Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Samfylkingin sigurvegarar kosninganna

Nýr flokk­ur Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, Mið­flokk­ur­inn, fær sjö þing­menn. Flokk­ur fólks­ins fær fjóra og Sam­fylk­ing­in bæt­ir við sig fjór­um þing­mönn­um.

Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Samfylkingin sigurvegarar kosninganna
Formenn flokkanna í sjónvarpssal RÚV í nótt. Mynd: Pressphotos

Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Samfylkingin eru sigurvegarar Alþingiskosninganna 2017, en Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Viðreisn og Björt framtíð helstu tapararnir. 

Miðflokkurinn, klofningsframboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, endaði með 10,9 prósent greiddra atkvæða og sjö þingmenn, Flokkur fólksins fékk 6,9 prósent og fjóra þingmenn og Samfylkingin fékk 12,1 prósent atkvæða, bættu við sig fjórum þingmönnum og eru því alls með sjö. 

Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á landinu, hlaut 25,5 prósent greiddra atkvæða, en missti alls fimm þingmenn frá fyrra kjörtímabili. Píratar misstu fjóra þingmenn, Viðreisn þrjá og Björt framtíð hlaut einungis 1,2 prósent greiddra atkvæða og komust því ekki á þing. 

Vinstri græn enduðu með 16,9 prósent fylgi, sem er nokkuð minna en kannanir sýndu, en bættu við sig einum þingmanni. Framsóknarflokkurinn, sem hafði verið að mælast lítill í skoðanakönnunum eftir að flokkurinn klofnaði með framboði Sigmundar Davíðs, endaði í 10,7 prósentum og hélt sínum þingmannafjölda. 

 

Niðurstaða Alþingiskosninga 2017

Sjálfstæðisflokkur 25,5 prósent - 16 þingmenn

Vinstri græn 16,9 prósent - 11 þingmenn

Samfylkingin 12,1 prósent - 7 þingmenn

Miðflokkurinn 10,9 prósent - 7 þingmenn

Framsóknarflokkurinn 10,7 prósent - 8 þingmenn

Píratar 9,2 prósent - 6 þingmenn

Flokkur fólksins 6,9 prósent - 4 þingmenn

Viðreisn 6,7 prósent - 4 þingmenn

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár