Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Flutti að heiman og gekk í sirkusinn

Unn­ur María Máney Berg­sveins­dótt­ir fann lífs­fyll­ingu sína 30 ára í sirk­us­brans­an­um.

Flutti að heiman og gekk í sirkusinn

Þegar hrunið skall á var ég verkefnastjóri hjá Landsbókasafninu og verkefnið mitt var skorið niður um helming. Mér leist ekkert á það að vera áfram við þær kringumstæður, þannig að ég klóraði mér smá í kollinum og hugsaði um mína stöðu. Ég var jú 30 ára, barnlaus og einhleyp, og gat því auðveldlega leigt út íbúðina mína til að fara á vit ævintýranna.

Ég hafði alltaf verið mjög alvarleg, farið að búa ein 16 ára, klárað háskóla- og meistaranám og unnið fullorðinsleg störf, en ég átti engin brennandi áhugamál. Ég furðaði mig alltaf á þessum vinum mínum sem áttu dýr áhugamál sem voru vesen; ég náði ekki hvernig það gat réttlætt að eyða svona miklum tíma og peningum í áhugamál.

Ég fór til Mexíkó í desember 2008 þar sem ég kynntist götulistahópi, og þar atvikaðist það að ég slóst í för með þeim; eftir það var ekkert aftur snúið. Ég flutti aftur heim í ársbyrjun 2012 og er í dag sjálfstætt starfandi sirkuslistakona. Þetta er rosalega mikið hark, en ég hef ofsalega gaman af því að kenna öðrum það sem hefur gert mig svo glaða. Ef ég spái í það, þá er það ekki bara því ég hef gaman af þessu, heldur af því þetta var kannski lífsfyllingin sem mig hafði vantað. Eru ekki allir að leita að svona raison d'être?

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár