Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dómsmálaráðuneytið leynir enn gögnum um málin sem leiddu til stjórnarslita

„Kannski er ver­ið að bíða eft­ir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn inn­sigli stjórn­arsátt­mála áð­ur en ráðu­neyt­ið læt­ur sig hafa það að fara að upp­lýs­inga­lög­um,“ seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.

Dómsmálaráðuneytið leynir enn gögnum um málin sem leiddu til stjórnarslita

Dómsmálaráðuneytið varð ekki við beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að afhenda öll gögn í málum Róberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar, kynferðisbrotamanna sem fengu uppreist æru í fyrra. 

Gagnabeiðnin barst ráðuneytinu þann 20. október síðastliðinn á grundvelli 51. gr. þingskaparlaga að frumkvæði Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata, með stuðningi Jóns Þórs Ólafssonar og Svandísar Svavarsdóttur úr Vinstri grænum. Farið var fram á öll gögn, minnisblöð og önnur skjöl sem tilgreind eru á lista yfir málsgögn í málum Róberts Downey, Hjalta Sigurjóns Haukssonar og mannsins sem dró umsókn sína um uppreist æru til baka eftir að dómsmálaráðherra hafði látið málið liggja óafgreitt um nokkurra vikna skeið. 

Dómsmálaráðuneytið svaraði ekki beiðninni og hefur ekki viljað gera það eftir kosningar með vísan til þess að fyrri nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi misst umboð sitt eftir að nýtt þing var kosið. Þórhildur Sunna fékk svo þau skilaboð frá dómsmálaráðuneytinu að hún yrði sjálf að senda upplýsingabeiðni á grundvelli upplýsingalaga. Það gerði hún þann 15. nóvember síðastliðinn og hefur enn engin svör fengið. 

„Það er augljóst af þessu verklagi ráðuneytisins að þar er enginn vilji til þess að upplýsa þingið um málið sem felldi síðustu ríkisstjórn. Ráðuneytið dregur lappirnar fyrir kosningar og neitar að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd öll gögn málsins eins skjótt og unnt er eins og þingsköp segja til um,“ segir Þórhildur í samtali við Stundina.

„Í ljósi alls sem á undan er gengið og margítrekaðra ásakana á hendur Sigríðar Á Andersen, starfandi og líklega verðandi dómsmálaráðherra, um leyndarhyggju í uppreist æru málinu hafði ég væntingar um að hún myndi bregðast hratt og örugglega við óskum nefndarinnar um upplýsingar. Þess í stað kýs Sigríður og ráðuneyti hennar að skýla sér bak við sjö daga frest sem er lengsti mögulegi tími sem ráðherra má taka sér til þess að verða við beiðnum þingnefnda um gögn. Vitandi að kosningar gætu leyst þau undan þeirri ábyrgð að svara nefndinni sem slíkri. Það er svo kaldhæðnislegt að ég fái þau skilaboð að senda upplýsingabeiðni á grundvelli upplýsingalaga og fögur fyrirheit um svör sem svo berast ekki. Kannski er verið að bíða eftir að Sjálfstæðisflokkurinn innsigli stjórnarsáttmála áður en ráðuneytið lætur sig hafa það að fara að upplýsingalögum.“

Samkvæmt 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga ber stjórnvaldi að skýra fyrirspyrjanda frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta ef beiðni hefur ekki verið afgreidd innan sjö daga frá því að hún berst. Aðspurð hvort hún hafi fengið skýringar á töfunum, líkt og lög kveða á um, svarar Þórhildur neitandi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár