Samskipti Sigríðar Andersen við Bjarna Benediktsson vegna meðmæla föður hans fyrir kynferðisbrotamanninn Hjalta Sigurjón Hauksson voru óformleg og ekki talin mikilvæg vegna málefna sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Í ljósi þess taldi ráðherra sér ekki skylt að skrá símtalið í samræmi við ákvæði stjórnarráðslaga og reglugerðar um skráningu samskipta í Stjórnarráði Íslands.
Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við upplýsingabeiðni Stundarinnar um embættisfærslur ráðherra í málunum sem urðu til þess að stjórnarsamstarfi Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins var slitið um miðjan september.
Upplýsingarnar töldust ekki mikilvægar
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur gefið þær skýringar á símtali sínu við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, sem er sagt hafa átt sér stað þann 21. júlí síðastliðinn, að hún hafi viljað vita hvort hann hefði sjálfur átt aðkomu að ákvörðunum um uppreist æru kynferðisbrotamanna síðasta haust og jafnframt talið rétt að upplýsa hann um að faðir hans væri á meðal meðmælenda Hjalta. Að mati ráðuneytisins á þessum …
Athugasemdir