Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Flutti að heiman og gekk í sirkusinn

Unn­ur María Máney Berg­sveins­dótt­ir fann lífs­fyll­ingu sína 30 ára í sirk­us­brans­an­um.

Flutti að heiman og gekk í sirkusinn

Þegar hrunið skall á var ég verkefnastjóri hjá Landsbókasafninu og verkefnið mitt var skorið niður um helming. Mér leist ekkert á það að vera áfram við þær kringumstæður, þannig að ég klóraði mér smá í kollinum og hugsaði um mína stöðu. Ég var jú 30 ára, barnlaus og einhleyp, og gat því auðveldlega leigt út íbúðina mína til að fara á vit ævintýranna.

Ég hafði alltaf verið mjög alvarleg, farið að búa ein 16 ára, klárað háskóla- og meistaranám og unnið fullorðinsleg störf, en ég átti engin brennandi áhugamál. Ég furðaði mig alltaf á þessum vinum mínum sem áttu dýr áhugamál sem voru vesen; ég náði ekki hvernig það gat réttlætt að eyða svona miklum tíma og peningum í áhugamál.

Ég fór til Mexíkó í desember 2008 þar sem ég kynntist götulistahópi, og þar atvikaðist það að ég slóst í för með þeim; eftir það var ekkert aftur snúið. Ég flutti aftur heim í ársbyrjun 2012 og er í dag sjálfstætt starfandi sirkuslistakona. Þetta er rosalega mikið hark, en ég hef ofsalega gaman af því að kenna öðrum það sem hefur gert mig svo glaða. Ef ég spái í það, þá er það ekki bara því ég hef gaman af þessu, heldur af því þetta var kannski lífsfyllingin sem mig hafði vantað. Eru ekki allir að leita að svona raison d'être?

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár