Hafrannsóknastofnun, ríkisrekin stofnun sem rannsakar meðal annars áhrif fiskveiða og fiskeldis á lífríki sjávar, hefur bæði þegið greiðslur frá hagsmunasamtökum laxeldisfyrirtækja á Íslandi og eins frá veiðifélagi laxveiðiárinnar Langadalsár í Ísafjarðardjúpi. Í báðum tilfellum eru greiðslurnar fyrir vinnu sem stofnunin innir af hendi fyrir viðkomandi aðila. Um er að ræða vinnu sem tengist mati á áhrifum fiskeldis á lífríki Íslands.
„Sérstaklega er Sigurður Guðjónsson forstjóri vanhæfur til þess að taka þátt og stýra gerð áhættumatsins“
Héraðsfréttablaðið Vestfirðir gerði vinnu Hafrannsóknastofnunar fyrir veiðifélag Langadalsár að umtalsefni í blaðinu í lok ágúst og sagði Kristinn Gunnarsson, ritstjóri blaðsins, þá í leiðara að Hafrannsóknastofnun væri vanhæf til að gefa álit á „sambúð laxeldis og laxveiða“ vegna fjárhagslegra tengsla við veiðifélög í íslenskum laxveiðiám. Hafrannsóknastofnun skilaði nýlega skýrslu um laxeldi í Ísafjarðardjúpi þar sem lagst var gegn því að laxeldi með frjóum löxum yrði í Ísafjarðardjúpi og má segja að miðað við orð Kristins …
Athugasemdir