Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heitir því að hámarka olíu- og gasvinnslu við Bretland

For­sæt­is­ráð­herra Bret­lands seg­ir út­gáfu 100 nýrra olíu- og gas­vinnslu­leyfa í Norð­ur­sjó ekki setja markmið um kol­efn­is­hlut­leysi ár­ið 2050 í upp­nám. Slík vinnsla styðji miklu frek­ar við mark­mið­in enda sé kol­efn­is­spor heima­vinnslu á jarð­efna­eldsneyti minna en af því að flytja það inn.

Heitir því að hámarka olíu- og gasvinnslu við Bretland
Fyrir framtíðina Breskar mæður fjölmenntu með börn sín í mótmæli í dag gegn áformum yfirvalda að auka olíu- og gasvinnslu í Norðursjó. Mynd: AFP

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, segir það „hið eina rétta“ að veita 100 ný leyfi til olíu- og gasvinnslu í Norðursjó og hefur heitið að hámarka hana (e. max out) á næstunni. Hann blæs á þær gagnrýnisraddir að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar eigi eftir að gera markmið Breta í loftslagsmálum að engu. Í raun eigi hin nýja vinnsla jarðefnaeldsneytis eftir að styðja við fjögur áformuð risaverkefni í kolefnisföngun í landinu.

Allt í botnRishi Sunak vill auka framleiðslu á gasi og olíu í Bretlandi.

„Jafnvel þegar við náum kolefnishlutleysi árið 2050, þá mun um fjórðungur orku sem við notum koma frá olíu og gasi,“ segir Sunak og bætti við að ekki megi gleyma því að um gasvinnsla við Bretland hafi um þriðjungi minna kolefnisfótspor en innflutt gas. Það væri því „glórulaust“ að flytja inn eldsneyti sem hefði „tvisvar til þrisvar sinnum meira kolefnisspor en það sem við höfum hér heima“.

Og fleira hefur hann tínt til í rökstuðningi við ákvörðunina. Að vinna gas á heimaslóðum myndi auka viðnámsþrótt breska ríkisins, skapa störf og afla tekna sem nýttar verði til að fjármagna opinbera þjónustu.

Sunak hefur að auki gefið það í skyn að tímabært sé að nýta hinar gríðarlegu olíulindir sem finna megi í  Rósarbakkanum (Rosebank) svonefnda undan ströndum Hjaltlandseyja. Engin vinnsla hefur hingað til verið leyfð þar en  rannsóknir eru sagðar sýna að jarðlögin geymi gríðarlegt magn af olíu.

Samtök sem berjast fyrir verndun náttúru og umhverfis hafa sagt hina auknu olíuvinnslu í Norðursjó glapræði og afhjúpi tvískinnung breskra stjórnvalda. Vinnslan geti ekki stutt við loftslagsmarkmiðin. „Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að herja á jörðina með sögulegum gróðureldum og hitabylgjum,“ sagði Mike Childs sem fer fyrir loftslagsmálum samtakanna Friends of the Earth. Talsmaður Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins (World Wide Fund for Nature) sagði að stjórnmálamenn ættu að einbeita sér að því að aðstoða heimili í landinu við að skipta yfir í hreina orkugjafa frekar en að „sjá í hillingum ódýrt jarðefnaeldsneyti“.

Svartklæddu hús Sunaks

Aktívistar úr hreyfingu Grænfriðunga klæddu sveitasetur Rishi Sunaks í svart í morgun er þeir vörpuðu risavöxnum dúk yfir framhlið hússins. Með gjörningnum vilja þeir mótmæla áformum um aukna olíuvinnslu. „Olíugróði eða okkar framtíð?“ stóð á borða sem þeir settu fyrir framan húsið.

Aðgerðin hefur hlotið misjafnar viðtökur eins og við var að búast. Sunak og fjölskylda voru ekki heima, þau eru í fríi í Kaliforníu. Oliver Dowden aðstoðarforsætisráðherra brást við með þessum orðum: „Ég held að það sem flest fólk myndi segja er: Hættið þessum heimskulegu gjörningum.

Einn af talsmönnum Grænfriðunga sagði það vera löngu tímabært fyrir forsætisráðherrann að velja á milli stórgróða til handa olíufyrirtækjunum og þess að gera jörðina áfram lífvænlega.

Breska olíufélagið BP birti uppgjör annars ársfjórðungs í fyrradag. Hagnaðurinn á því þriggja mánaða tímabili nam 344 milljörðum íslenskra króna (2 milljörðum punda). Á þennan gríðarlega hagnað bendir stjórnarandstaðan nú og segir Sunak og ríkisstjórn hans hafa mistekist að skattleggja olíufyrirtækin með sanngjörnum hætti, almenningi til heilla.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Stefán Ólafsson
4
Aðsent

Stefán Ólafsson

Hvernig stjórn og um hvað?

Stefán Ólafs­son skrif­ar að við blasi að þrír helstu sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna - Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokk­ur fólks­ins, voru all­ir með sterk­an fókus á um­bæt­ur í vel­ferð­ar- og inn­viða­mál­um og af­komu að­þrengdra heim­ila. „Helstu vanda­mál­in við að ná sam­an um stjórn­arsátt­mála verða vænt­an­lega áhersla Við­reisn­ar á þjóð­ar­at­kvæði um hvort sækja ætti á ný um að­ild að ESB og kostn­að­ar­mikl­ar hug­mynd­ir Flokks fólks­ins um end­ur­bæt­ur á al­manna­trygg­inga­kerf­inu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár