Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gerðu athugasemd við fullyrðingu um þátt kvenna í málinu sem felldi ríkisstjórnina

Al­manna­tengla­skrif­stofa sem starfar fyr­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið reyndi að fá Washingt­on Post til að breyta eða fjar­lægja setn­ingu um þátt kvenna í at­burð­un­um sem leiddu til þess að Bjarni Bene­dikts­son þurfti á end­an­um að biðj­ast lausn­ar og boða til kosn­inga.

Gerðu athugasemd við fullyrðingu um þátt kvenna í málinu sem felldi ríkisstjórnina

Utanríkisráðuneytið beitti sér gegn því, í samstarfi við eitt stærsta almannatengslafyrirtæki heims, að minnst væri á þátt íslenskra kvenna í pistli Washington Post um málið sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra þurfti á endanum að biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt og boða til kosninga.

Þetta sýnir tölvupóstur almannatengils til ritstjórnarskrifstofu blaðsins sem Stundin hefur undir höndum.

Tilefni póstsins er pistill eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum við Brooklyn College, þar sem fjallað er um stjórnmálaástandið á Íslandi og stjórnarslitin frá femínísku sjónarhorni.

Íslenskir fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um þátt brotaþola Roberts Downey og aðstandenda þeirra í málinu sem felldi ríkisstjórnina. 

Þannig birtist t.d. áberandi umfjöllun á Vísi.is undir yfirskriftinni „Fólkið sem felldi ríkisstjórnina“ þar sem tekið var viðtal við fjölskyldu Nínu Rúnar Bergsdóttur, einnar af brotaþolum Roberts Downey sem lék lykilhlutverk í átakinu #höfumhátt.

Kvenréttindafélag Íslands sendi svo frá sér ályktun þann 15. september þar sem því var lýst yfir að ríkisstjórn landsins hefði fallið „vegna þess að kon­ur höfðu hátt“.

Þær Halla Ólöf Jónsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Glódís Tara tóku þátt í druslugöngunni í sumar þegar umfjöllun um mál Roberts Downey stóð sem hæst.

Svo virðist sem íslensk stjórnvöld vilji ekki að þessi túlkun á atburðarás sumarsins nái fótfestu utan landsteina. 

Í pistli Johnson á Washington Post er að finna setninguna “Women’s protests forced Benediktsson to step down” þar sem er linkað í umfjöllun Mbl.is um ályktun Kvenréttindafélagsins, “It was the voices of women that collapsed the government”.

Í tölvupósti almannatengilsins er fullyrt að umrædd setning sé „afbökun“ (distortion). Washington Post sá þó ekki ástæðu til að breyta henni né fjarlægja. Í upphafi tölvupóstsins er farið fram á að greinin í heild sé tekin niður en í framhaldinu eru tilgreind ummæli sem íslenskum stjórnvöldum þykja röng eða villandi.

Ósátt með fullyrðingu um leynd 

Farið er fram á að fullyrðing pistlahöfundar um að Bjarni Benediktsson og fleiri ráðherrar hafi reynt að hylma yfir meðmælabréf föður forsætisráðherra fyrir kynferðisbrotamann verði fjarlægð. 

Sem kunnugt er óskaði Stundin ítrekað eftir upplýsingum um meðmæli Benedikts fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson í september, án árangurs, bæði fyrir og eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að upplýsingaréttur almennings næði til sambærilegra gagna. 

Út frá þeim upplýsingum sem fram hafa komið um mál Hjalta Sigurjóns dró Janet Elise Johnson þá ályktun í pistli sínum – sem er skoðanapistill en ekki hlutlæg eða hlutlaus fréttaumfjöllun – að eins konar yfirhylming (cover-up) hefði átt sér stað í málinu. Washington Post varð ekki við beiðni íslenskra stjórnvalda um að þessi setning yrði fjarlægð. 

Hafði samband fyrir hönd ríkisstjórnarinnar

„Ég skrifa ykkur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands. Við förum fram á að greinin ‘Ríkisstjórn Íslands féll vegna þess að faðir forsætisráðherra vildi að barnaníðingur yrði náðaður. Hvað er í gangi?’ verði fjarlægð vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“ Þannig hefst tölvupósturinn sem ritstjórnarskrifstofu Washington Post barst frá starfsmanni almannatenglaskrifstofunnar Burson Marsteller þann 27. september síðastliðinn.

Utanríkisráðuneytið staðfestir við Stundina að hafa keypt ráðgjöf af fyrirtækinu, einu stærsta og virtasta ráðgjafafyrirtæki heims, vegna vinnu sem miðar að því að vernda orðspor Íslands og leiðrétta rangfærslur í heimspressunni. 

„Hluti starfs Burson-Marsteller er að leiðrétta það sem rangt er farið með, eins og í þessu tilviki, þar sem rangfærslur sem varða uppreist æru og íslenska stjórnskipan birtust í einu virtasta dagblaði heims,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið.

Í tölvupósti almannatengilsins til Washington Post er að finna villandi fullyrðingu. Blaðið er beðið um að fjarlægja eftirfarandi setningu: „Bjarni og aðrir ráðherrar höfðu reynt að hylma yfir meðmælabréfið“. Ástæðan sem almannatengillinn gefur upp er þessi: „Eins og í fyrri málum hefur ekki verið upplýst um það hverjir endanlega undirrituðu bréfið“ (“As with previous cases, the final signees on the letter have not been publicly disclosed”). Sem kunnugt er hafa hins vegar nöfn meðmælenda verið gerð opinber sem og undirritanir bréfa, bæði í máli Hjalta Sigurjóns og annarra. Þær upplýsingar höfðu reyndar verið gerðar aðgengilegar um viku áður en bréfið til Washington Post var sent. 

Vildu vernda orðspor Ólafs Ragnars

Villan sem virðist helst hafa farið fyrir brjóstið á íslenskum stjórnvöldum er sú að í grein Johnson var upphaflega talað um „náðun“ (e. pardon) frekar en uppreist æru (restored honour) og gefið í skyn að barnaníðingar hefðu fengið „hreint sakavottorð“ frekar en „óflekkað mannorð“. 

En það er ýmislegt fleira sem íslensk stjórnvöld vildu láta breyta. Til dæmis eftirfarandi setning um Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands og framkomu hans í garð frambjóðandans Þóru Arnórsdóttur í kosningabaráttunni árið 2012: “Grímsson was elected to an unprecedented fifth term in 2012, after claiming his pregnant competitor didn’t have the necessary gravitas.” Setningin stendur þó enn í frétt Washington Post. 

Hér má sjá bréf almannatengilsins í heild:

Hi, I’m writing to on behalf of the Government of Iceland. We want to request for the piece, ’Iceland’s government has collapsed because the prime minister’s father wanted to pardon a child molester. What is going on?’ to be taken down due to numerous factual inaccuracies and distortions. The following on the factual inaccuracies: The article says: "had written a letter in support of pardoning and “restoring the honor” of a convicted child molester." And “This pressure has been a social awakening for Iceland’s society, leading to outrage this summer that two convicted child molesters had had their records expunged.” The procedure described does not mean individuals have been pardoned and their criminal records expunged. The process, if it leads to an application being approved, means that an individual who has been convicted of a crime and completed serving their sentence, will have their a civil standing restored enabling the individual to fulfil requirements for certain jobs, various board membership, etc. We would therefore request the sentence to be reworded to: “had written a letter recommending “restored honor” —a provision within the Icelandic judicial system that allows convicted criminals to apply for some jobs in some professions and join a company board—for Hjalti Sigurjón Hauksson, a convicted child molester.” And “This pressure has been a social awakening for Iceland’s society, leading to outrage this summer that two convicted child molesters had their honour restored.” -- The article says: “Benediktsson and other ministers had attempted to cover up the letter of support.” As with previous cases, the final signees on the letter have not been publicly disclosed. We therefore request for the sentence to be removed. -- The article says: “Despite having an elected president with some policymaking authority, Iceland is mostly a parliamentary democracy where coalition governments are common” As the President does not have the mandate to make legislation, we request for the sentence to be removed as he does not hold said policymaking authority. The following statements are distortions: "Grímsson was elected to an unprecedented fifth term in 2012, after claiming his pregnant competitor didn’t have the necessary gravitas." "In the 2009 “pots and pans” revolution, women made up most of the protesters; feminists set up a shadow government as part of the protests." “Women’s protests forced Benediktsson to step down." Should you decide to keep the article up, we request you make the factual changes as soon as possible. Let us know any questions you might have. Best, x. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár