Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Brynjar þekkti meðmælanda Roberts Downey þegar hann stýrði fundi um málið

Brynj­ar Ní­els­son, formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, teng­ist með­mæl­anda Roberts Dow­ney, en hann skip­aði sama fót­boltalið og Hall­dór Ein­ars­son auk þess sem þeir unnu sam­an. Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar gekk út af fundi um máls­með­ferð­ina án þess að kynna sér gögn sem lögð voru fram á fund­in­um, með­al ann­ars um með­mæl­end­ur Roberts. Í lok fund­ar­ins lýsti formað­ur Pírata yf­ir van­trausti á Brynj­ar.

Brynjar þekkti meðmælanda Roberts Downey þegar hann stýrði fundi um málið
Mynd í dreifingu Brynjar Níelsson á mynd með Halldóri Einarssyni, einum meðmælenda Róberts Downey. Halldór kvaðst þekkja Róbert í gegnum fótboltann.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þekkir Halldór Einarsson, einn meðmælanda Roberts Downey. Þetta staðfestir Brynjar í samtali við Stundina. „Já, við þekkjumst við Halldór, aðallega vegna þess að ég vann fyrir hann mikið hér áður. Þannig við erum búnir að þekkjast lengi við Halldór.“

 „Við erum búnir að þekkjast lengi við Halldór“

Mynd þar sem þeir Halldór og Brynjar skipa sama fótboltalið hefur gengið um samfélagsmiðla. Myndin er frá því að Old-boys lið Vals lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Brynjar var þá enn að spila fótbolta en Halldór var titlaður „manager“ liðsins.

Í samtali við Vísi sagðist Halldór þekkja Robert Downey í gegnum fótboltann. Aðspurður segist Brynjar ekki hafa kynnst Roberti þar, líkt og Halldóri. „Nei, við erum sitthvor kynslóðin í fótboltanum. Ég þekki hann ekki úr fótboltanum,“ segir Brynjar. „Þeir eru einhverjir æskuvinir úr fótboltanum, en ég er alveg fimmtán árum yngri.“

Vantreysti Brynjari í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um málsmeðferðina varðandi uppreist æru Roberts þann 14. ágúst. Að fundi loknum lýsti Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vantrausti á formanninn vegna framgöngu hans á fundinum.

„Þessu var stillt upp þannig að það væru ein­hverjar heilsu­far­s­upp­lýs­ing­ar sem væru bundn­ar lög­um um trúnað; per­sónu­vernd­ar­á­kvæði. Svo kom í ljós að þetta er allt mjög al­mennt“

„Þessu var stillt upp þannig að það væru ein­hverj­ar heilsu­far­s­upp­lýs­ing­ar sem væru bundn­ar lög­um um trúnað; per­sónu­vernd­ar­á­kvæði. Svo kom í ljós að þetta er allt mjög al­mennt en það er búið að binda okk­ur í minni­hlut­an­um þannig trúnaði að við erum að brjóta lög ef við upp­lýs­um um hverj­ir þess­ir meðmæl­end­ur eru,“ sagði Birgitta í sam­tali við mbl.is á þeim tíma. Hún greindi síðan frá því í viðtali við Morgunútvarpið í morgun að hún hefði lagt til að strikað yrði yfir allar upplýsingar sem gætu orkað tvímælis en því hefði verið hafnað.

Þá kom í ljós að nefndin hefði kallað eftir þessum upplýsingum og fengið, en þar sem Brynjar hefði ekki fylgst með pósthólfinu sínu var fundurinn ekki haldinn fyrr en mánuði síðar.

Meirihlutinn gekk út af fundinum 

Athygli vakti að meirihluti nefndarinnar, þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar, gekk út af fundinum og neitaði að skoða gögnin, sem nefndin hafði kallað eftir og voru lögð fram á fundinum, þar á meðal upplýsingar um hina valinkunnu menn sem veittu Roberti meðmæli. „Ég skil ekki al­veg hvað er í gangi og fyrst þau hafa ekki séð þessi bréf þá geta þau vænt­an­lega ekki verið á fund­um. Við þurf­um að kalla eft­ir áliti lög­manns Alþing­is og for­sæt­is­nefnd­ar hvort þau geta setið á fund­um þar sem við erum að ræða við ráðuneytið um spurn­ing­ar sem vakna við lest­ur bréf­anna,“ sagði Birgitta.

Hildur Sverrrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og einn fulltrúi hans í eftirlits- og stjórnskipunarnefnd, skýrði þá afstöðu sína að ganga út af fundinum með því að hún þyrfti ekki að sjá „þessi svokölluðu meðmælabréf til að taka efnislega afstöðu til málsins“ eins og það liti út gagnvart nefndinni.

„Uppá­kom­an í nefnd­inni í gær virk­ar furðuleg. Hún þarfn­ast skýr­inga og ég skil ekki þau rök sem komið hafa fram.“

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem nú hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfinu gagnrýndi þessa uppákomu á sínum tíma. „Uppá­kom­an í nefnd­inni í gær virk­ar furðuleg. Hún þarfn­ast skýr­inga og ég skil ekki þau rök sem komið hafa fram.“

Spurði hvort Brynjar væri vanhæfur

Tveimur dögum síðar varpaði Bergur Þór Ingólfsson, faðir Nínu Rúnar Bergsdóttur, þolanda Downey, fram þeirri spurningu hvort Brynjar væri vanhæfur til þess að stýra stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í þessu máli vegna tengsla við Robert Downey. Þá hafði hann fundið gamlar fréttir þess efnis að Brynjar Níelsson væri lögmaður nektardansstaðarins Bóhem, líkt og Robert hafði verið áður en hann var dæmdur í fangelsi. Bætti hann því við að málflutningur Brynjars í málinu hefði verið þolendum Roberts þungbær.

„Af hálfu brotaþola hefur þessi málflutningur verið óþolandi, íþyngjandi og skert lífsgæði þeirra“

„Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis, hefur að mínu mati gert lítið úr glæpum Róberts Árna Hreiðarssonar í fjölmiðlum og um leið smættað afleiðingar þeirra,“ sagði Bergur. „Af hálfu brotaþola hefur þessi málflutningur verið óþolandi, íþyngjandi og skert lífsgæði þeirra.“

Í samtali við DV sagði Brynjar að þetta væri bara „rugl umræða“. „Ég þekki bara Róbert nánast ekki neitt, nema að hann er bara lögmaður og menn heilsast á förnum vegi. Málið snýst heldur ekkert um Róbert. Það snýst bara um uppreisn æru. Kommon, þetta bara rugl, að vera velta þessu upp,“ sagði Brynjar, án þess að láta þess getið að hann þekkti einn meðmælanda Roberts Downey. 

Stjórnvöld leyndu upplýsingunum 

Þolendur Roberts og aðstandendur þeirra óskuðu ítrekað eftir því að fá upplýsingar um hina valinkunnu menn og það ferli sem lá að baki því að veita honum uppreist æru. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafnaði því hins vegar að veita þessar upplýsingar. Úrskuðarnefnd upplýsinganefndar komst síðan að þeirri niðurstöðu að ráðuneytið ætti að veita þessar upplýsingar.

Sama dag og niðurstaða úrskurðarnefndar lá fyrir afhenti ráðuneytið gögnin í máli Roberts en svaraði enn ekki fyrirspurnum Stundarinnar um mál Hjalta, þrátt fyrir að Stundin hafi ítrekað óskað eftir þessum gögnum í gegnum síma, tölvupósti og heimsóknir í ráðuneytið.

Í gær greindu Stundin og Vísir frá því að faðir forsætisráðherra hefði verið einn þeirra sem veittu öðrum barnaníðingi, Hjalta Sigurjóni Haukssyni, meðmæli þegar honum var veitt uppreist æru sama dag og Robert Downey.

Í kjölfarið viðurkenndi dómsmálráðherra í Íslandi í dag að hún hefði greint Bjarna Benediktssyni einum frá því í júlí að faðir hans væri einn meðmælanda Hjalta.

Bjarni hafði því vitneskju um það þegar meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundinum í ágúst og neitaði að skoða upplýsingar um meðmælendur Downey, með þeim skýringum að þær upplýsingar skiptu ekki máli.

Brynjar var verjandi Hjalta 

Í viðtali við Kastljós í gær greindi Brynjar svo frá því að hann hefði einhvern tímann verið verjandi Hjalta. Þegar hann var spurður að því hvort það væri ekki erfið staða fyrir hann að stýra fundum nefndarinnar og hugsanlega rannsókn á þessu máli vegna þess að um væri að ræða samflokksmenn hans svaraði hann: 

„Ef ég man rétt þá held ég að ég hafi meira að segja varið þennan Hjalta“

„Nei, nei, ég er alveg viss um það að ég hef verið skipaður verjandi eitthvað af þessum mönnum sem þarna eru. Ef ég man rétt þá held ég að ég hafi meira að segja varið þennan Hjalta einhvern tímann, svo það sé bara upplýst. Við vorum aldrei að skoða einstök mál. Við vorum að skoða framkvæmd á þessum málum. Það er það sem við vorum að gera, höfum gert og erum enn að. Þá var umræðan svolítið mikil um þetta einstaka mál Robert Downey, við erum ekki að ræða hér einstakt mál, við erum að ræða hvernig þetta er framkvæmt.“

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í nefndinni sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að Brynjari væri ekki stætt að leiða nefndina áfram. „Mér þykir ein­boðið í ljósi tíðinda dags­ins að Brynj­ar Níels­son get­ur ekki verið verk­stjóri þess­ar­ar vinnu áfram.“

Þá sagði hún að þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að veita framkvæmdarvaldinu eftirlit þyrfti forysta hennar að vera hafin yfir allan vafa. Eðlilegast væri að henni væri stýrt af stjórnarandstöðunni. Á það hefur Birgitta einnig bent. 

Fundað um endalokinBjarni Benediktsson á leið inn á fund með samflokksmönnum sínum í dag.

Stjórnarsamstarfinu slitið vegna trúnaðarbrests

Á stjórnarfundi Bjartar framtíðar í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu vegna trúnaðarbrests af hálfu dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.

„Kerfi sem ein­kenn­ist af leynd­ar­hyggju og stend­ur vörð um of­beld­is­menn en ekki fórn­ar­lömb er meingallað“ 

Bjarni hafði þá veitt formönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Óttarri Proppé og Benedikti Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, þær upplýsingar að faðir hans hefði veitt meðmæli í máli tengdu uppreist æru, án þess að greina nánar frá því hvaða máli meðmælin tengdust. Það var á mánudag sem Bjarni greindi þeim frá því, sama dag og úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að þessi gögn ættu að vera opinber. 

„Kerfi sem ein­kenn­ist af leynd­ar­hyggju og stend­ur vörð um of­beld­is­menn en ekki fórn­ar­lömb er meingallað og djúp­stæð von­brigði þjóðar­inn­ar með viðbrögð stjórn­valda í þess­um mál­um er eitt­vað sem við verðum að taka mjög al­var­lega,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra úr röðum Viðreisnar, í morgun og bætti því við að boða yrði til kosninga sem fyrst.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Uppreist æru

„Við erum ennþá meðvirk með spillingunni“
MenningUppreist æru

„Við er­um enn­þá með­virk með spill­ing­unni“

Karl Ág­úst Úlfs­son er einn ást­sæl­asti leik­ari og höf­und­ur þjóð­ar­inn­ar. Hann hef­ur lát­ið sig sam­fé­lags­mál varða í ára­tugi, fyrst á vett­vangi Spaug­stof­unn­ar, sem valda­menn töldu að væri á mála hjá óvin­veitt­um öfl­um. Hann seg­ir að sig svíði þeg­ar níðst er á lít­il­magn­an­um og hvernig feðra­veld­ið verji sig þeg­ar kyn­ferð­is­legt of­beldi kemst á dag­skrá. Ný bók hans, Átta ár á sam­visk­unni, er safn smá­sagna um fólk í sál­ar­háska.
Vaknaði af martröð um Róbert Downey þegar rannsókn var hætt á minnisbók með nöfnum stúlkna
FréttirUppreist æru

Vakn­aði af mar­tröð um Ró­bert Dow­ney þeg­ar rann­sókn var hætt á minn­is­bók með nöfn­um stúlkna

Minn­is­bók Ró­berts Dow­ney með nöfn­um 335 stúlkna verð­ur ekki rann­sök­uð frek­ar af lög­reglu, þar sem ekki hefðu fund­ist næg­ar vís­bend­ing­ar um að brot hefðu ver­ið fram­in, og þau væru fyrnd ef svo væri. Gló­dís Tara Fann­ars­dótt­ir, ein þeirra sem hann braut gegn og var skráð í minn­is­bók­inni, mót­mæl­ir harð­lega.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
4
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Með minnisblað í vinnslu um mögulega kólnun Íslands
9
ViðtalLoftslagsvá

Með minn­is­blað í vinnslu um mögu­lega kóln­un Ís­lands

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra lofts­lags­mála, tel­ur nýja að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um miklu betri grunn fyr­ir ákvarð­ana­töku en áð­ur hafi kom­ið fram. Hann tel­ur raun­hæft að Ís­land standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um sam­drátt fram til árs­ins 2030, en horf­ir til þess að svo­kall­að­ur ETS-sveigj­an­leiki verði áfram nýtt­ur í því skyni að draga úr kröf­um um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár