Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Aðalhagfræðingur segir myntráð óráð

„Ein­hliða fast­geng­is­stefna eins og velt hef­ur ver­ið upp und­an­far­ið held ég að sé ekki skyn­sam­leg lausn ef mynt­banda­lags­val­kost­ur­inn er ekki fyr­ir hendi,“ sagði Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, að­al­hag­fræð­ing­ur Seðla­banka Ís­lands í kvöld.

Aðalhagfræðingur segir myntráð óráð

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, telur ekki skynsamlegt að taka upp myntráð í stað núverandi fyrirkomulags í gengismálum. Þetta sagði hann í viðtali í Speglinum í kvöld, en myntráð var eitt helsta kosningaloforð Viðreisnar í efnahagsmálum fyrir síðustu kosningar. Flokkurinn fer nú með fjármálaráðuneytið en samið var um það þegar ríkisstjórnin var mynduð að málefni Seðlabankans yrðu færð til forsætisráðuneytisins.

Í myntráðsfyrirkomulagi felst að einn gjaldmiðill er tengdur við annan með þeim hætti að stjórnvöld skuldbinda sig til þess að skipta innlendum gjaldmiðli út fyrir kjölfestugjaldmiðil, svo sem evru, á fyrirfram ákveðnu gengi. 

Fram kom í viðtalinu við Þórarin að slík einhliða fastgengisstefna myndi aldrei geta komið í veg fyrir sveiflur á raungengi og vöxtum. „Einhliða fastgengisstefna eins og velt hefur verið upp undanfarið held ég að sé ekki skynsamleg lausn ef myntbandalagsvalkosturinn er ekki fyrir hendi,“ segir hann og bendir á að raungengissveiflur þekkist í löndum sem búa við myntráð. „Það er ekki til neitt fyrirkomulag peningamála sem mun láta svona sveiflur hverfa.“

Í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um efnahagsaðstæður á Íslandi sem kom út í lok júní voru Íslendingar hvattir til að halda sig við núverandi gengisfyrirkomulag í stað þess að binda krónuna við annan gjaldmiðil. Fram kom að fastgengisstefna myndi draga úr sjálfræði Íslendinga á sviði peningamála og skapa aukna þörf fyrir sveiflujafnandi ríkisfjármálastefnu til að tryggja stöðugleika. Reynslan sýndi að Íslendingum hefði ekki alltaf gengið vel að sporna við ofhitnun hagkerfisins með stjórntækjum ríkisfjármálanna. Bent var á að binding gjaldmiðilsins við aðra mynt gæti gert Ísland berskjaldaðra fyrir spákaupmennskuárásum og jafnvel kallað á endurupptöku fjármagnshafta til að verja hagkerfið fyrir slíku. Raunar væri enginn gjaldmiðill í boði sem hentaði sérstaklega vel sem akkeri fyrir krónuna. 

OECD telur að það væri mun æskilegra fyrir Íslendinga að gerast aðilar myntsamstarfi, svo sem í gegnum Evrópusambandið, en slíkt krefjist þess að pólitískur vilji sé fyrir því á Íslandi.

Sú staða er hins vegar ekki uppi í dag, enda var samið um það við myndun núverandi ríkisstjórnar að stjórnarmeirihlutinn, þar á meðal þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, muni hindra að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið allt fram til loka kjörtímabilsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár