Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Starfsmenn 365 ávíttir fyrir að hafa ekki þagað um framkomu forsætisráðherra

„Uppá­koma sem varð hér inn­an­húss um helg­ina rat­aði í frétt á DV, sem er fjarri því að vera í lagi,“ seg­ir í tölvu­pósti að­stoð­ar­rit­stjóra til starfs­manna 365.

Starfsmenn 365 ávíttir fyrir að hafa ekki þagað um framkomu forsætisráðherra

Hrund Þórsdóttir, aðstoðarritstjóri fréttastofu 365, telur að starfsmenn á fjölmiðlinum hafi rofið trúnað við forsætisráðherra með því að greina blaðamönnum DV og Stundarinnar frá bræðiskasti sem hann er sagður hafa tekið á ritstjórnargólfinu. Þetta kemur fram í tölvupósti Hrundar til starfsmanna á 365 miðlum. 

DV greindi frá því í gær að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði „tryllst á ritstjórn 365-miðla“ og að „tryllt öskur“ hefðu ómað um vinnustaðinn.

Frétt DV er í grófum dráttum í samræmi við frásögn heimildarmanna Stundarinnar sem urðu vitni að atvikinu. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var framkoma Bjarna viðhöfð í opnu rými og án þess að óskað hefði verið sérstaks trúnaðar um samskiptin.

Að því er fram kemur í tölvupóstinum sem starfsmönnum barst í morgun og Stundin hefur undir höndum er litið svo á að starfsmenn hefðu átt að þegja um framkomu forsætisráðherra. Er vísað til atviksins sem „uppákomu sem varð hér innanhúss“. 

„Ég sendi þennan póst til að ítreka mikilvægi þess að starfsmenn hér á hæðinni haldi trúnað við fréttastofuna og samstarfsfólk sitt. Uppákoma sem varð hér innanhúss um helgina rataði í frétt á DV, sem er fjarri því að vera í lagi,“ segir í tölvupóstinum. 

Aðstoðarritstjórinn vitnar í 1. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands, en þar stendur: Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga.

„Þetta er lykilatriði í starfi okkar og má aldrei klikka“

„Fólk sem hér vinnur, og ekki síður viðmælendur og aðrir sem eigi erindi inn á ritstjórnarskrifstofuna, VERÐA að geta treyst því að hér ríki trúnaður. Þetta er lykilatriði í starfi okkar og má aldrei klikka. Það sem gerist á fréttastofunni fer ekki út fyrir fréttastofuna. Höfum þetta alltaf í huga,“ segir í tölvupósti Hrundar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár