Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjálfstæðismenn óttast „flökkusögur“ og segja að lagabreyting í þágu flóttabarna hjálpi glæpamönnum

All­ir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins greiddu at­kvæði gegn frum­varpi um breyt­ingu á út­lend­inga­lög­gjöf­inni í nótt. Full­trú­ar flokks­ins telja „erfitt að sporna við því að flökku­sög­ur fari á kreik um að auð­veld­ara sé að fá hæli hér á landi en áð­ur og að skipu­lögð glæp­a­starf­semi sem ger­ir út á smygl á fólki víli ekki fyr­ir sér að kynda und­ir þá túlk­un“.

Sjálfstæðismenn óttast „flökkusögur“ og segja að lagabreyting í þágu flóttabarna hjálpi glæpamönnum

Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir voru þingfund í nótt greiddu atkvæði gegn frumvarpinu til breytinga á útlendingalögum.

Frumvarpið felur í sér réttarbót fyrir barnafjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi og gæti haft áhrif á afdrif meira en 80 barna.

Í hópi þeirra eru hælisleitendur sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum, svo sem stúlkurnar Hanyie og Mary og fjölskyldan frá Ghana sem fjallað var um fyrr í vikunni.

Byggja á sjónarmiðum lögreglunnar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd telja að nýju lögin geti „aukið hættu á mansali eða smygli á börnum“.

Þá séu þau ekki til þess fallin að auka trúverðugleika stofnana á borð við Útlendingastofnun. Með lögunum sé Alþingi að taka „fram fyrir hendurnar á stjórnsýslunni í einstökum málum“. 

Þetta kemur fram í nefndaráliti minnihlutans, þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Valgerðar Gunnarsdóttur og Vilhjálms Árnasonar en það er að miklu leyti byggt á þeim sjónarmiðum sem fulltrúar lögreglunnar létu í ljós á fundi allsherjar- og menntamálanefndar, annars vegar Jón F. Bjartmarz og Gylfi Gylfason frá ríkislögreglustjóra og hins vegar Alda Hrönn Jóhannsdóttir frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

„... skipulögð glæpastarfsemi sem gerir
út á smygl á fólki víli ekki fyrir sér að
kynda undir þá túlkun“

„Bent var á að þrátt fyrir að um skýrt afmarkaða afturvirka breytingu sé að ræða sé erfitt að sporna við því að flökkusögur fari á kreik um að auðveldara sé að fá hæli hér á landi en áður og að skipulögð glæpastarfsemi sem gerir út á smygl á fólki víli ekki fyrir sér að kynda undir þá túlkun,“ segir í nefndarálitinu.

Engin áætlun gegn mansali komin fram

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur látið sams konar sjónarmið í ljós. „Ef þetta er samþykkt og það spyrst út að hér sé lög­gjöf sem sé sér­sam­in fyr­ir fólk með börn þá hafa vaknað spurn­ing­ar hjá mér og fleiri fagaðilum um hvort það skapi raun­veru­lega hættu á man­sali. Að hingað komi fólk með börn og fái sérmeðferð,“ sagði hún í viðtali við Morg­un­blaðið í gær.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, bregst við orðum ráðherra í Facebook-færslu og skrifar:

Ég hef ítrekað spurt Sigríði Andersen um mansalsmál. Aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali rann út um síðustu áramót. Skv. svari Sigríðar stóð til að hefja endurskoðun áætlunarinnar á miðju þessu ári. Nú er að líða níundi mánuðurinn þar sem engin áætlun er í gildi. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár nefnir mansal ekki á nafn. Engin fjárveiting til að berjast gegn því. Núll krónur. Þá gerist það loksins núna, þegar Sigríður vill halda landinu lokuðu fyrir flóttafólki, að baráttan gegn mansali kemst efst á forgangslistann hjá henni. Sýnir þetta pólitíska forgangsröðun í þágu baráttunnar gegn mansali, eða eitthvað annað?

Kristjana Fenger, sem starfað hefur sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum, tekur í sama streng á Twitter. „Áhugavert að ráðherra sem setur 0 kr. í baráttunni gegn mansali á fjárlög og hefur ekki gert nýja aðgerðaráætlun í að verða ár hafi skyndilega áhuga og áhyggjur af mögulegu mansali sem fylgifiski nýrra laga,“ skrifar hún.

Frumvarpið samþykkt í nótt

Lagabreytingarnar sem samþykktar voru í nótt taka til barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hérlendis fyrir gildistöku laganna og ekki yfirgefið landið. Frumvarpið felur í sér tvær meginbreytingar. Annars vegar þurfa nú aðeins að líða 9 mánuðir frá því að umsókn barns um alþjóðlega vernd berst, í stað 12 mánaða, til að stjórnvöldum beri að taka umsóknina til efnismeðferðar.

Jafnframt er stjórnvöldum nú heimilt að veita barni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef það hefur ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 15 mánaða, en áður hefur verið miðað við 18 mánuði í þessum efnum. „Jafnframt væri þá almennt eðlilegt að veita foreldrum sem fara með forsjá barnsins, og eftir atvikum systkinum, dvalarleyfi á grundvelli 1. mgr. 74. gr. laganna til að tryggja einingu fjölskyldunnar, að uppfylltum öðrum skilyrðum,“ segir í greinargerð frumvarpsins.  

Greidd voru atkvæði um frumvarpið eftir þriðju umræðu rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins studdu frumvarpið. Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Haraldur Benediktsson, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Sigríður Á. Andersen, Teitur Björn Einarsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár