Kristján segir að Tosca sé yndisleg ópera en um er að ræða eina allra vinsælusta óperu í heiminum.
„Það þarf margslungnar raddir til þess að syngja þetta. Þetta er ein af þeim óperum þar sem þarf að velja sérstaklega góðar raddir. Raddirnar þurfa að vera með góða hæð og mikið „volume“ og svo allt þetta Puccini „temperament“ bæði fyrir ástina, ástríðuna og pólitíkina.
Eins og í mörgum öðrum Puccini-óperum getur hljómsveitin orðið talsvert þung og sterk á köflum og því reynir meira á söngvarana. En ég verð að segja bara alveg eins og er, þetta er að gera sig rosalega vel. Leikstjórnin er frábær og er talsvert öðruvísi en ég hef oft vanist áður. Þetta er meira leikhús en oft í þeim uppfærslum sem ég hef tekið þátt í.
Ólafur Kjartan kemur í lok fyrsta þáttar með þessa glæsilegu aríu Scarpia. Mér finnst hann bara alveg „fantastic“. Ég þykist nú …
Athugasemdir