Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Samfylkingin sigurvegarar kosninganna

Nýr flokk­ur Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, Mið­flokk­ur­inn, fær sjö þing­menn. Flokk­ur fólks­ins fær fjóra og Sam­fylk­ing­in bæt­ir við sig fjór­um þing­mönn­um.

Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Samfylkingin sigurvegarar kosninganna
Formenn flokkanna í sjónvarpssal RÚV í nótt. Mynd: Pressphotos

Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Samfylkingin eru sigurvegarar Alþingiskosninganna 2017, en Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Viðreisn og Björt framtíð helstu tapararnir. 

Miðflokkurinn, klofningsframboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, endaði með 10,9 prósent greiddra atkvæða og sjö þingmenn, Flokkur fólksins fékk 6,9 prósent og fjóra þingmenn og Samfylkingin fékk 12,1 prósent atkvæða, bættu við sig fjórum þingmönnum og eru því alls með sjö. 

Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á landinu, hlaut 25,5 prósent greiddra atkvæða, en missti alls fimm þingmenn frá fyrra kjörtímabili. Píratar misstu fjóra þingmenn, Viðreisn þrjá og Björt framtíð hlaut einungis 1,2 prósent greiddra atkvæða og komust því ekki á þing. 

Vinstri græn enduðu með 16,9 prósent fylgi, sem er nokkuð minna en kannanir sýndu, en bættu við sig einum þingmanni. Framsóknarflokkurinn, sem hafði verið að mælast lítill í skoðanakönnunum eftir að flokkurinn klofnaði með framboði Sigmundar Davíðs, endaði í 10,7 prósentum og hélt sínum þingmannafjölda. 

 

Niðurstaða Alþingiskosninga 2017

Sjálfstæðisflokkur 25,5 prósent - 16 þingmenn

Vinstri græn 16,9 prósent - 11 þingmenn

Samfylkingin 12,1 prósent - 7 þingmenn

Miðflokkurinn 10,9 prósent - 7 þingmenn

Framsóknarflokkurinn 10,7 prósent - 8 þingmenn

Píratar 9,2 prósent - 6 þingmenn

Flokkur fólksins 6,9 prósent - 4 þingmenn

Viðreisn 6,7 prósent - 4 þingmenn

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár