Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Villandi málflutningur dómsmálaráðherra

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra þræt­ir fyr­ir að ráðu­neyt­ið hafi far­ið á svig við upp­lýs­inga­lög með því að neita fjöl­miðl­um og brota­þol­um um upp­lýs­ing­ar sem upp­lýs­inga­rétt­ur al­menn­ings nær til.

Villandi málflutningur dómsmálaráðherra
Sigríður Andersen Dómsmálaráðherra ákvað að ekki yrðu veittar upplýsingar um veitingu uppreistar æru, en úrskurðarnefnd um upplýsingamál var ósammála því að gögnin ættu að fara leynt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur látið að því liggja í viðtölum að dómsmálaráðuneytið hafi falið úrskurðarnefnd um upplýsingamál að skera úr um hvort eðlilegt væri að birta upplýsingar um mál manna sem fengið hafa uppreist æru.

Hið rétta er að ráðuneytið synjaði fjölmiðlum og brotaþolum Roberts Downey um gögn sem nú liggur fyrir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur almenning eiga rétt á samkvæmt upplýsingalögum. 

Það var Alma Ómarsdóttir, fréttakona á RÚV, sem kærði ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um synjun upplýsingabeiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Dómsmálaráðuneytið var ekki hlutlaus áhorfandi að málinu heldur útskýrði og varði þá ákvörðun sína fyrir úrskurðarnefndinni að hafa synjað beiðni RÚV um gögnin.

Í umsögn ráðuneytisins vegna málsins er því haldið fram að „öll gögnin [hafi] að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar“ sem undanþegnar séu upplýsingarétti almennings. Þannig taldi ráðuneytið að það væri brot gegn 8. tl. 2. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og 9. gr. upplýsingalaga að afhenda umræddar upplýsingar.

Upplýsti Bjarna þrátt fyrir afstöðu ráðuneytisins

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem sjálfur er reyndur lögmaður og sérfræðingur á sviði refsiréttar, hefur gefið þær skýringar á leynd stjórnvalda að það geti varðað refsiábyrgð að afhenda persónuupplýsingar sem leynt eiga að fara samkvæmt lögum.

Þrátt fyrir skýra afstöðu ráðuneytisins ákvað Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að upplýsa forsætisráðherra um nafn eins af meðmælendum Hjalta Sigurjóns Haukssonar í lok júlí.

Sjálfur var Bjarni ekki aðili að málinu og átti ekki rétt á að fá slíkar upplýsingar samkvæmt þeirri lagatúlkun dómsmálaráðuneytisins sem kemur fyrir í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 

Hafnar því ranglega að hafa farið á svig við upplýsingalög

„Við töldum okkur ekki heimilt að afhenda öll þau gögn og fórum þá leið, sem er lögum samkvæmt, og RÚV, að fá úrskurð frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem féllst á sjónarmið ráðuneytisins að því leyti að ekki væri hægt að birta gögnin eins og þau koma fyrir,“ sagði Sigríður Andersen í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær. Sem fyrr segir er rangt að ráðuneytið hafi sjálft farið þá leið að fá úrskurð frá úrskurðarnefnd.

BlaðamannafundurBjarni talaði við fjölmiðla í Valhöll í dag, að viðstöddum nokkrum ráðherrum og þingmönnum.

Sigríður hafnaði því í viðtali við Stöð 2 að hafa farið á svig við upplýsingalög með því að synja upplýsingabeiðnum um mál Roberts Downey og meðmælendur hans.

„Ég hjó eftir því í fréttunum að talað er um leyndarhyggju og að dómsmálaráðuneytið hafi farið á svig við upplýsingalög. Það er auðvitað ekki rétt,“ sagði Sigríður.

„Í júní fengum við ósk um gögn í máli Roberts Downey og tókum ákvörðun um það, ráðuneytið, lögum samkvæmt að neita því, vegna þess að í þeim kynnu að vera ákveðnar persónulegar upplýsingar sem lögum samkvæmt þurfa að fara leynt.“ 

Hið rétta er að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að dómsmálaráðuneytið hefði gengið lengra í upplýsingaleynd en eðlilegt væri samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár