Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rektor segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði: „Ekki í samræmi við það sem sagt var fyrir kosningar“

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, gagn­rýn­ir rík­is­fjár­mála­áætl­un harð­lega.

Rektor segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði: „Ekki í samræmi við það sem sagt var fyrir kosningar“

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára valdi sér miklum vonbrigðum og samræmist ekki þeim fyrirheitum sem gefin voru í kosningabaráttu stjórnmálaflokka síðasta haust. 

„Í stuttu máli eru þetta mikil vonbrigði og ekki í samræmi við það sem sagt var af stjórnarflokkunum fyrir kosningar,“ segir Jón Atli í samtali við Stundina.

Hann bendir á að í aðdraganda kosninganna hafi verið einhugur um að Ísland skyldi stefna að því að ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu hvað varðar fjárframlög á hvern háskólanema. 

„Áætlunin er ekki í samræmi við þetta og víðs fjarri stefnu Vísinda- og tækniráðs um að ná OECD meðaltalinu 2016 og Norðurlandameðaltalinu 2020,“ segir Jón Atli.

„Miðað við þessa áætlun og óbreyttan nemendafjölda á háskólastiginu munum við seint ná OECD meðaltalinu – sem ætti að jafnaði ekki að vera mjög metnaðarfullt markmið – og hvað þá Norðurlandameðaltalinu. Eina leiðin til að ná þessum meðaltölum miðað við áætlunina væri mjög mikil fækkun nemenda á háskólastiginu á Íslandi.“

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti á föstudag, munu framlög hins opinbera til háskólastigsins hækka úr tæpum 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 upp í ríflega 44 milljarða króna á áætlunartímabilinu. Er þá kostnaður vegna byggingarframkvæmda við Hús íslenskra fræða á árunum 2017 til 2021 meðtalinn.

„Við teljum afar misvísandi og beinlínis ruglandi að Hús íslenskra fræða sé í áætluninni sett inn með framlögum til háskólanna. Öll hækkun framlaga í málaflokki háskóla fer til byggingar Húss íslenskra fræða fyrstu árin, þ.e. ekki er gert ráð fyrir hækkun framlaga til háskólanna fyrr en eftir að húsið hefur verið reist árið 2020. Þá munu losna um 700 milljónir króna og 1.500 milljónir árið 2021. Þetta þýðir að háskólastigið þarf að bíða í 4 ár eftir innspýtingu sem þó er mjög hógvær.“

Jón Atli segir að ef áætlunin nái fram að ganga muni Háskóli Íslands og Íslendingar að öllum líkindum missa stöðu sína í alþjóðlegum samanburði háskóla. Jafnframt sé ljóst að ekki verði unnt að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu á innviðum sem létu verulega á sjá í kjölfar hrunsins.

„Enn blasir sú staðreynd við, og þessi áætlun breytir því ekki, að háskólastigið á Íslandi er verulega undirfjármagnað í öllum samanburði við lönd sem við viljum helst bera okkur saman við.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár