Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
Framtíðin Tíðari skriðuföll og skemmdir á vegum vegna flóða og umhleypinga bíða okkar. Við þurfum að aðlagast, segir vísindanefndin, en jafnframt draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mynd: Shutterstock

Loftslagsbreytingar eru, svo ekki verður um villst, byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi. Og þetta er rétt að byrja. „Veðurfar og náttúruaðstæður á landinu og í hafinu umhverfis það verða í lok aldarinnar án fordæma frá upphafi byggðar á Íslandi.“

Hún er ansi dökk, framtíðarsýnin sem vísindanefnd um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi dregur upp í fjórðu matsskýrslu sinni er gefin var út í morgun. En hún er þó ekki án vonar – ef rétt verður haldið á spilunum.

„Þegar samfélög standa frammi fyrir loftslagsvá geta viðbrögðin verið af þrennum toga: Að þjást, draga úr losun eða aðlagast afleiðingunum,“ segir í skýrslunni. Mikilvægt sé að draga sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðlagast þeim breytingum sem óumflýjanlegar eru. Til þess verkefnis þarf skýra stefnu, ríka samstöðu, jafnræði, traust á stofnanir og síðast en ekki síst: Hugarfarsbreytingu fólksins sem þetta land byggir. Því til að tryggja að áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir verði ekki meiri en við verður ráðið „þarf umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna“.

Ísland um næstu aldamót

Börn sem fædd eru í ár verða 76 ára um næstu aldamót. Það Ísland sem mun blasa við þeim og þeirra afkomendum verður á margan hátt öðruvísi en það sem við þekkjum í dag ef ekki tekst að draga verulega úr losun. Veðurfar verður „gjörólíkt“ því sem það hefur að jafnaði verið frá landnámi, „hugsanlega án fordæma síðan síðasta jökulskeiði lauk fyrir tíu þúsund árum,“ segir í skýrslu vísindanefndarinnar.

HlýnunVæntar hitabreytingar miðað við sviðsmyndir matsskýrslu vísindanefndarinnar.

Fyrst ber að nefna hitastigið. Um miðja öldina, þegar ´23 árgangurinn verður búinn að stíga sín fyrstu skref inn í heim fullorðinna, verður líklega um 1-1,7 gráðum hlýrra en nú er. En þegar þau komast á áttræðisaldurinn í aldarlok verður mögulega orðið 3,5 gráðum hlýrra. Þessum hlýindunum verður ekki jafndreift um landið. Líkur eru á því að hlýnun verði meiri norðan landsins en sunnan þess. Það er heldur ekki ólíklegt að ákveðnir staðir verði tímabundið kaldari en nú er.

Ákefð í úrkomu verður orðin meiri og aftakaúrkoma tíðari með tilheyrandi skriðuföllum og öðrum hamförum. Jöklarnir verða búnir að tapa að minnsta kosti 40-50 prósent af massa sínum og sjávarstaðan allt að 1,2 metrum hærri við suðausturströndina en um 1,5 metrum lægri við suðvestan- og vestanvert landið.

Þetta mun hafa áhrif á hvar fólk býr. Hvar það velur að búa og hvar það getur búið.

Færri vaðfuglar, fleiri hnúðlaxar

Ýmsar skordýrategundir sem í dag þekkjast ekki á Íslandi, munu hafa náð hér fótfestu. Skógarmítlum kemur til með að fjölga og moskítóflugur gætu hæglega gert sig heimakomnar.

í hættuSpóar koma sér fyrir á gömlum girðingarstaur. Þeir eru vaðfuglar og búsvæði þeirra kunna að vera í hættu vegna loftslagsbreytinga. Spóar eru ábyrgðartegund á Íslandi enda verpur yfir þriðjungur stofnsins á heimsvísu hér á landi.

Við aldamótin gæti íslenska fuglaflóran verið breytt og vaðfuglum t.d. fækkað vegna búsvæðataps. Bleikjan mun á sama tíma eiga erfitt uppdráttar en urriðinn jafnvel hafa sótt í sig veðrið. Hnúðlax upprunninn í eldiskvíum í öðrum löndum, mun líklega njóta sín vel í hlýnandi sjó og ám en afkoma hans er þó óljós, rétt eins og annarra laxfiska, þar sem nýrnasýking eykst með hækkandi vatnshita og getur valdið miklum afföllum.  

Og hafið, lífríki þess allt, verður öðruvísi. Sumar tegundir verða útbreiddari en aðrar á undanhaldi. Sumar tegundir fiska hafa fært sig, flúið undan hækkandi sjávarhita og súrnun hafsins. Og kannski munu Íslendingar eiga í útistöðum við aðrar þjóðir vegna svokallaðra deilistofna.

Meiri ræktun en fleiri sníkjudýr

Þegar ungbörn dagsins í dag verða komin að áttræðu mun landið okkar líka líta allt öðruvísi út. Skógar verða útbreiddari og öll ræktunarskilyrði gjörbreytt. Að líkindum verður korn og ýmislegt annað ræktað í stórum stíl til dýra- og manneldis. En það er óþarfi að fagna því of snemma. Ýmislegt gæti sett þar strik í reikninginn. Þurrkar, flóð, gróðureldar, sníkjudýr og önnur leiðindi gætu fylgt.

MeindýrNý meindýr á trjám og runnum á Íslandi frá 1900. Rauð tákn eru tegundir sem valda miklu tjóni. Blá tákn eru tegundir sem valda töluverðu eða litlu tjóni. Svört tákn eru tegundir sem hafa numið land en tekist hefur að útrýma.

Allt mun þetta hafa áhrif á alla þætti samfélagsins, hvort sem það eru innviðir á borð við vegi og brýr, öflun neysluvatns og fráveitur, heilsa og atvinna, hvað fólk borðar og hvar það býr.

Afleiðingar loftslagsbreytinga og viðbragða gegn þeim munu einnig hafa áhrif á menningu, listir, menntun og gildismat, segir vísindanefndin. „Menntun og skapandi greinar geta stuðlað að nauðsynlegum breytingum á gildismati og hegðun fólks í átt að aukinni sjálfbærni.“

Því það er einmitt aðlögun að breyttum heimi sem nefndin leggur ríka áherslu á. Loftslagsbreytingar eru orðnar að veruleika og munu auka áhrif sín, sama hvað. Spurningin er hins vegar hversu mikil áhrifin verða.

Ríka fólkið mengar mest

Vísindanefndin minnir á að efnameira fólk, bæði innanlands og á alþjóðavísu, losar meira en þeir sem minna hafa á milli handanna. Afleiðingar loftslagsbreytinga bitna auk þess meira á þeim sem fátækari eru. „Ljóst er að loftslagsbreytingar munu auka áþján og að þær munu hafa dauðsföll í för með sér,“ segir í skýrslunni. Siðferðisleg ábyrgð þeirra sem mest losi sé því veruleg.

„Loftslagsbreytingar velta einnig upp spurningum um stöðu mannsins í náttúrunni og þeim djúpu gildismats- og viðhorfsbreytingum sem þurfa að eiga sér stað til að vinna á loftslagsvánni,“ segir nefndin. „Ljóst er að gildismat, viðhorf og sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast til þess að hægt sé að bregðast við loftslagsvandanum.“

Óvissuþættir eru margir og þess vegna dregur nefndin upp nokkrar sviðsmyndir í skýrslu sinni. Þær byggja m.a. á loftslagslíkönum og greiningu ýmissa gagna. Nokkur vissa er með líklegar breytingar til næstu ára og jafnvel áratuga en þegar lengra er horft fram í tímann, t.d. fram yfir næstu aldamót, eru spárnar óljósari og sviðsmyndirnar ólíkari. Allt er þetta svo háð því hversu mikið tekst að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Og þótt miklu máli skipti hver árangurinn verður á Íslandi er allur heimurinn undir, allar hans þjóðir.

ÞotuliðRíkt fólk mengar almennt meira en þeir sem minna hafa á milli handanna.

Örfámi úr sviðsmyndum skýrslunnar:

  • Aftakaúrkoma gæti aukist um 5-15 prósent. Í sumum sviðsmyndum má ætla að miklir úrkomuatburðir verði ekki á 100 ára fresti eins og verið hefur heldur um það bil á 12-17 ára fresti.
  • Jöklar landsins munu rýrna um að minnsta kosti 40-50 prósent, jafnvel þótt markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun undir 2 gráðum náist.
  • Tilkynningum um skógarmítla, sem geta borið með sér smitsjúkdóma, hefur fjölgað á Íslandi og tímaspursmál hvenær smit berst í fólk hér á landi. Moskítóflugur eru annað dæmi um smitferjur sem hafa til þessa ekki náð að nema land á Íslandi.
  • Loftslagsbreytingar ógna heilsu fólks og vistkerfum um allan heim. Þær eru í vaxandi mæli ástæða þvingaðra fólksflutninga og átaka.
  • Íslenskt þjóðfélag kann að verða fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga erlendis, sem m.a. getur birst í komu loftslagsflóttafólks.
  • Ójöfnuður í heilsu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu er staðreynd á Íslandi, líkt og annars staðar í heiminum.
  • Loftslagsbreytingar auka náttúruvá, t.d. vegna aftakaúrkomu, hvassviðra, hættu á flóðum í ám og úr jaðarlónum, skriðufalla, sjávarflóða, tíðari eldgosa og gróðurelda.
  • Gróðurfarsbreytingar auka tíðni þurrka og hafa í för með sér aukna hættu af gróður- og skógareldum. Einungis virðist tímaspursmál hvenær útbreiddur gróðureldur veldur alvarlegu tjóni í byggð.
  • Tíðni og ákefð sjávarflóða mun aukast með hækkandi sjávarstöðu.
  • Er jöklar bráðna dregur úr fargi á jarðskorpunni sem eykur kvikumyndun sem kann að leiða til stærri og eða tíðari eldgosa.
  • Hnattræn hlýnun kann að draga úr tíðni fyrirstöðu hæða yfir Grænlandi að vetri, sem gæti aukið tíðni lægðagangs til Íslands.

Veikur lagagrunnur

„Aðlögun er lykilþáttur í því að tryggja langtíma viðbrögð við loftslagsbreytingum með það að markmiði að vernda fólk, lífsviðurværi og vistkerfi,“ segir í skýrslu vísindanefndarinnar. Áhrifa loftslagsbreytinga sé þegar farið að gæta á Íslandi og samfélagið stendur frammi fyrir mögulegum afleiðingum, svo sem fyrir efnahag, innviði, atvinnugreinar, öryggi og lýðheilsu.

Nefndin telur íslenskan lagagrunn varðandi aðlögun að loftslagsbreytingum almennt veikan og að lögbundið umboð ríkis og sveitarfélaga hvað varði loftslagsmál taki nánast eingöngu til mótvægisaðgerða. Fjármögnun loftslagsaðgerða vantar til að hraða aðlögunaraðgerðum. Þetta fjármagn þurfi að tryggja. Hvatar þurfi að vera til staðar fyrir aðlögun og samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda.

„Loftslagsbreytingar velta einnig upp spurningum um stöðu mannsins í náttúrunni og þeim djúpu gildismats- og viðhorfsbreytingum sem þurfa að eiga sér stað til að vinna á loftslagsvánni.“

Áhættumat og áhættustýring er mikilvægur hluti af aðlögun en skipulag og umhverfismat eru lykilstjórntæki þegar kemur að því að vinna farsællega að aðlögun byggða og samfélags. Sem dæmi munu sjávarstöðubreytingar verða mikil áskorun fyrir strandsamfélög í náinni framtíð. Sömuleiðis þarf að skipuleggja alla ræktun vel, t.d. í nýjum frístundabyggðum, landbúnaði og skógrækt. „Við mat á nýjum svæðum þarf að taka tillit til nágrannasvæða þeirra, dreifingar aðfluttra tegunda og áhrifa á líffræðilega fjölbreytni.“

Þá bendir nefndin á að það sé hlutverk stjórnvalda að tryggja að hægt sé að byggja ákvarðanir varðandi aðlögun á áreiðanlegum gögnum og rannsóknum. „Slíkt krefst aukins fjármagns til rannsókna og vöktunar á áhrifum loftslagsbreytinga á íslenska náttúru og samfélag.“

Afleiðingar loftslagsbreytinga fara vaxandi og því mikilvægt, segir í skýrslu vísindanefndarinnar, að „aðlögun sé í brennidepli hjá ríki og sveitarfélögum“.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
5
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár