Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Niðurstaða Mannréttindadómstólsins stangast á við þungar ásakanir Geirs og ummæli hans um „smáatriði“

Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og nú­ver­andi sendi­herra Ís­lands í Washingt­on, setti fram þung­ar ásak­an­ir á hend­ur níu dómur­um í kjöl­far dóms­upp­kvaðn­ing­ar Lands­dóms.

Niðurstaða Mannréttindadómstólsins stangast á við þungar ásakanir Geirs og ummæli hans um „smáatriði“
Á sakamannabekk Geir H. Haarde og lögmaður hans Andri Árnason. Myndin var tekin þegar réttað var yfir Geir. Mynd: Pressphotos.biz / Gréta

Ekkert bendir til þess að dómarar við Landsdóm hafi verið hlutdrægir í störfum sínum, sætt óeðlilegum þrýstingi eða haft óeðlileg tengsl við stjórnmálamenn. Skipun dómstólsins var ekki á skjön við kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæðan og óvilhallan dómstól. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington, gegn Íslandi. 

Eftir að dómur Landsdóms féll árið 2012 setti Geir H. Haarde fram alvarlegar ásakanir á hendur þeim dómurunum sem komust að þeirri niðurstöðu að sakfella bæri hann samkvæmt lögum.

„Það er greinilegt að meirihluti dómenda hér, 9 af 15, hefur talið sig knúinn til að sakfella fyrir eitthvað eitt atriði, hversu lítilfjörlegt sem það er, til þess að draga að landi þann hluta Alþingismanna sem stóðu að þessari ákæru,“ sagði Geir á fréttamannafundi eftir uppkvaðningu dómsins. „Það er stórfurðulegt að pólitíkin í landinu skuli hafa laumað sér með þessum hætti inn í þennan virðulega dómstól.“ 

Bar þungar sakir á dómara

Þarna bar Geir þungar sakir á dómarana Markús Sigurbjörnsson, Brynhildi Flóvenz, Eggert Óskarssonar, Eirík Tómasson, Hlöðver Kjartansson, Ingibjörgu Benediktsdóttur, Magnús Reyni Guðmundsson, Viðar Má Matthíasson og Vilhjálm H. Vilhjálmsson, en í þessum hópi eru meðal annars dómarar og dómsforseti Hæstaréttar Íslands, héraðsdómarar, núverandi landsréttardómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Geir gaf í skyn að með niðurstöðu sinni í Landsdómsmálinu hefðu umræddir dómarar látið undan vilja stjórnmálamanna og verið að þjóna „pólitíkinni í landinu“. Slíkt hefði eðli málsins samkvæmt falið í sér alvarleg brot á grunngildum um sjálfstæði og hlutleysi dómara í réttarríki. Eftir því sem Stundin kemst næst hefur Geir aldrei rökstutt sérstaklega eða rennt stoðum undir þær ásakanir sem hann setti fram á hendur þessu fólki. 

Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveðinn var upp í morgun er fullyrt að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að skipan og fyrirkomulag Landsdóms sé á skjön við kröfur 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæðan og óvilhallan dómstól. Það að átta af 15 dómurum við Landsdóm hafi verið kjörnir af Alþingi, sama aðila og fór með ákæruvald í málinu, geri dómstólinn ekki hlutdrægan eða ósjálfstæðan.

Ekkert gefi ástæðu til að efast um hlutleysi dómaranna

Geir Haarde hélt því fram í kæru sinni til Mannréttindadómstólsins að dómararnir sem Alþingi tilnefndi í Landsdóm hefðu verið skipaðir á pólitískum forsendum og gætu þannig haft tryggð eða tengsl við stjórnmálaflokkana á þingi. Þannig hafi sjálfstæði og óhæði Landsdóms ekki verið hafið yfir allan vafa. Jafnframt hafi Alþingi farið út fyrir eðlileg mörk gagnvart dómsvaldinu með því að framlengja skipun dómara.

Mannréttindadómstóllinn tekur ekki undir þessi sjónarmið Geirs og telur ekkert hafa komið fram sem gefi ástæðu til að efast um hlutleysi dómaranna við Landsdóm. Þá hafi ekki komið fram vísbendingar um að dómarar við Landsdóm hafi sýnt hlutdrægni í störfum sínum.

Að þessu leyti styður niðurstaða Mannréttindadómstólsins ekki með nokkrum hætti þær alvarlegu ásakanir sem Geir Haarde setti fram á hendur níu dómurum í kjölfar dómsuppkvaðningar í Landsdómsmálinu árið 2012. 

Rangt að aðeins hafi verið brotið gegn formreglu

Á fréttamannafundinum í kjölfar dómsins fullyrti Geir að það hefði verið „sýknað þegar kemur að öllum efnisatriðum í málinu“. Þá sagði hann: „Það er sakfellt fyrir eitt smáatriði í þessu og það meira að segja svo vægilega að það er ekki refsað fyrir það. Og þetta smáatriði er formsatriði. Það er svokallað formbrot.“ 

Hið rétta er að í dómi Landsdóms var skýrt tekið fram að með hátterni sínu hefði Geir ekki aðeins brotið gegn formreglu heldur beinlínis vanrækt að marka pólitíska stefnu til að takast á við þann efnahagsvanda sem honum hlaut að vera ljós strax í febrúar 2008.

„Ef slík stefna hefði verið mörkuð og henni síðan fylgt eftir á skipulegan hátt, þar á meðal af Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu, má leiða að því rök að draga hefði mátt úr því tjóni, sem hlaust af falli bankanna í byrjun október 2008,“ sagði í dómi Landsdóms á sínum tíma.

Taldi dómurinn þannig að stjórnarskrárbrot Geirs hefði haft beinar afleiðingar og stuðlað að því að ekki var mörkuð skýr pólitísk stefna til að takast á við þær hættur sem steðjuðu að íslensku efnahagslífi árið 2008.

Mannréttindadómstóllinn telur brot
Geirs ekki hafa snúist um smáatriði 

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekkert út á þessa túlkun Landsdóms á stjórnarskrárákvæðinu og ráðherraábyrgðarlögum að setja. Þá virðist dómstóllinn ósammála sjónarmiði Geirs að brot gegn 17. gr. stjórnarskrárinnar, þess efnis að forsætisráðherra beri að halda ráðherrafundi um „mikilvæg stjórnarmálefni“, sé aðeins „smáatriði“, „formsatriði“ eða „svokallað formsbrot“.

Telur Mannréttindadómstóllinn þvert á móti að 17. gr. stjórnarskrárinnar sé ákvæði sem skipi „veigamikinn sess í stjórnskipan landsins í ljósi þess að þar eru sett mikilvæg viðmið um hvernig ætlast sé til að starfi ríkisstjórnar sé háttað, sem samráðsvettvangur fyrir stefnumótun og yfirstjórn hins opinbera að því er varðar mikilvæg málefni“ [þýðing blaðamanns]. 

Tekið er undir þá niðurstöðu Landsdóms að Geir H. Haarde, sem forsætisráðherra og verkstjóri ríkisstjórnar, hafi verið ábyrgur fyrir því að kröfum 17. gr. stjórnarskrár væri fylgt. Þá er Mannréttindadómstóll Evrópu sammála Landsdómi um að ákvæðið teljist nægilega skýrt, jafnvel þótt orðin „mikilvæg stjórnarmálefni“ kunni að vera háð túlkun.

Telur dómstóllinn að Landsdómi hafi verið fullkomlega heimilt að túlka landslög með þeim hætti sem gert var í dóminum yfir Geir Haarde. Brotið sem Geir var dæmdur fyrir hafi verið nægilega skilgreint í lögum og túlkun Landsdóms í samræmi við eðli brotsins. Þannig hafi Geir mátt sjá fyrir að hátterni hans gæti varðað refsiábyrgð samkvæmt stjórnarskrá og lögum um ráðherraábyrgð. Fyrir vikið hafi ekki verið brotið gegn 7.  gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um enga refsingu án laga. 

„Ég vann lands­dóms­málið efn­is­lega“

Geir hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem hann segist virða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. Hann heldur því til streitu að hann hafi unnið Landsdómsmálið efnislega.

„Sú niðurstaða Lands­dóms að sýkna mig af al­var­leg­ustu sök­un­um sem á mig voru born­ar skipt­ir mestu máli fyr­ir mig. Ég vann lands­dóms­málið efn­is­lega. En í ljósi þess að ég var sak­felld­ur án refs­ing­ar fyr­ir eitt minni hátt­ar atriði í mál­inu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og máls­höfðun brotið gegn mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um,“ skrifar Geir.

„Einkum taldi ég mik­il­vægt að láta reyna á hvort það stæðist nú­tíma­kröf­ur um réttar­far að þing­menn færu með ákæru­vald og að meiri­hluti dóm­ara væri kos­inn póli­tískri kosn­ingu. Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn komst að þeirri niður­stöðu að ís­lenska ríkið hafi ekki gerst brot­legt við ákvæði í Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Ég virði þá niður­stöðu.“

–––
Fyrirvari ritstjórnar: Einn þeirra dómara sem er nafngreindur í þessari frétt, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, er faðir Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á Stundinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár