„Góður vinur minn féll frá fyrir stuttu eftir langa baráttu við veikindi. Hún hafði verið kennari minn í háskólanum, og verið mikill áhrifavaldur á líf mitt. Það var hún sem kom mér í lærlingsstöður þegar ég reyndi að hætta í skólanum. Þegar ég streittist við, fann hún námsstyrki fyrir mig til að halda áfram. Eftir að ég lauk náminu réð hún mig sem aðstoðarmann svo ég þyrfti ekki að vinna 20 mismunandi störf til að geta stundað list mína. Enn þann dag í dag skil ég ekki hvaðan þessi óbilandi trú hennar á mér kom.
Hún var mér lærifaðir, vinur, foreldri, umönnunaraðili, og fleira. Þegar hún veiktist þurfti ég að berjast fyrir því að sjá hana aftur, en þá sá ég hvað hún hafði visnað mikið. Ég hjálpaði henni að halda áfram vinnu sinni, en starfið fór meira að snúast um umönnun, að ná í lyf hennar, viðra hundinn hennar, og allt það sem hún hafði ekki heilsu í.
Þegar við sáum að það væri ennþá opið fyrir umsóknir í meistaranám Listaháskóla Íslands hvatti hún mig til að sækja um. Umsóknin var skrifuð í gamni, en síðan komst ég inn og ákvað að fara.
Hún féll frá stuttu eftir jólin. Vinir og kynslóðir af nemendum hennar mættu í erfisdrykkjuna til að fagna lífi hennar; það voru haldnar ræður, tónlist flutt, list sýnd, og mikil hamingja. En ég fór ekki, því eftir allt saman held ég að hún hefði frekar viljað að ég væri eftir og einbeitti mér að náminu.“
Athugasemdir