Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Neitar að fljúga heim úr rannsóknarleiðangri á loftslagsneyð

Vís­inda­mað­ur sem unn­ið hef­ur að lofts­lags­rann­sókn­um á Salómons-eyj­um í hálft ár neit­ar að fljúga heim til Þýska­lands. Hann ætl­ar þess í stað að fá far með flutn­inga­skipi, allt í þágu um­hverf­is­ins. En yf­ir­mað­ur­inn er ekki par sátt­ur og hót­ar að reka hann.

Neitar að fljúga heim úr rannsóknarleiðangri á loftslagsneyð
Sökkvandi Salómons-eyjar eru að sökkva í sæ vegna hækkunar yfirborðs sjávar.

Ef þú verður ekki mættur við skrifborðið þitt á mánudag þá missir þú starfið.

Á þennan veg hljóðuðu skilaboð sem þýski vísindamaðurinn Gianluca Grimalda segist hafa fengið frá yfirmanni sínum eftir að hafa tilkynnt að hann ætli að sigla heim úr rannsóknarleiðangri í Kyrrahafinu en ekki fljúga. Sem vissulega tekur mun lengri tíma. Að fá far með flutningaskipi til Evrópu stóð alltaf til en veruleg seinkun varð á heimför og tilkynnti hann yfirmanni sínum hjá Kiel-stofnuninni í alþjóðaviðskiptum um þær með skömmum fyrirvara. Og fékk vægast sagt litlar undirtektir. Yfirmaðurinn svaraði honum á föstudegi og eina leiðin til að komast að skrifborðinu á mánudegi hefði verið með flugi. En það kemur ekki til greina í huga vísindamannsins staðfasta.

Grimalda hefur síðasta hálfa árið stundað rannsóknir á áhrifum alþjóðavæðingar og loftslagsbreytinga af mannavöldum á samfélög Salómons-eyja. Líkt og fleiri eyjar í Kyrrahafi eru þær hægt og bítandi að sökkva í sæ vegna hækkunar yfirborðs sjávar og eru auk þess orðnar mjög viðkvæmar fyrir náttúruhamförum á borð við fellibylji. Hann kom þangað með sama hætti og hann stefnir á að ferðast til baka.

„Flugferðir eru hraðasta aðferðin við að brenna jarðefnaeldsneyti svo þau eru líka hraðasta leið okkar í átt að hamförum.“

Nú bíður Grimalda eftir flutningaskipinu í bænum Buka. Hann ætlar sér aðeins að ferðast á landi og á sjó til Þýskalands – um 22 þúsund kílómetra leið. Til að komast heim ætlar hann að ferðast með flutningaskipum, ferjum, lestum og rútum og mun ferðalagið, að því er Grimalda hefur sjálfur sagt, taka tvo mánuði. Það er auðvitað mun lengri tími en tekur að fljúga til Þýskalands en Grimalda vill minnka kolefnisspor sitt og hefur reiknað út að með því að ferðast með þessum hætti muni hann losa 3,6 færri tonn af gróðurhúsalofttegundum en með því að fljúga.

Valdi rétt

„Ég hef skrifað forseta stofnunarinnar sem ég vinn hjá og sagt honum að ég muni ekki mæta í dag [mánudag] og að ég ætli að ferðast til baka með skipi og á landi,“ sagði Grimalda um áform sín í færslum á samfélagsmiðlinum X. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða þar sem hann hafi alls ekki átt von á þeim viðbrögðum sem hann fékk frá yfirmönnum sínum. „Ég tel mig samt hafa valið rétt,“ segir hann og heldur áfram: „Flugferðir eru hraðasta aðferðin við að brenna jarðefnaeldsneyti svo þau eru líka hraðasta leið okkar í átt að hamförum.“ Þetta sé ástæðan fyrir því að hann ætli sér ekki að fljúga aftur.  

HjálparkallDickson Panakitasi Mua, ráðherra umhverfismála á Salómons-eyjum hélt erindi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í fyrra. Við erum að sökkva, sagði hann.

Í sex mánuði hefur Grimalda farið um Bougainville, stærstu eyju Salómons-eyja, til að rannsaka hvaða áhrif loftslagsneyðin er farin að hafa á eyjaskeggja.

Salómon-eyjar eru það ríki veraldar sem er hvað viðkvæmast fyrir áhrifum hlýnandi loftslags. Í rannsóknum sínum komst Grimalda m.a. að því að íbúar heilu þorpanna hafa orðið að flytja heimili sín vegna hækkandi sjávarborðs. Eyjaskeggar eru að reyna sitt til að draga úr áhrifunum, m.a. með því að planta leiruvið (e. mangroves) við strendur en slíkar plöntur eru náttúrulegar flóðvarnir á mörgum stöðum í heiminum. Þær mega sín þó lítils gegn hinum hröðu breytingum sem eru að verða á loftslaginu.

Grimalda hélt fjölda fyrirlestra í tengslum við vinnu sína og minnti eyjaskeggja m.a. á að losun gróðurhúsalofttegunda í hinum vestræna heimi væri ein helsta ástæða þess að loftslagið væri að breytast. Við honum blasti hans eigin tvískinnungur og hann hóf að lofa þeim sem á hann hlýddu að minnka eigið kolefnisspor, m.a. með því að fljúga ekki heim til Þýskalands. Þannig vildi hann sýna fólkinu þann vilja sinn í verki.

 Vill ekki vera svindlari

„Oft eru hvítir menn kallaðir hér giaman sem þýðir lygari eða svindlari á tungu heimamanna,“ skrifaði Grimalda í ítarlegri færslu sinni. „Ég vil ekki vera giaman.“

Hann viðurkennir að hann hafi ekki sagt yfirmönnum sínum frá breyttum ferðaplönum sínum með löngum fyrirvara. Í raun hafi starfi hans á eyjunum átt að ljúka í júlí og hann átti að vera mættur við skrifborðið í Þýskalandi um miðjan september. Sagan verður enn snúnari við útskýringar hans á töfunum. Hann segist hafa verið hnepptur í hald glæpamanna sem ætluðu að stela öllu hans hafurtaski. Helsta áskorunin hafi þó verið að fá eyjaskeggja til að opna sig, tala við „hvíta manninn“ og treysta honum. Það hafi reynst tímafrekara en hann ráðgerði.

Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian um málið er haft eftir stuðningsmönnum Grimalda að yfirmenn hans virðist vera að leita hefnda vegna þátttöku hans í loftslagsmótmælum. Julia Steinberger, prófessor í félagslegum áhrifum loftslagsbreytinga við Háskólann í Lausanne, segir það „óvenjulegt“ að rannsóknarstofnun hóti að reka vísindamann fyrir að vinna sín störf af alúð og fyrir að bregðast við því sem hann komst að með því að fljúga ekki til baka. Steinberger er einn aðalhöfundur loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. „Við höfum ekki mikinn tíma til stefnu,“ sagði hún m.a. þegar skýrsla ársins 2022 var kynnt.  Hún telur að Kiel-stofnunin sé að refsa Grimalda fyrir að taka þátt í mótmælum vísindamanna, hóps fólks sem starfar að margvíslegum rannsóknum á umhverfinu og áhrifum loftslagsbreytinga og telja yfirvöld ekki leggja við hlustir.

Fleiri þekktir vísindamenn á þessu sviði hafa lýst yfir stuðningi við Grimalda og sagt að ákvörðun hans að létta sitt kolefnisspor með þessum hætti lýsi kjarki og sé til fyrirmyndar.

The Guardian leitaði viðbragða Kiel-stofnunarinnar við ásökunum Grimalda. Talsmaður hennar sagði að stofnunin tjáði sig ekki um einstök starfsmannamál en bætti við: „Í vinnuferðum þá styður stofnunin starfsmenn sína í því að ferðast með loftslagsvænum hætti.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“
Jöklar í Ölpunum hafa rýrnað og hætta á uppskerubresti víða um heim
FréttirLoftslagsbreytingar

Jökl­ar í Ölp­un­um hafa rýrn­að og hætta á upp­skeru­bresti víða um heim

Jökl­ar í Ölp­un­um hafa rýrn­að mik­ið í þeim miklu hit­um sem ver­ið hafa und­an­farn­ar vik­ur í Evr­ópu. „Jökl­arn­ir þar hafa átt mjög bágt í sum­ar og menn sjá rýrn­un­ina með ber­um aug­um,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur. Vegna mik­illa þurrka af völd­um sögu­legr­ar hita­bylgju víða um heim er óvíst með upp­skeru á svæð­um sem standa und­ir drjúg­um hluta mat­væla­fram­leiðslu heims­ins.

Mest lesið

Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
2
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
5
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
9
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
10
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
6
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár