Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjárlög: Boða aðhald í heilbrigðismálum, samdrátt í hjúkrunarþjónustu og aukið samstarf við einkafyrirtæki

Rík­is­stjórn­in boð­ar auk­ið sam­starf við einka­fyr­ir­tæki í heil­brigð­is­mál­um. Út­gjöld vegna hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­ar­þjón­ustu drag­ast sam­an um tæp­an hálf­an millj­arð og að­eins er gert ráð fyr­ir 597 millj­óna aukn­ingu til rekst­urs Land­spít­al­ans og 75 millj­óna aukn­ingu til Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri.

Fjárlög: Boða aðhald í heilbrigðismálum, samdrátt í hjúkrunarþjónustu og aukið samstarf við einkafyrirtæki

Fjárveitingar vegna þjónustu og reksturs Landspítalans aukast um 597 milljónir króna og um 75 milljónir hjá Sjúkrahúsi Akureyrar samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun. Þetta er umtalsvert minni aukning en stjórnendur spítalanna hafa fullyrt að þurfi til að tryggja viðunandi þjónustu við sjúklinga. 

Skýringin liggur aðallega í „stefnu ríkisstjórnarinnar um aðhald í útgjöldum ríkissjóðs“ eins og það er orðað í fjárlagafrumvarpinu. Aðhaldið gerir það að verkum að útgjöld til Sjúkrahússins á Akureyri eru rúmum 40 milljónum lægri en þau ellegar væru og hjá Landspítalanum 332 milljónum lægri.

Þá fellur tímabundið framlag vegna hjúkrunar- og dvalarrýma, meðal annars til að mæta útskriftarvanda Landspítalans, niður á komandi fjárlagaári. Alls lækkar rekstrargrunnur hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu um tæplega hálfan milljarð á næsta fjárlagaári.

Framlög til byggingar nýs Landspítala verða 2,8 ma.kr. og hækka um 1,5 ma.kr. frá fjármálaáætlun. Áfram verður haldið með átak til að bæta núverandi húsnæði Landspítala. Þá er lagt til að veitt verði heimild til aukins samstarfs sjúkrahúsa og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við einkafyrirtæki sem vinna að vísindarannsóknum og þróun nýjunga á sviði heilbrigðismála og læknisfræði. 

Alls aukast útgjöld til sjúkrahússþjónustu úr 83 milljörðum í 85,9 milljarða. Álíka mikil aukning er til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, úr 42 milljörðum í 45 milljarða. Megnið af aukningunni í heilbrigðismálum rennur hins vegar til uppbyggingar nýs spítala eða stafar af áætluðum launa- og verðlagsbreytingum. 

Gert er ráð fyrir um 247 m.kr. vegna reksturs sjúkrahótels á lóð Landspítala við Hringbraut sem hefur verið í byggingu síðastliðin tvö ár. Það verður tekið í notkun í kringum næstu áramót. Til reksturs jáeindaskanna á Landspítala er fyrirhugað að veita 200 m.kr. en tækið verður tekið í notkun síðar á þessu ári. Tímabundið 500 milljóna framlag til kaupa á línuhraðli fellur hins vegar niður.

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að hjúkrunar- og dagdvalarrýmum verði fjölgað, innviðir stofnana styrktir, teymisvinna efld og fjarheilbrigðisþjónusta styrkt. Skimun hefst fyrir krabbameini í ristli, ráðgjöf um heilsueflingu verður efld og heilsueflandi samfélögum fjölgað. Þá verða innkaup lyfja styrkt í samstarfi við önnur lönd. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár