Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Við­skipta­fræð­ing­ur­inn Ragn­ar Ön­und­ar­son, fyrr­ver­andi fram­bjóð­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, bend­ir á prófíl­mynd af Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur og tel­ur hana þurfa að leita ráð­gjaf­ar al­manna­tengils vegna kyn­ferð­is­legr­ar áreitni.

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni
Mynd Áslaugar Áslaug Arna birti meðfylgjandi mynd af sér í sumar, með textanum: Sumar. Mynd: Facebook

Fyrrverandi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Önundarson, gerir athugasemdir við prófílmynd  Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem hún birti í sumar, vegna frásagna hennar af kynferðislegri áreitni. 

Færsla RagnarsHann biður fólk að dæma prófílmynd Áslaugar Örnu vegna kvartana hennar um kynferðislega áreitni en segist ekkert hafa verið að meina með því.

„Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kynferðislega áreitni við konur í stjórnmálum. Meðfylgjandi mynd hefur hún notað sem ,,prófílmynd“ á FB. Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig,“ segir Ragnar.

Þegar Áslaug Arna spyr Ragnar hvað hann sé að meina með athugasemdinni, svarar Ragnar: „Kannski ættirðu að leita ráðgjafar almannatengils ?“

„Þessi ummæli þín og aðdróttanir eru til skammar“

Ragnar er harðlega gagnrýndur undir færslu sinni um myndaval Áslaugar Örnu. „ Í fyrsta lagi er ekkert að þessari mynd. Í öðru lagi eru samskiptamiðlar ekki bara fyrir fólk til að kynna sig. Þessi mynd er á persónulegri síðu Áslaugar Örnu, ekki pólitísku síðunni hennar. Þetta er síðan sem hún notar m.a. í samskiptum við vini og fjölskyldu, síða sem hún ræður yfir og má að sjálfsögðu hafa eins og henni sýnist. Þessi ummæli þín og aðdróttanir eru til skammar Ragnar en segja meira um þig en hana,“ segir Margrét Tryggvadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Karlar taki ábyrgð

Yfir þrjú hundruð konur í stjórnmálum rituðu nafn sitt á lista í dag með áskorun til stjórnmálamanna vegna áreitni og kröfu um að allir karlar taki ábyrgð

Þrjár stjórnmálakonur komu fram í Kastljósi Rúv í kvöld og greindu frá reynslu sinni, þar á meðal Áslaug Arna. „Það sem snýr kannski mest að mér eru kynferðislegar athugasemdir um að maður sé ekki starfi sínu vaxinn, ekki eins hæfileikaríkur og staða manns gefi til kynna og að maður sé ekki nógu góður í starfi svo maður hljóti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til þess að komast á þann stað sem maður er,“ sagði hún meðal annars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár