Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segist hafa verið beittur þrýstingi af stjórnendum Kynnisferða vegna Hjalta

Sveinn Eyj­ólf­ur Matth­ías­son, sem starf­aði sem verk­efna­stjóri hjá Kynn­is­ferð­um um ára­bil, seg­ir að fyrr­ver­andi stjórn­ar­formað­ur og fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins hafi beitt sig þrýst­ingi í máli Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar, dæmds kyn­ferð­is­brota­manns sem fékk upp­reist æru í fyrra.

Segist hafa verið beittur þrýstingi af stjórnendum Kynnisferða vegna Hjalta

Sveinn Eyjólfur Matthíasson, sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Kynnisferðum um árabil, segir að fyrrverandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafi beitt sig þrýstingi í máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru í fyrra

Kynnisferðir eru meðal annars í eigu foreldra, föðurbróður, systkina og frændsystkina Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. 

Athygli hefur vakið að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna og einn af eigendum Kynnisferða, skrifaði meðmæli fyrir Hjalta Sigurjón. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa þeir Benedikt þekkst í mörg ár og héldu sambandi eftir að Hjalti var dæmdur fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni.

Hjalta var sagt upp störfum sem bifreiðastjóri hjá Kynnisferðum árið 2013 eftir að umræða vaknaði um að hann hefði hlotið dóm fyrir barnaníð.

„Þáverandi framkvæmdastjóri fór í kjölfarið fram á það við mig að hann yrði endurráðinn. Þeim fyrirmælum neitaði ég að fylgja,“ segir í yfirlýsingu sem Sveinn Eyjólfur sendi fjölmiðlum rétt í þessu. 

Þá kemur fram að síðar hafi framkvæmdastjórinn spurt Svein Eyjólf og aðra starfsmenn „hvort ekki væri eitthvað sem [þeir gætu] gert fyrir Hjalta Sigurjón“ en þeir ekki talið það ráðlegt. Í kjölfarið hafi þáverandi stjórnarformaður fyrirtækisins farið þess á leit við Svein að hann skrifaði meðmælabréf fyrir Hjalta.

Sveinn segist ekki hafa orðið við því, en síðar hafi Hjalti sjálfur komið til sín með tilbúið bréf um að hann væri stundvís og góður bílstjóri. „Þetta stutta meðmælabréf var sannleikanum samkvæmt. Sökum þess þrýstings sem ég hafði verið beittur af yfirmönnum mín mínum skrifaði ég undir það,“ segir í yfirlýsingu Sveins Eyjólfs.

„Það bréf var ætlað til stuðnings umsóknar hans um starf hjá olíudreifingarfyrirtæki og lofaði hann því að bréfið yrði ekki notað til umsóknar um önnur störf. Afrit af meðmælabréfinu sem Hjalti Sigurjón skilaði inn vegna umsóknar sinnar um uppreist æru barst mér ekki fyrr en laugardaginn 16. september s.l. frá ráðuneytsistjóra dómsmálaráðuneytsins. Ég ritaði ekki undir það meðmælabréf og kannast ekki við þá umsögn sem mér er ætluð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár