„Lögreglan á erfitt með að loka þessari vefsíðu, en það er mögulegt fyrir lögregluna að segja okkur að loka léninu,“ segir Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins ISNIC sem sér um utanumhald og skráningu á lénum sem enda á .is, aðspurður um hvaða aðgerðir fyrirtækið hefur gripið til út af skráningu nýnasistasíðunnar The Daily Stormer. Jens segir að fyrirtækið hafi bent ríkislögreglustjóra á skráninguna á síðunni og beðið hana um að taka ákvörðun um það hvort leyfa beri lénið eða ekki. MBl.is sagði fyrst frá málinu og hefur Grapevine einnig fjallað talsvert um það.
Hatursáróður er lögbrot
Dreifing á hatursáróðri gegn fólki á grundvelli þjóðernis eða kynþáttar er bönnuð samkvæmt lögum á Íslandi og þarf lögreglan því að taka mið af því þegar metið er hvort efnið á síðunni feli í sér lögbrot eða ekki. „Við beinum bara þeirri fyrirspurn til lögreglunnar um hvort þarna sé um að ræða atvik sem …
Athugasemdir