Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Samfylkingin sigurvegarar kosninganna

Nýr flokk­ur Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, Mið­flokk­ur­inn, fær sjö þing­menn. Flokk­ur fólks­ins fær fjóra og Sam­fylk­ing­in bæt­ir við sig fjór­um þing­mönn­um.

Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Samfylkingin sigurvegarar kosninganna
Formenn flokkanna í sjónvarpssal RÚV í nótt. Mynd: Pressphotos

Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Samfylkingin eru sigurvegarar Alþingiskosninganna 2017, en Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Viðreisn og Björt framtíð helstu tapararnir. 

Miðflokkurinn, klofningsframboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, endaði með 10,9 prósent greiddra atkvæða og sjö þingmenn, Flokkur fólksins fékk 6,9 prósent og fjóra þingmenn og Samfylkingin fékk 12,1 prósent atkvæða, bættu við sig fjórum þingmönnum og eru því alls með sjö. 

Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á landinu, hlaut 25,5 prósent greiddra atkvæða, en missti alls fimm þingmenn frá fyrra kjörtímabili. Píratar misstu fjóra þingmenn, Viðreisn þrjá og Björt framtíð hlaut einungis 1,2 prósent greiddra atkvæða og komust því ekki á þing. 

Vinstri græn enduðu með 16,9 prósent fylgi, sem er nokkuð minna en kannanir sýndu, en bættu við sig einum þingmanni. Framsóknarflokkurinn, sem hafði verið að mælast lítill í skoðanakönnunum eftir að flokkurinn klofnaði með framboði Sigmundar Davíðs, endaði í 10,7 prósentum og hélt sínum þingmannafjölda. 

 

Niðurstaða Alþingiskosninga 2017

Sjálfstæðisflokkur 25,5 prósent - 16 þingmenn

Vinstri græn 16,9 prósent - 11 þingmenn

Samfylkingin 12,1 prósent - 7 þingmenn

Miðflokkurinn 10,9 prósent - 7 þingmenn

Framsóknarflokkurinn 10,7 prósent - 8 þingmenn

Píratar 9,2 prósent - 6 þingmenn

Flokkur fólksins 6,9 prósent - 4 þingmenn

Viðreisn 6,7 prósent - 4 þingmenn

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár