Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hún er ástæðan fyrir því að ég er sú sem ég er

Ju­lia­ne Foronda flutti í fyrra frá Kan­ada til að stunda meist­ara­nám í Lista­há­skóla Ís­lands. Lærifað­ir henn­ar féll frá skömmu síð­ar og miss­ir­inn hef­ur reynst henni þung­bær.

Hún er ástæðan fyrir því að ég er sú sem ég er

„Góður vinur minn féll frá fyrir stuttu eftir langa baráttu við veikindi. Hún hafði verið kennari minn í háskólanum, og verið mikill áhrifavaldur á líf mitt. Það var hún sem kom mér í lærlingsstöður þegar ég reyndi að hætta í skólanum. Þegar ég streittist við, fann hún námsstyrki fyrir mig til að halda áfram. Eftir að ég lauk náminu réð hún mig sem aðstoðarmann svo ég þyrfti ekki að vinna 20 mismunandi störf til að geta stundað list mína. Enn þann dag í dag skil ég ekki hvaðan þessi óbilandi trú hennar á mér kom.

Hún var mér lærifaðir, vinur, foreldri, umönnunaraðili, og fleira. Þegar hún veiktist þurfti ég að berjast fyrir því að sjá hana aftur, en þá sá ég hvað hún hafði visnað mikið. Ég hjálpaði henni að halda áfram vinnu sinni, en starfið fór meira að snúast um umönnun, að ná í lyf hennar, viðra hundinn hennar, og allt það sem hún hafði ekki heilsu í.

Þegar við sáum að það væri ennþá opið fyrir umsóknir í meistaranám Listaháskóla Íslands hvatti hún mig til að sækja um. Umsóknin var skrifuð í gamni, en síðan komst ég inn og ákvað að fara.

Hún féll frá stuttu eftir jólin. Vinir og kynslóðir af nemendum hennar mættu í erfisdrykkjuna til að fagna lífi hennar; það voru haldnar ræður, tónlist flutt, list sýnd, og mikil hamingja. En ég fór ekki, því eftir allt saman held ég að hún hefði frekar viljað að ég væri eftir og einbeitti mér að náminu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár