Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Áslaug Karen tilnefnd til verðlauna fyrir umfjöllun um loftslagsmál

Um­hverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­ið veit­ir verð­laun á degi ís­lenskr­ar nátt­uru. Blaða­kona Stund­ar­inn­ar er til­nefnd fyr­ir að hafa „fjall­að á vand­að­an og eft­ir­tekt­ar­verð­an hátt um stöðu Ís­lend­inga í lofts­lags­mál­um“.

Áslaug Karen tilnefnd til verðlauna fyrir umfjöllun um loftslagsmál

Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðakona Stundarinnar, er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir fréttaskýringar sínar um loftslagsmál sem birtust í blaðinu í vor og snemma sumars.

Verðlaunin verða veitt þann 15. september í tengslum við Dag íslenskrar náttúru, en dómnefnd tilnefndi fjóra til verðlaunanna á föstudag.

Auk Áslaugar eru tilnefnd þau Bergljót Baldursdóttir, Sunna Valgerðardóttir og Arnhildur Hálfdánardóttir, fréttamenn á RÚV, Ævar Þór Benediktsson, oftast kallaður Ævar vísindamaður, og Birgir Þór Harðarson, blaðamaður á Kjarnanum. 

Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Áslaug Karen hafi fjallað á vandaðan og eftirtektarverðan hátt um stöðu Íslendinga í loftslagsmálum.

„Í greinunum rýnir Áslaug m.a. í pólitíska stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnvalda í málaflokknum og fjallar ítarlega um helstu mengunarvalda og leiðir til að draga úr vægi þeirra.“

Rökstuðning dómnefndar í heild má lesa hér að neðan:

Áslaug Karen Jóhannsdóttir er tilnefnd fyrir fréttaskýringar um loftslagsmál í Stundinni, apríl – júní 2017. Áslaug Karen fjallaði á vandaðan og eftirtektarverðan hátt um stöðu Íslendinga í loftslagsmálum. Í greinunum rýnir Áslaug m.a. í pólitíska stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnvalda í málaflokknum og fjallar ítarlega um helstu mengunarvalda og leiðir til að draga úr vægi þeirra.

Bergljót Baldursdóttir, Sunna Valgerðardóttir og Arnhildur Hálfdánardóttir eru tilnefndar fyrir fréttaskýringar fréttastofu RÚV um loftslagsmál, janúar – febrúar 2017. Fréttastofa RÚV hélt á lofti markvissri umfjöllun með vönduðum fréttum og fréttaskýringum í umsjón þeirra Bergljótar, Sunnu og Arnhildar um viðhorf, breytingar og afleiðingar loftslagsbreytinga með aðgengilegri framsetningu fyrir áhorfendur.

Birgir Þór Harðarson er tilnefndur fyrir umfjöllun um loftslagsmál í Kjarnanum, veturinn 2016 - 2017. Birgir hefur fjallað ötullega um loftslagsmál með umfjöllun um innlenda sem erlenda þróun loftslagsmála á síðum Kjarnans.

Ævar Þór Benediktsson er tilnefndur fyrir fjölbreytta umfjöllun um náttúru og umhverfismál í þáttunum Ævar vísindamaður á RÚV, janúar – mars 2017. Ævar fjallaði á skemmtilegan, fjölbreyttan og frumlegan hátt um málefni umhverfis og náttúru fyrir yngri kynslóðina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu