Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Var „sorgbitin“ yfir fjármálaáætlun sem hún samþykkti

Nichole Leigh Mosty, þing­kona Bjartr­ar fram­tíð­ar, er óánægð með út­reið­ina sem mennta­kerf­ið fær í rík­is­fjár­mála­áætl­un frá­far­andi rík­is­stjórn­ar. Það hefði þurft eitt at­kvæði til að koma í veg fyr­ir að áætl­un­in yrði sam­þykkt, en þing­menn Bjartr­ar fram­tíð­ar töldu sig áhrifa­lausa.

Var „sorgbitin“ yfir fjármálaáætlun sem hún samþykkti

Nichole Leigh Mosty, þingkona og frambjóðandi Bjartrar framtíðar, segist hafa verið sorgbitin yfir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna þess hve litlum fjármunum var varið til menntamála. Þetta viðurkenndi hún á opnum fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands á Háskólatorgi í dag. 

„Ég ætla bara að vera heiðarleg. Ég var sorgbitin þegar ég sá fjármálaáætlun, að sjá skort á metnaði á þessu málefnasviði,“ sagði Nichole. Eins og Stundin fjallaði ítarlega um í vor felur fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar í sér að aðhaldskrafan gagnvart menntastofnunum er fjórum sinnum harðari en til stóð samkvæmt áætluninni sem lögð var fram árið 2016 í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

„Í stuttu máli eru þetta mikil vonbrigði og ekki í samræmi við það sem sagt var af stjórnarflokkunum fyrir kosningar,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Stundina þann 3. apríl síðastliðinn. 

Nichole sagði á fundinum í dag að sér hefði liðið illa yfir útreiðinni sem menntakerfið fékk í áætluninni. „Við lofuðum öll að gera eitthvað í þessum málaflokki og ég hafði trú á að við myndum gera það,“ sagði Nichole og harmaði hvernig fór.

Nichole tjáði sig fjórum sinnum um fjármálaáætlunina meðan hún var til umræðu á Alþingi en aldrei um menntamál. Hún greiddi svo atkvæði með áætluninni þann 1. júní. Jafnframt greiddi hún atkvæði gegn liðum í breytingartillögu Oddnýjar Harðardóttur þar sem lagt var til að skorið yrði minna niður til framhaldsskólakerfisins heldur en áætlunin gerði ráð fyrir og að útgjöld til háskólamála yrðu aukin meira en til stóð. 

Áður hefur Nichole lýst þeirri skoðun sinni í viðtali að þingmenn séu „langt frá því að geta haft áhrif þó svo að þing­mennska eigi að telj­ast áhrif­astaða“. Fjármálaáætlunin, sem hún segir að sér hafi liðið illa yfir, var þó eitt þingmálunum sem hefði ekki þurft nema einn þingmann úr stjórnarmeirihlutanum til að koma í veg fyrir að yrði samþykkt. Áætlunin var samþykkt með 32 atkvæðum á móti 31 þann 1. júní 2017.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár