Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ætla að gera mitt besta

Kristján Jó­hanns­son ten­ór­söngv­ari er í einu af að­al­hlut­verk­un­um í óper­unni Tosca sem Ís­lenska óper­an set­ur upp. Kristján hef­ur ver­ið í að­al­hlut­verk­um óper­unn­ar víða um heim í tæp 40 ár og von­ast til að syngja hlut­verk­ið í 400. skipti í haust.

Ætla að gera mitt besta
Kristján Jóhannsson „Ég held að við ættum að vera bæði mjög stolt og ánægð með þessa sýningu. Allavega ætla ég að gera mitt besta.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

Kristján segir að Tosca sé yndisleg ópera en um er að ræða eina allra vinsælusta óperu í heiminum. 

„Það þarf margslungnar raddir til þess að syngja þetta. Þetta er ein af þeim óperum þar sem þarf að velja sérstaklega góðar raddir. Raddirnar þurfa að vera með góða hæð og mikið „volume“ og svo allt þetta Puccini „temperament“ bæði fyrir ástina, ástríðuna og pólitíkina.

Eins og í mörgum öðrum Puccini-óperum getur hljómsveitin orðið talsvert þung og sterk á köflum og því reynir meira á söngvarana. En ég verð að segja bara alveg eins og er, þetta er að gera sig rosalega vel. Leikstjórnin er frábær og er talsvert öðruvísi en ég hef oft vanist áður. Þetta er meira leikhús en oft í þeim uppfærslum sem ég hef tekið þátt í.

Ólafur Kjartan kemur í lok fyrsta þáttar með þessa glæsilegu aríu Scarpia. Mér finnst hann bara alveg „fantastic“. Ég þykist nú …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu