Öryrkjabandalagið, Landssamband eldri borgara og Tannlæknafélag Íslands skora á stjórnmálaflokka að tryggja lífeyrisþegum viðeigandi endurgreiðslu á tannlæknakostnaði frá og með árinu 2018. Eins og fram kom í úttekt Stundarinnar í apríl ríkir ófremdarástand í aðgengi aldraðra og öryrkja að tannlæknaþjónustu. Stundin óskaði eftir afstöðu stjórnmálaflokka og má lesa svör þeirra hér að neðan. Framsóknarflokkurinn svaraði ekki fyrirspurn Stundarinnar en aðrir flokkar lýsa yfir vilja til þess að koma til móts við þessa kröfu.
Samkvæmt könnun frá árinu 2015 sem unnin var af Rúnari Vilhjálmssyni, prófessor í félagsfræði, hefur 21,1% fólks á aldrinum 18-75 ára frestað því að fara til tannlæknis, og hlutfall þeirra er hærra á meðal lágtekjufólks, eða 31,4%, og fólks með líkamlega fötlun, eða 35,7%. Aðrar rannsóknir, innlendar og erlendar, hafa sýnt skýr tengsl á milli fátæktar og slæmrar tannsheilsu.
Samkvæmt reglum Sjúkratrygginga eiga öryrkjar og aldraðir að fá 75% …
Athugasemdir