Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hún er ástæðan fyrir því að ég er sú sem ég er

Ju­lia­ne Foronda flutti í fyrra frá Kan­ada til að stunda meist­ara­nám í Lista­há­skóla Ís­lands. Lærifað­ir henn­ar féll frá skömmu síð­ar og miss­ir­inn hef­ur reynst henni þung­bær.

Hún er ástæðan fyrir því að ég er sú sem ég er

„Góður vinur minn féll frá fyrir stuttu eftir langa baráttu við veikindi. Hún hafði verið kennari minn í háskólanum, og verið mikill áhrifavaldur á líf mitt. Það var hún sem kom mér í lærlingsstöður þegar ég reyndi að hætta í skólanum. Þegar ég streittist við, fann hún námsstyrki fyrir mig til að halda áfram. Eftir að ég lauk náminu réð hún mig sem aðstoðarmann svo ég þyrfti ekki að vinna 20 mismunandi störf til að geta stundað list mína. Enn þann dag í dag skil ég ekki hvaðan þessi óbilandi trú hennar á mér kom.

Hún var mér lærifaðir, vinur, foreldri, umönnunaraðili, og fleira. Þegar hún veiktist þurfti ég að berjast fyrir því að sjá hana aftur, en þá sá ég hvað hún hafði visnað mikið. Ég hjálpaði henni að halda áfram vinnu sinni, en starfið fór meira að snúast um umönnun, að ná í lyf hennar, viðra hundinn hennar, og allt það sem hún hafði ekki heilsu í.

Þegar við sáum að það væri ennþá opið fyrir umsóknir í meistaranám Listaháskóla Íslands hvatti hún mig til að sækja um. Umsóknin var skrifuð í gamni, en síðan komst ég inn og ákvað að fara.

Hún féll frá stuttu eftir jólin. Vinir og kynslóðir af nemendum hennar mættu í erfisdrykkjuna til að fagna lífi hennar; það voru haldnar ræður, tónlist flutt, list sýnd, og mikil hamingja. En ég fór ekki, því eftir allt saman held ég að hún hefði frekar viljað að ég væri eftir og einbeitti mér að náminu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár