Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Seldi tveimur dögum eftir fund um „með hvaða hætti ríkisstjórnin getur komið að lausn vanda bankanna“

Bjarni Bene­dikts­son fund­aði með Lár­usi Weld­ing þann 19. fe­brú­ar 2008 og seldi hluta­bréf í Glitni upp á 119 millj­ón­ir dag­ana á eft­ir. Efni fund­ar­ins er lýst í tölvu­pósti milli Glitn­ismanna, en Bjarni hafn­ar því að þar hafi ver­ið fjall­að um stöðu Glitn­is.

Seldi tveimur dögum eftir fund um „með hvaða hætti ríkisstjórnin getur komið að lausn vanda bankanna“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að engin tengsl séu á milli fundarins með Lárusi Welding, bankastjóra Glitnis, þann 19. febrúar 2008 og sölu sinnar á hlutabréfum í bankanum tveimur dögum síðar þann 21. febrúar. 

Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna á Mbl.is. Þar fullyrðir hann jafnframt að á fundinum með Lárusi hafi ekki verið spurt um „stöðu Glitnis og hvernig bankinn stæði fjárhagslega“. 

Tölvupóstsamskipti sem Stundin hefur undir höndum benda til þess að fundurinn – sem Bjarni og Illugi Gunnarsson, þáverandi þingmaður sem var jafnframt stjórnarmaður í Sjóði 9, áttu frumkvæði að – hafi snúist um „vanda bankanna“ og hvernig heppilegast væri að ríkisstjórn Íslands kæmi til móts við slæma stöðu þeirra. Á þessum tíma hafði svokölluð súper-ráðherranefnd ríkisstjórnarinnar þegar fengið upplýsingar sem bentu til grafalvarlegrar stöðu fjármálakerfisins. 

„Ég þarf að fara á fund með Illuga Gunnarssyni, Bjarna Ben o.fl. vegna tillagna um með hvaða hætti ríkisstjórnin getur komið að lausn vanda bankanna. Fundurinn er að þeirra frumkvæði og boða þeir forstöðumenn bankanna,“ segir í tölvupósti Ingólfs Heiðars Benders, þáverandi forstöðumanns Greiningardeildar Glitnis, til Jóhannesar Baldurssonar sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans á þessum tíma. 

„Ég þarf að fara á fund með Illuga Gunnarssyni, Bjarna Ben o.fl. vegna tillagna um með hvaða hætti ríkisstjórnin getur komið að lausn vanda bankanna“

Verð á hluta­bréfa­mörkuðum hafði lækkað umtalsvert frá áramótum auk þess sem myndast hafði lánsfjárskortur á alþjóðafjármálamörkuðum. Hins vegar var ekki á almannavitorði hver stærðargráða vandans var.  

Að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið áttu þáverandi forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherrafund með bankastjórn Seðlabankans þann 7. febrúar 2008 þar sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri dró upp ,,mjög dökka mynd af stöðu og framtíðarhorfum íslensku bankanna“. Upplýsingarnar bentu til yfirvofandi hættu fyrir íslenskt efnhagslíf,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar.

Opinberlega kvað við jákvæðari tón. Þannig kom t.d. fram í Þjóðhagsspá Glitnis frá febrúar 2008 að uppbygging bankakerfisins á undanförnum hefði „gert það mun sterkara og áhættudreifðara“ og að það væri „þannig mun betur í stakk búið nú en áður til að taka á vandamálum sem nú blasa við á erlendum lánsfjármörkuðum“. 

Bjarni Benediktsson hefur ekki viljað ræða við Stundina um viðskipti sín, en í samtali við Mbl.is segir Bjarni meðal annars:

„Á fund­in­um með Lár­usi Weld­ing þá sát­um við Ill­ugi og vor­um að velta fyr­ir okk­ur hvaða aðgerða stjórn­völd gætu mögu­lega gripið til, til þess að bregðast við og auka til­trú á markaðnum. Við listuðum það upp í Morg­un­blaðsgrein hvað það var sem við teld­um að gæti komið að gagni. Við vor­um ekki mætt­ir þarna til að spyrja um stöðu Glitn­is, hvernig hann stæði fjár­hags­lega. Við vor­um mætt­ir þarna til að ræða það hvað við gæt­um gert til að styrkja stöðu ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins.“ 

Þá hafnar hann því alfarið að sala hlutabréfa hans í Glitni hafi tengst fundinum með Lárusi Welding og bendir á að hlutabréfamarkaðir hafi verið búnir að lækka hressilega frá áramótum á þessum tíma. 

Gögn sem Stundin hefur unnið úr í samstarfi við Reykjavik Media og The Guardian sýna að Bjarni seldi bréf sín í Glitni dagana 21. til 27. febrúar. Hann seldi fyrir rúmlega 119 milljónir króna í fimm viðskiptum en hélt eftir bréfum sem voru rúmlega 3 milljóna króna virði samkvæmt viðskiptayfirliti hans. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár