Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Við­skipta­fræð­ing­ur­inn Ragn­ar Ön­und­ar­son, fyrr­ver­andi fram­bjóð­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, bend­ir á prófíl­mynd af Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur og tel­ur hana þurfa að leita ráð­gjaf­ar al­manna­tengils vegna kyn­ferð­is­legr­ar áreitni.

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni
Mynd Áslaugar Áslaug Arna birti meðfylgjandi mynd af sér í sumar, með textanum: Sumar. Mynd: Facebook

Fyrrverandi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Önundarson, gerir athugasemdir við prófílmynd  Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem hún birti í sumar, vegna frásagna hennar af kynferðislegri áreitni. 

Færsla RagnarsHann biður fólk að dæma prófílmynd Áslaugar Örnu vegna kvartana hennar um kynferðislega áreitni en segist ekkert hafa verið að meina með því.

„Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kynferðislega áreitni við konur í stjórnmálum. Meðfylgjandi mynd hefur hún notað sem ,,prófílmynd“ á FB. Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig,“ segir Ragnar.

Þegar Áslaug Arna spyr Ragnar hvað hann sé að meina með athugasemdinni, svarar Ragnar: „Kannski ættirðu að leita ráðgjafar almannatengils ?“

„Þessi ummæli þín og aðdróttanir eru til skammar“

Ragnar er harðlega gagnrýndur undir færslu sinni um myndaval Áslaugar Örnu. „ Í fyrsta lagi er ekkert að þessari mynd. Í öðru lagi eru samskiptamiðlar ekki bara fyrir fólk til að kynna sig. Þessi mynd er á persónulegri síðu Áslaugar Örnu, ekki pólitísku síðunni hennar. Þetta er síðan sem hún notar m.a. í samskiptum við vini og fjölskyldu, síða sem hún ræður yfir og má að sjálfsögðu hafa eins og henni sýnist. Þessi ummæli þín og aðdróttanir eru til skammar Ragnar en segja meira um þig en hana,“ segir Margrét Tryggvadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Karlar taki ábyrgð

Yfir þrjú hundruð konur í stjórnmálum rituðu nafn sitt á lista í dag með áskorun til stjórnmálamanna vegna áreitni og kröfu um að allir karlar taki ábyrgð

Þrjár stjórnmálakonur komu fram í Kastljósi Rúv í kvöld og greindu frá reynslu sinni, þar á meðal Áslaug Arna. „Það sem snýr kannski mest að mér eru kynferðislegar athugasemdir um að maður sé ekki starfi sínu vaxinn, ekki eins hæfileikaríkur og staða manns gefi til kynna og að maður sé ekki nógu góður í starfi svo maður hljóti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til þess að komast á þann stað sem maður er,“ sagði hún meðal annars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár