Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Starfsmenn 365 ávíttir fyrir að hafa ekki þagað um framkomu forsætisráðherra

„Uppá­koma sem varð hér inn­an­húss um helg­ina rat­aði í frétt á DV, sem er fjarri því að vera í lagi,“ seg­ir í tölvu­pósti að­stoð­ar­rit­stjóra til starfs­manna 365.

Starfsmenn 365 ávíttir fyrir að hafa ekki þagað um framkomu forsætisráðherra

Hrund Þórsdóttir, aðstoðarritstjóri fréttastofu 365, telur að starfsmenn á fjölmiðlinum hafi rofið trúnað við forsætisráðherra með því að greina blaðamönnum DV og Stundarinnar frá bræðiskasti sem hann er sagður hafa tekið á ritstjórnargólfinu. Þetta kemur fram í tölvupósti Hrundar til starfsmanna á 365 miðlum. 

DV greindi frá því í gær að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði „tryllst á ritstjórn 365-miðla“ og að „tryllt öskur“ hefðu ómað um vinnustaðinn.

Frétt DV er í grófum dráttum í samræmi við frásögn heimildarmanna Stundarinnar sem urðu vitni að atvikinu. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var framkoma Bjarna viðhöfð í opnu rými og án þess að óskað hefði verið sérstaks trúnaðar um samskiptin.

Að því er fram kemur í tölvupóstinum sem starfsmönnum barst í morgun og Stundin hefur undir höndum er litið svo á að starfsmenn hefðu átt að þegja um framkomu forsætisráðherra. Er vísað til atviksins sem „uppákomu sem varð hér innanhúss“. 

„Ég sendi þennan póst til að ítreka mikilvægi þess að starfsmenn hér á hæðinni haldi trúnað við fréttastofuna og samstarfsfólk sitt. Uppákoma sem varð hér innanhúss um helgina rataði í frétt á DV, sem er fjarri því að vera í lagi,“ segir í tölvupóstinum. 

Aðstoðarritstjórinn vitnar í 1. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands, en þar stendur: Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga.

„Þetta er lykilatriði í starfi okkar og má aldrei klikka“

„Fólk sem hér vinnur, og ekki síður viðmælendur og aðrir sem eigi erindi inn á ritstjórnarskrifstofuna, VERÐA að geta treyst því að hér ríki trúnaður. Þetta er lykilatriði í starfi okkar og má aldrei klikka. Það sem gerist á fréttastofunni fer ekki út fyrir fréttastofuna. Höfum þetta alltaf í huga,“ segir í tölvupósti Hrundar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár