Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Öryrkjar fara ekki lengur til tannlæknis

Tann­lækn­ar segja að ófremd­ar­ástand ríki á að­gengi aldr­aðra og ör­yrkja að þjón­ustu þeirra. Þess­ir hóp­ar búa við fá­tækt­ar­mörk, en þótt lög geri ráð fyr­ir 75% end­ur­greiðslu frá rík­inu hef­ur það ekki ver­ið raun­in í þrett­án ár. Fá­tækt fólk sæk­ir mun sjaldn­ar tann­lækna­þjón­ustu á Ís­landi en í ná­granna­lönd­um okk­ar. Einn við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar geng­ur með fjór­tán ára gaml­an bráða­birgða­góm því hann hef­ur ekki efni á var­an­legri lausn.

Öryrkjar fara ekki lengur til tannlæknis
Ekki hluti af almannatryggingum Þegar Íslendingur brýtur bein fær hann meðferð lækna. Sjúkratryggingar Íslands borga stóran hluta af kostnaði við aðgerðir og hjálpartæki fyrir Íslendinga, en fólk stendur frammi fyrir allt öðrum aðstæðum ef beinin sem brotna eru í munninum. Mynd: Shutterstock

„Mér líður eins og einhverjum róna á götunni,“ segir Guðrún við blaðamann Stundarinnar. „Ég myndi ekki vilja opna munninn minn fyrir neinn. Ef ég brosi, þá sést ekki í tennur.“

Guðrún er á sextugsaldri og býr á Suðurlandi, en hún hefur átt í tannheilsuvandamálum frá aldamótum þegar hún varð fyrir líkamsárás. Nú eru aðeins átta tennur eftir og hún gengur með heilgóm í efri góm; hann er bráðabirgðagómur sem hún fékk árið 2003, en þar sem hún er öryrki hefur hún ekki haft efni á varanlegri lausn.

Samkvæmt reglum Sjúkratrygginga eiga öryrkjar og aldraðir að fá 75% af kostnaði tannviðgerða endurgreiddan, en það hefur ekki verið gerður samningur við Tannlæknafélag Íslands frá árinu 1998, og endurgreiðslur eru miðaðar við gjaldskrá sem hefur ekki verið uppfærð síðan 2004. Það þýðir að endurgreiðslurnar eru nær 30–40% af raunvirði kostnaðar. Þrátt fyrir það greiddi ríkið 552 milljónir í tannlæknakostnað fyrir 28.771 aldraða og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár