Alexandra Sif Herleifsdóttir bjó í fremur litlu bæjarfélagi þar sem hún var lögð í einelti frá því að hún var 10 ára gömul og stóð eineltið yfir í þrjá vetur.
„Þetta var mjög mikið andlegt ofbeldi; ég var skilin út undan og þegar ég settist niður þá stóð fólk upp og labbaði í burtu. Það voru búnar til alls konar sögusagnir um mig, ég var lamin í tvígang og einu sinni tekin hálstaki.“
Úrræði voru fá eða engin og vegna eineltisins flutti Alexandra ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur þegar hún var 13 ára.
„Mér líður ekki vel ef ég sé í dag þá sem lögðu mig í einelti. Þetta situr ennþá fast í mér og ég er ennþá með efasemdir um sjálfa mig út af eineltinu. Þetta fylgir mér alltaf.“
Í afneitun
Alexandra segir að þegar hún fór að finna fyrir miklu álagi þegar hún komst á fullorðinsár hafi …
Athugasemdir