Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Áslaug Karen tilnefnd til verðlauna fyrir umfjöllun um loftslagsmál

Um­hverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­ið veit­ir verð­laun á degi ís­lenskr­ar nátt­uru. Blaða­kona Stund­ar­inn­ar er til­nefnd fyr­ir að hafa „fjall­að á vand­að­an og eft­ir­tekt­ar­verð­an hátt um stöðu Ís­lend­inga í lofts­lags­mál­um“.

Áslaug Karen tilnefnd til verðlauna fyrir umfjöllun um loftslagsmál

Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðakona Stundarinnar, er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir fréttaskýringar sínar um loftslagsmál sem birtust í blaðinu í vor og snemma sumars.

Verðlaunin verða veitt þann 15. september í tengslum við Dag íslenskrar náttúru, en dómnefnd tilnefndi fjóra til verðlaunanna á föstudag.

Auk Áslaugar eru tilnefnd þau Bergljót Baldursdóttir, Sunna Valgerðardóttir og Arnhildur Hálfdánardóttir, fréttamenn á RÚV, Ævar Þór Benediktsson, oftast kallaður Ævar vísindamaður, og Birgir Þór Harðarson, blaðamaður á Kjarnanum. 

Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Áslaug Karen hafi fjallað á vandaðan og eftirtektarverðan hátt um stöðu Íslendinga í loftslagsmálum.

„Í greinunum rýnir Áslaug m.a. í pólitíska stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnvalda í málaflokknum og fjallar ítarlega um helstu mengunarvalda og leiðir til að draga úr vægi þeirra.“

Rökstuðning dómnefndar í heild má lesa hér að neðan:

Áslaug Karen Jóhannsdóttir er tilnefnd fyrir fréttaskýringar um loftslagsmál í Stundinni, apríl – júní 2017. Áslaug Karen fjallaði á vandaðan og eftirtektarverðan hátt um stöðu Íslendinga í loftslagsmálum. Í greinunum rýnir Áslaug m.a. í pólitíska stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnvalda í málaflokknum og fjallar ítarlega um helstu mengunarvalda og leiðir til að draga úr vægi þeirra.

Bergljót Baldursdóttir, Sunna Valgerðardóttir og Arnhildur Hálfdánardóttir eru tilnefndar fyrir fréttaskýringar fréttastofu RÚV um loftslagsmál, janúar – febrúar 2017. Fréttastofa RÚV hélt á lofti markvissri umfjöllun með vönduðum fréttum og fréttaskýringum í umsjón þeirra Bergljótar, Sunnu og Arnhildar um viðhorf, breytingar og afleiðingar loftslagsbreytinga með aðgengilegri framsetningu fyrir áhorfendur.

Birgir Þór Harðarson er tilnefndur fyrir umfjöllun um loftslagsmál í Kjarnanum, veturinn 2016 - 2017. Birgir hefur fjallað ötullega um loftslagsmál með umfjöllun um innlenda sem erlenda þróun loftslagsmála á síðum Kjarnans.

Ævar Þór Benediktsson er tilnefndur fyrir fjölbreytta umfjöllun um náttúru og umhverfismál í þáttunum Ævar vísindamaður á RÚV, janúar – mars 2017. Ævar fjallaði á skemmtilegan, fjölbreyttan og frumlegan hátt um málefni umhverfis og náttúru fyrir yngri kynslóðina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár