Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Áslaug Karen tilnefnd til verðlauna fyrir umfjöllun um loftslagsmál

Um­hverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­ið veit­ir verð­laun á degi ís­lenskr­ar nátt­uru. Blaða­kona Stund­ar­inn­ar er til­nefnd fyr­ir að hafa „fjall­að á vand­að­an og eft­ir­tekt­ar­verð­an hátt um stöðu Ís­lend­inga í lofts­lags­mál­um“.

Áslaug Karen tilnefnd til verðlauna fyrir umfjöllun um loftslagsmál

Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðakona Stundarinnar, er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir fréttaskýringar sínar um loftslagsmál sem birtust í blaðinu í vor og snemma sumars.

Verðlaunin verða veitt þann 15. september í tengslum við Dag íslenskrar náttúru, en dómnefnd tilnefndi fjóra til verðlaunanna á föstudag.

Auk Áslaugar eru tilnefnd þau Bergljót Baldursdóttir, Sunna Valgerðardóttir og Arnhildur Hálfdánardóttir, fréttamenn á RÚV, Ævar Þór Benediktsson, oftast kallaður Ævar vísindamaður, og Birgir Þór Harðarson, blaðamaður á Kjarnanum. 

Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Áslaug Karen hafi fjallað á vandaðan og eftirtektarverðan hátt um stöðu Íslendinga í loftslagsmálum.

„Í greinunum rýnir Áslaug m.a. í pólitíska stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnvalda í málaflokknum og fjallar ítarlega um helstu mengunarvalda og leiðir til að draga úr vægi þeirra.“

Rökstuðning dómnefndar í heild má lesa hér að neðan:

Áslaug Karen Jóhannsdóttir er tilnefnd fyrir fréttaskýringar um loftslagsmál í Stundinni, apríl – júní 2017. Áslaug Karen fjallaði á vandaðan og eftirtektarverðan hátt um stöðu Íslendinga í loftslagsmálum. Í greinunum rýnir Áslaug m.a. í pólitíska stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnvalda í málaflokknum og fjallar ítarlega um helstu mengunarvalda og leiðir til að draga úr vægi þeirra.

Bergljót Baldursdóttir, Sunna Valgerðardóttir og Arnhildur Hálfdánardóttir eru tilnefndar fyrir fréttaskýringar fréttastofu RÚV um loftslagsmál, janúar – febrúar 2017. Fréttastofa RÚV hélt á lofti markvissri umfjöllun með vönduðum fréttum og fréttaskýringum í umsjón þeirra Bergljótar, Sunnu og Arnhildar um viðhorf, breytingar og afleiðingar loftslagsbreytinga með aðgengilegri framsetningu fyrir áhorfendur.

Birgir Þór Harðarson er tilnefndur fyrir umfjöllun um loftslagsmál í Kjarnanum, veturinn 2016 - 2017. Birgir hefur fjallað ötullega um loftslagsmál með umfjöllun um innlenda sem erlenda þróun loftslagsmála á síðum Kjarnans.

Ævar Þór Benediktsson er tilnefndur fyrir fjölbreytta umfjöllun um náttúru og umhverfismál í þáttunum Ævar vísindamaður á RÚV, janúar – mars 2017. Ævar fjallaði á skemmtilegan, fjölbreyttan og frumlegan hátt um málefni umhverfis og náttúru fyrir yngri kynslóðina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
2
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu