Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hún er ástæðan fyrir því að ég er sú sem ég er

Ju­lia­ne Foronda flutti í fyrra frá Kan­ada til að stunda meist­ara­nám í Lista­há­skóla Ís­lands. Lærifað­ir henn­ar féll frá skömmu síð­ar og miss­ir­inn hef­ur reynst henni þung­bær.

Hún er ástæðan fyrir því að ég er sú sem ég er

„Góður vinur minn féll frá fyrir stuttu eftir langa baráttu við veikindi. Hún hafði verið kennari minn í háskólanum, og verið mikill áhrifavaldur á líf mitt. Það var hún sem kom mér í lærlingsstöður þegar ég reyndi að hætta í skólanum. Þegar ég streittist við, fann hún námsstyrki fyrir mig til að halda áfram. Eftir að ég lauk náminu réð hún mig sem aðstoðarmann svo ég þyrfti ekki að vinna 20 mismunandi störf til að geta stundað list mína. Enn þann dag í dag skil ég ekki hvaðan þessi óbilandi trú hennar á mér kom.

Hún var mér lærifaðir, vinur, foreldri, umönnunaraðili, og fleira. Þegar hún veiktist þurfti ég að berjast fyrir því að sjá hana aftur, en þá sá ég hvað hún hafði visnað mikið. Ég hjálpaði henni að halda áfram vinnu sinni, en starfið fór meira að snúast um umönnun, að ná í lyf hennar, viðra hundinn hennar, og allt það sem hún hafði ekki heilsu í.

Þegar við sáum að það væri ennþá opið fyrir umsóknir í meistaranám Listaháskóla Íslands hvatti hún mig til að sækja um. Umsóknin var skrifuð í gamni, en síðan komst ég inn og ákvað að fara.

Hún féll frá stuttu eftir jólin. Vinir og kynslóðir af nemendum hennar mættu í erfisdrykkjuna til að fagna lífi hennar; það voru haldnar ræður, tónlist flutt, list sýnd, og mikil hamingja. En ég fór ekki, því eftir allt saman held ég að hún hefði frekar viljað að ég væri eftir og einbeitti mér að náminu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár