er menntaður dýralæknir og hefur starfað í því fagi víða um heim. Margir urðu undrandi þegar það fréttist að hann, ásamt eiginkonu sinni, Sif Konráðsdóttur lögfræðingi, væru að flytja þangað sem vegurinn endar í því skyni að taka að sér verslunarrekstur í hreppnum þar sem um 40 manns eiga lögheimili og aðeins helmingur þeirra hefur vetursetu á svæðinu. Ákvörðunina tóku hjónin þegar ljóst varð að Kaupfélag Strandamanna ætlaði ekki lengur að halda úti verslun í Árneshreppi. Rúmlega 100 kílómetrar eru þaðan í næstu verslun …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár