Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Varað við glannaskap í ríkisfjármálum

Fjár­magn­s­tekju­skatt­ur verð­ur hækk­að­ur og þannig sótt­ur millj­arð­ur í vasa rík­asta fólks­ins á Ís­landi. Hins veg­ar er að mestu leyti óljóst hvernig fjár­magna á stór­auk­in út­gjöld og upp­bygg­ingu inn­viða. Ný rík­is­stjórn virð­ist ætla að veikja stóra tekju­stofna og slaka á að­halds­stigi rík­is­fjár­mála þótt tals­verðr­ar spennu gæti í þjóð­ar­bú­skapn­um.

Varað við glannaskap í ríkisfjármálum
Minni afgangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlar að reka ríkissjóð með talsvert minni afgangi en til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrri stjórnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sú ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar að reka ríkissjóð með miklu minni afgangi á næsta ári en áður stóð til eykur líkurnar á að Seðlabankinn hækki vexti á næstu misserum. Hagfræðingar sem Stundin hefur rætt við eru sammála um að íslenskt efnahagslíf sé ekki á þeim stað í hagsveiflunni að tímabært eða skynsamlegt sé að draga úr aðhaldsstigi ríkisfjármálanna. Þótt hagvöxtur sé minni en hann var í fyrra og toppi hagsveiflunnar hafi líklega verið náð sé enn umtalsverð spenna í þjóðarbúskapnum og kjarasamningar framundan. 

Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans frá því í nóvember gefur tilefni til að ætla að brugðist yrði við slökun á aðhaldi ríkisfjármála með vaxtahækkunum. Bent er á að þegar hafi verið slakað á aðhaldsstiginu og að „peningalegt aðhald þyrfti að vera meira en ella ef enn frekar slaknaði á aðhaldsstigi ríkisfjármála á næstu árum“. 

Þetta er í takt við skilaboð sem fjármálaráð, sérfræðingahópur skipaður af fjármálaráðherra, beindi til fyrri ríkisstjórnar við gerð fjármálastefnu og fjármálaáætlunar fyrr á þessu ári. Í álitsgerð þess kom fram að rekstur ríkissjóðs væri í járnum ef litið væri til afkomu af reglulegum rekstri og hún leiðrétt fyrir hagsveiflunni. Ein meginástæða þess er sú að fyrri ríkisstjórnir hafa veikt tekjustofna hins opinbera með skattalækkunum samhliða stórfelldri aukningu útgjalda, meðal annars hinni frægu skuldaleiðréttingu, meðan uppgangurinn í efnahagslífinu var hvað mestur. 

Slík þensluhvetjandi hagstjórnarstefna var gagnrýnd harðlega af OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á árunum fyrir bankahrun. Í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna var svo tekið undir þá gagnrýni og rakið hvílíkur glannaskapur það var að ráðast í skattalækkanir á þenslutímum. 

Einskiptistekjur nýttar til útgjaldaaukningar

Af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins má ráða að áfram eigi að viðhafa hagstjórn þar sem er kynt undir þenslu og algert ójafnvægi ríkir milli tekjuöflunar og útgjaldaaukningar hins opinbera. Þannig eru boðaðar skattalækkanir upp á tugi milljarða en að sama skapi gefin fyrirheit um eflingu samneyslunnar og auknar fjárveitingar til ótal málaflokka. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
1
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.
Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
5
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár