Utanríkisráðuneytið beitti sér gegn því, í samstarfi við eitt stærsta almannatengslafyrirtæki heims, að minnst væri á þátt íslenskra kvenna í pistli Washington Post um málið sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra þurfti á endanum að biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt og boða til kosninga.
Þetta sýnir tölvupóstur almannatengils til ritstjórnarskrifstofu blaðsins sem Stundin hefur undir höndum.
Tilefni póstsins er pistill eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum við Brooklyn College, þar sem fjallað er um stjórnmálaástandið á Íslandi og stjórnarslitin frá femínísku sjónarhorni.
Íslenskir fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um þátt brotaþola Roberts Downey og aðstandenda þeirra í málinu sem felldi ríkisstjórnina.
Þannig birtist t.d. áberandi umfjöllun á Vísi.is undir yfirskriftinni „Fólkið sem felldi ríkisstjórnina“ þar sem tekið var viðtal við fjölskyldu Nínu Rúnar Bergsdóttur, einnar af brotaþolum Roberts Downey sem lék lykilhlutverk í átakinu #höfumhátt.
Kvenréttindafélag Íslands sendi svo frá sér ályktun þann 15. september þar sem því var lýst yfir að ríkisstjórn landsins hefði fallið „vegna þess að konur höfðu hátt“.
Svo virðist sem íslensk stjórnvöld vilji ekki að þessi túlkun á atburðarás sumarsins nái fótfestu utan landsteina.
Í pistli Johnson á Washington Post er að finna setninguna “Women’s protests forced Benediktsson to step down” þar sem er linkað í umfjöllun Mbl.is um ályktun Kvenréttindafélagsins, “It was the voices of women that collapsed the government”.
Í tölvupósti almannatengilsins er fullyrt að umrædd setning sé „afbökun“ (distortion). Washington Post sá þó ekki ástæðu til að breyta henni né fjarlægja. Í upphafi tölvupóstsins er farið fram á að greinin í heild sé tekin niður en í framhaldinu eru tilgreind ummæli sem íslenskum stjórnvöldum þykja röng eða villandi.
Ósátt með fullyrðingu um leynd
Farið er fram á að fullyrðing pistlahöfundar um að Bjarni Benediktsson og fleiri ráðherrar hafi reynt að hylma yfir meðmælabréf föður forsætisráðherra fyrir kynferðisbrotamann verði fjarlægð.
Sem kunnugt er óskaði Stundin ítrekað eftir upplýsingum um meðmæli Benedikts fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson í september, án árangurs, bæði fyrir og eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að upplýsingaréttur almennings næði til sambærilegra gagna.
Út frá þeim upplýsingum sem fram hafa komið um mál Hjalta Sigurjóns dró Janet Elise Johnson þá ályktun í pistli sínum – sem er skoðanapistill en ekki hlutlæg eða hlutlaus fréttaumfjöllun – að eins konar yfirhylming (cover-up) hefði átt sér stað í málinu. Washington Post varð ekki við beiðni íslenskra stjórnvalda um að þessi setning yrði fjarlægð.
Hafði samband fyrir hönd ríkisstjórnarinnar
„Ég skrifa ykkur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands. Við förum fram á að greinin ‘Ríkisstjórn Íslands féll vegna þess að faðir forsætisráðherra vildi að barnaníðingur yrði náðaður. Hvað er í gangi?’ verði fjarlægð vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“ Þannig hefst tölvupósturinn sem ritstjórnarskrifstofu Washington Post barst frá starfsmanni almannatenglaskrifstofunnar Burson Marsteller þann 27. september síðastliðinn.
Utanríkisráðuneytið staðfestir við Stundina að hafa keypt ráðgjöf af fyrirtækinu, einu stærsta og virtasta ráðgjafafyrirtæki heims, vegna vinnu sem miðar að því að vernda orðspor Íslands og leiðrétta rangfærslur í heimspressunni.
„Hluti starfs Burson-Marsteller er að leiðrétta það sem rangt er farið með, eins og í þessu tilviki, þar sem rangfærslur sem varða uppreist æru og íslenska stjórnskipan birtust í einu virtasta dagblaði heims,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið.
Í tölvupósti almannatengilsins til Washington Post er að finna villandi fullyrðingu. Blaðið er beðið um að fjarlægja eftirfarandi setningu: „Bjarni og aðrir ráðherrar höfðu reynt að hylma yfir meðmælabréfið“. Ástæðan sem almannatengillinn gefur upp er þessi: „Eins og í fyrri málum hefur ekki verið upplýst um það hverjir endanlega undirrituðu bréfið“ (“As with previous cases, the final signees on the letter have not been publicly disclosed”). Sem kunnugt er hafa hins vegar nöfn meðmælenda verið gerð opinber sem og undirritanir bréfa, bæði í máli Hjalta Sigurjóns og annarra. Þær upplýsingar höfðu reyndar verið gerðar aðgengilegar um viku áður en bréfið til Washington Post var sent.
Vildu vernda orðspor Ólafs Ragnars
Villan sem virðist helst hafa farið fyrir brjóstið á íslenskum stjórnvöldum er sú að í grein Johnson var upphaflega talað um „náðun“ (e. pardon) frekar en uppreist æru (restored honour) og gefið í skyn að barnaníðingar hefðu fengið „hreint sakavottorð“ frekar en „óflekkað mannorð“.
En það er ýmislegt fleira sem íslensk stjórnvöld vildu láta breyta. Til dæmis eftirfarandi setning um Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands og framkomu hans í garð frambjóðandans Þóru Arnórsdóttur í kosningabaráttunni árið 2012: “Grímsson was elected to an unprecedented fifth term in 2012, after claiming his pregnant competitor didn’t have the necessary gravitas.” Setningin stendur þó enn í frétt Washington Post.
Hér má sjá bréf almannatengilsins í heild:
Hi, I’m writing to on behalf of the Government of Iceland. We want to request for the piece, ’Iceland’s government has collapsed because the prime minister’s father wanted to pardon a child molester. What is going on?’ to be taken down due to numerous factual inaccuracies and distortions. The following on the factual inaccuracies: The article says: "had written a letter in support of pardoning and “restoring the honor” of a convicted child molester." And “This pressure has been a social awakening for Iceland’s society, leading to outrage this summer that two convicted child molesters had had their records expunged.” The procedure described does not mean individuals have been pardoned and their criminal records expunged. The process, if it leads to an application being approved, means that an individual who has been convicted of a crime and completed serving their sentence, will have their a civil standing restored enabling the individual to fulfil requirements for certain jobs, various board membership, etc. We would therefore request the sentence to be reworded to: “had written a letter recommending “restored honor” —a provision within the Icelandic judicial system that allows convicted criminals to apply for some jobs in some professions and join a company board—for Hjalti Sigurjón Hauksson, a convicted child molester.” And “This pressure has been a social awakening for Iceland’s society, leading to outrage this summer that two convicted child molesters had their honour restored.” -- The article says: “Benediktsson and other ministers had attempted to cover up the letter of support.” As with previous cases, the final signees on the letter have not been publicly disclosed. We therefore request for the sentence to be removed. -- The article says: “Despite having an elected president with some policymaking authority, Iceland is mostly a parliamentary democracy where coalition governments are common” As the President does not have the mandate to make legislation, we request for the sentence to be removed as he does not hold said policymaking authority. The following statements are distortions: "Grímsson was elected to an unprecedented fifth term in 2012, after claiming his pregnant competitor didn’t have the necessary gravitas." "In the 2009 “pots and pans” revolution, women made up most of the protesters; feminists set up a shadow government as part of the protests." “Women’s protests forced Benediktsson to step down." Should you decide to keep the article up, we request you make the factual changes as soon as possible. Let us know any questions you might have. Best, x.
Athugasemdir