„Við erum með staðfest dæmi hér á landi þar sem tanngreiningar hafa ekki gefið rétta niðurstöðu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands. Hún vill að ríkið hætti að senda fylgdarlaus ungmenni í líkamsrannsóknir og að hver einstaklingur verði fremur metinn út frá sinni stöðu heldur en nákvæmum aldri.
Fylgdarlaus börn undir 18 ára aldri njóta mun meiri réttinda en hælisleitendur sem eru eldri en 18 ára. Þau eru sjálfkrafa metin í viðkvæmri stöðu og þá má ekki vísa fylgdarlausu barni úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, svo dæmi séu tekin. Í málum þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eru án áreiðanlegra skilríkja, en segjast vera undir 18 ára aldri, hafa ríki gripið til þess ráðs að láta framkvæma líkamsrannsóknir á einstaklingum til þess að fá úr því skorið hvort viðkomandi sé raunverulega á barnsaldri. Á Íslandi hefur verið stuðst við röntgenrannsóknir á tönnum.
„Við erum með dæmi …
Athugasemdir