Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Villandi málflutningur dómsmálaráðherra

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra þræt­ir fyr­ir að ráðu­neyt­ið hafi far­ið á svig við upp­lýs­inga­lög með því að neita fjöl­miðl­um og brota­þol­um um upp­lýs­ing­ar sem upp­lýs­inga­rétt­ur al­menn­ings nær til.

Villandi málflutningur dómsmálaráðherra
Sigríður Andersen Dómsmálaráðherra ákvað að ekki yrðu veittar upplýsingar um veitingu uppreistar æru, en úrskurðarnefnd um upplýsingamál var ósammála því að gögnin ættu að fara leynt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur látið að því liggja í viðtölum að dómsmálaráðuneytið hafi falið úrskurðarnefnd um upplýsingamál að skera úr um hvort eðlilegt væri að birta upplýsingar um mál manna sem fengið hafa uppreist æru.

Hið rétta er að ráðuneytið synjaði fjölmiðlum og brotaþolum Roberts Downey um gögn sem nú liggur fyrir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur almenning eiga rétt á samkvæmt upplýsingalögum. 

Það var Alma Ómarsdóttir, fréttakona á RÚV, sem kærði ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um synjun upplýsingabeiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Dómsmálaráðuneytið var ekki hlutlaus áhorfandi að málinu heldur útskýrði og varði þá ákvörðun sína fyrir úrskurðarnefndinni að hafa synjað beiðni RÚV um gögnin.

Í umsögn ráðuneytisins vegna málsins er því haldið fram að „öll gögnin [hafi] að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar“ sem undanþegnar séu upplýsingarétti almennings. Þannig taldi ráðuneytið að það væri brot gegn 8. tl. 2. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og 9. gr. upplýsingalaga að afhenda umræddar upplýsingar.

Upplýsti Bjarna þrátt fyrir afstöðu ráðuneytisins

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem sjálfur er reyndur lögmaður og sérfræðingur á sviði refsiréttar, hefur gefið þær skýringar á leynd stjórnvalda að það geti varðað refsiábyrgð að afhenda persónuupplýsingar sem leynt eiga að fara samkvæmt lögum.

Þrátt fyrir skýra afstöðu ráðuneytisins ákvað Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að upplýsa forsætisráðherra um nafn eins af meðmælendum Hjalta Sigurjóns Haukssonar í lok júlí.

Sjálfur var Bjarni ekki aðili að málinu og átti ekki rétt á að fá slíkar upplýsingar samkvæmt þeirri lagatúlkun dómsmálaráðuneytisins sem kemur fyrir í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 

Hafnar því ranglega að hafa farið á svig við upplýsingalög

„Við töldum okkur ekki heimilt að afhenda öll þau gögn og fórum þá leið, sem er lögum samkvæmt, og RÚV, að fá úrskurð frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem féllst á sjónarmið ráðuneytisins að því leyti að ekki væri hægt að birta gögnin eins og þau koma fyrir,“ sagði Sigríður Andersen í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær. Sem fyrr segir er rangt að ráðuneytið hafi sjálft farið þá leið að fá úrskurð frá úrskurðarnefnd.

BlaðamannafundurBjarni talaði við fjölmiðla í Valhöll í dag, að viðstöddum nokkrum ráðherrum og þingmönnum.

Sigríður hafnaði því í viðtali við Stöð 2 að hafa farið á svig við upplýsingalög með því að synja upplýsingabeiðnum um mál Roberts Downey og meðmælendur hans.

„Ég hjó eftir því í fréttunum að talað er um leyndarhyggju og að dómsmálaráðuneytið hafi farið á svig við upplýsingalög. Það er auðvitað ekki rétt,“ sagði Sigríður.

„Í júní fengum við ósk um gögn í máli Roberts Downey og tókum ákvörðun um það, ráðuneytið, lögum samkvæmt að neita því, vegna þess að í þeim kynnu að vera ákveðnar persónulegar upplýsingar sem lögum samkvæmt þurfa að fara leynt.“ 

Hið rétta er að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að dómsmálaráðuneytið hefði gengið lengra í upplýsingaleynd en eðlilegt væri samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár