Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Öryrkjar fara ekki lengur til tannlæknis

Tann­lækn­ar segja að ófremd­ar­ástand ríki á að­gengi aldr­aðra og ör­yrkja að þjón­ustu þeirra. Þess­ir hóp­ar búa við fá­tækt­ar­mörk, en þótt lög geri ráð fyr­ir 75% end­ur­greiðslu frá rík­inu hef­ur það ekki ver­ið raun­in í þrett­án ár. Fá­tækt fólk sæk­ir mun sjaldn­ar tann­lækna­þjón­ustu á Ís­landi en í ná­granna­lönd­um okk­ar. Einn við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar geng­ur með fjór­tán ára gaml­an bráða­birgða­góm því hann hef­ur ekki efni á var­an­legri lausn.

Öryrkjar fara ekki lengur til tannlæknis
Ekki hluti af almannatryggingum Þegar Íslendingur brýtur bein fær hann meðferð lækna. Sjúkratryggingar Íslands borga stóran hluta af kostnaði við aðgerðir og hjálpartæki fyrir Íslendinga, en fólk stendur frammi fyrir allt öðrum aðstæðum ef beinin sem brotna eru í munninum. Mynd: Shutterstock

„Mér líður eins og einhverjum róna á götunni,“ segir Guðrún við blaðamann Stundarinnar. „Ég myndi ekki vilja opna munninn minn fyrir neinn. Ef ég brosi, þá sést ekki í tennur.“

Guðrún er á sextugsaldri og býr á Suðurlandi, en hún hefur átt í tannheilsuvandamálum frá aldamótum þegar hún varð fyrir líkamsárás. Nú eru aðeins átta tennur eftir og hún gengur með heilgóm í efri góm; hann er bráðabirgðagómur sem hún fékk árið 2003, en þar sem hún er öryrki hefur hún ekki haft efni á varanlegri lausn.

Samkvæmt reglum Sjúkratrygginga eiga öryrkjar og aldraðir að fá 75% af kostnaði tannviðgerða endurgreiddan, en það hefur ekki verið gerður samningur við Tannlæknafélag Íslands frá árinu 1998, og endurgreiðslur eru miðaðar við gjaldskrá sem hefur ekki verið uppfærð síðan 2004. Það þýðir að endurgreiðslurnar eru nær 30–40% af raunvirði kostnaðar. Þrátt fyrir það greiddi ríkið 552 milljónir í tannlæknakostnað fyrir 28.771 aldraða og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu