Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fjárlög: Boða aðhald í heilbrigðismálum, samdrátt í hjúkrunarþjónustu og aukið samstarf við einkafyrirtæki

Rík­is­stjórn­in boð­ar auk­ið sam­starf við einka­fyr­ir­tæki í heil­brigð­is­mál­um. Út­gjöld vegna hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­ar­þjón­ustu drag­ast sam­an um tæp­an hálf­an millj­arð og að­eins er gert ráð fyr­ir 597 millj­óna aukn­ingu til rekst­urs Land­spít­al­ans og 75 millj­óna aukn­ingu til Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri.

Fjárlög: Boða aðhald í heilbrigðismálum, samdrátt í hjúkrunarþjónustu og aukið samstarf við einkafyrirtæki

Fjárveitingar vegna þjónustu og reksturs Landspítalans aukast um 597 milljónir króna og um 75 milljónir hjá Sjúkrahúsi Akureyrar samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun. Þetta er umtalsvert minni aukning en stjórnendur spítalanna hafa fullyrt að þurfi til að tryggja viðunandi þjónustu við sjúklinga. 

Skýringin liggur aðallega í „stefnu ríkisstjórnarinnar um aðhald í útgjöldum ríkissjóðs“ eins og það er orðað í fjárlagafrumvarpinu. Aðhaldið gerir það að verkum að útgjöld til Sjúkrahússins á Akureyri eru rúmum 40 milljónum lægri en þau ellegar væru og hjá Landspítalanum 332 milljónum lægri.

Þá fellur tímabundið framlag vegna hjúkrunar- og dvalarrýma, meðal annars til að mæta útskriftarvanda Landspítalans, niður á komandi fjárlagaári. Alls lækkar rekstrargrunnur hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu um tæplega hálfan milljarð á næsta fjárlagaári.

Framlög til byggingar nýs Landspítala verða 2,8 ma.kr. og hækka um 1,5 ma.kr. frá fjármálaáætlun. Áfram verður haldið með átak til að bæta núverandi húsnæði Landspítala. Þá er lagt til að veitt verði heimild til aukins samstarfs sjúkrahúsa og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við einkafyrirtæki sem vinna að vísindarannsóknum og þróun nýjunga á sviði heilbrigðismála og læknisfræði. 

Alls aukast útgjöld til sjúkrahússþjónustu úr 83 milljörðum í 85,9 milljarða. Álíka mikil aukning er til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, úr 42 milljörðum í 45 milljarða. Megnið af aukningunni í heilbrigðismálum rennur hins vegar til uppbyggingar nýs spítala eða stafar af áætluðum launa- og verðlagsbreytingum. 

Gert er ráð fyrir um 247 m.kr. vegna reksturs sjúkrahótels á lóð Landspítala við Hringbraut sem hefur verið í byggingu síðastliðin tvö ár. Það verður tekið í notkun í kringum næstu áramót. Til reksturs jáeindaskanna á Landspítala er fyrirhugað að veita 200 m.kr. en tækið verður tekið í notkun síðar á þessu ári. Tímabundið 500 milljóna framlag til kaupa á línuhraðli fellur hins vegar niður.

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að hjúkrunar- og dagdvalarrýmum verði fjölgað, innviðir stofnana styrktir, teymisvinna efld og fjarheilbrigðisþjónusta styrkt. Skimun hefst fyrir krabbameini í ristli, ráðgjöf um heilsueflingu verður efld og heilsueflandi samfélögum fjölgað. Þá verða innkaup lyfja styrkt í samstarfi við önnur lönd. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár