Vonandi verður sem fyrst skipulagður útifundur á Austurvelli á morgun - klukkan 13.30 þegar þing verður sett.
Ég mun alla vega mæta.
Því nú hefur afgönsku feðginunum Abrahim og Haniye verið tjáð að þau verði flutt úr landi á fimmtudaginn.
Og jafnframt að þau kunni að verða handtekin fyrir þann tíma, væntanlega ef þau sýna á einhvern hátt merki þess að reyna að fara í felur.
Auðvitað er þetta blaut tuska ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, Benedikts Jóhannessonar, Óttars Proppé, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, Sigríðar Andersen, Bjartrar Ólafsdóttur, Þórdísar K. R. Gylfadóttur, Þorsteins Víglundssonar, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Jóns Gunnarssonar fram í allt fólk í þessu landi sem hafði vonað að hægt yrði að fá þau til að sýna mannúð.
Þetta fólk á greinilega enga mannúð. Ekkert þeirra - því þau geta hæglega stoppað þetta, hvert og eitt þeirra.
En þetta er samt annað og meira en blaut tuska framan í okkur.
Þetta er kjaftshögg, rothögg framan í ellefu ára gamla stúlku og föður hennar.
Og þetta má ekki gerast.
Mætum á Austurvöll og mótmælum á morgun þegar þing verður sett.
Athugasemdir