„Mér líður eins og einhverjum róna á götunni,“ segir Guðrún við blaðamann Stundarinnar. „Ég myndi ekki vilja opna munninn minn fyrir neinn. Ef ég brosi, þá sést ekki í tennur.“
Guðrún er á sextugsaldri og býr á Suðurlandi, en hún hefur átt í tannheilsuvandamálum frá aldamótum þegar hún varð fyrir líkamsárás. Nú eru aðeins átta tennur eftir og hún gengur með heilgóm í efri góm; hann er bráðabirgðagómur sem hún fékk árið 2003, en þar sem hún er öryrki hefur hún ekki haft efni á varanlegri lausn.
Samkvæmt reglum Sjúkratrygginga eiga öryrkjar og aldraðir að fá 75% af kostnaði tannviðgerða endurgreiddan, en það hefur ekki verið gerður samningur við Tannlæknafélag Íslands frá árinu 1998, og endurgreiðslur eru miðaðar við gjaldskrá sem hefur ekki verið uppfærð síðan 2004. Það þýðir að endurgreiðslurnar eru nær 30–40% af raunvirði kostnaðar. Þrátt fyrir það greiddi ríkið 552 milljónir í tannlæknakostnað fyrir 28.771 aldraða og …
Athugasemdir