Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Loftmengun í Reykjavík eins og í milljónaborgum erlendis

Þrátt fyr­ir mikla loft­meng­un af völd­um svifryks í Reykja­vík hef­ur um­hverf­is­ráðu­neyt­ið enn ekki mark­að skýra stefnu um hvernig eigi að tryggja og bæta loft­gæði hér á landi, jafn­vel þótt lög kveði á um það. Rík­is­stjórn­in rýmk­aði regl­ur um svifryks­meng­un á síð­asta ári þvert á álit sér­fræð­inga.

Íslensk stjórnvöld hafa ekki markað formlega stefnu um loftgæði og ekki beitt markvissum aðgerðum til að takmarka eða draga úr losun mengandi efna út í andrúmsloftið, hvorki með alþjóðlegri samvinnu eða staðbundnum aðgerðum. Þvert á móti rýmkaði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, reglur varðandi svifryksmengun til muna á síðasta ári, andstætt ábendingum sérfræðinga, en svifryk er það efni sem er líklegast til að fara yfir heilsuverndarmörk á Íslandi. Loftmengun af svifryki í Reykjavík er á pari við margar milljónaborgir í kringum okkur. Þá fer mengun vegna bílaumferðar vaxandi í miðborginni samhliða fjölgun ferðamanna, rútubann beinir umferð stórra farþegabifreiða framhjá tveimur leikskólum og Íslendingar losa meira af brennisteinsvetni en Noregur, Svíþjóð og Danmörk samanlagt. Á sama tíma telur Landlæknisembættið óþarfi að rannsaka áhrif loftmengunar á heilsu almennings, því loftmengun sé ekki vandamál á Íslandi. 

Lögbundin áætlun ekki verið gerð

Ríkisendurskoðun vakti athygli á því í skýrslu í desember síðastliðnum að án skýrrar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár