Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

OECD telur óbreytt gengisfyrirkomulag æskilegast og bendir á ókosti þess að binda krónuna við aðra mynt

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in var­ar við bind­ingu krón­unn­ar við ann­an gjald­mið­il, en flokk­ur fjár­mála­ráð­herra hef­ur tal­að fyr­ir slíkri bind­ingu í gegn­um mynt­ráð.

OECD telur óbreytt gengisfyrirkomulag æskilegast og bendir á ókosti þess að binda krónuna við aðra mynt

OECD hvetur Íslendinga til að halda sig við núverandi gengisfyrirkomulag í stað þess að binda krónuna við annan gjaldmiðil. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, um efnahagsaðstæður á Íslandi. 

Mari Kiviniemi, aðstoðaframkvæmdastjóri stofnunarinnar, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi í dag ásamt Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, en flokkur hans hefur talað eindregið fyrir því að gengi krónunnar verði fest við annan gjaldmiðil með upptöku myntráðs. Í slíku fyrirkomulagi felst að stjórnvöld skuldbinda sig til þess að skipta innlendum gjaldmiðli út fyrir kjölfestugjaldmiðil, svo sem evru, á fyrirfram ákveðnu gengi. 

Við myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ákveðið að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, myndi ekki fara með málefni Seðlabankans þrátt fyrir að vera fjármálaráðherra og hafa lagt megináherslu á gjaldmiðlamál í kosningabaráttu sinni.

Engu að síður hefur hann haldið áfram að tala fyrir upptöku myntráðs og nýlega mætti hann í sjónvarpsviðtal um styrkingu krónunnar klæddur stuttermabol með mynd af evrunni. 

OECD bendir á að fastgengisstefna myndi draga úr sjálfræði Íslendinga á sviði peningamála og skapa aukna þörf fyrir sveiflujafnandi ríkisfjármálastefnu til að tryggja stöðugleika. Bent er á að Íslendingum hafi ekki alltaf gengið vel að sporna við ofhitnun hagkerfisins með stjórntækjum ríkisfjármálanna.

Þá kemur fram að binding gjaldmiðilsins geti gert Ísland berskjaldaðra fyrir spákaupmennskuárásum og jafnvel kallað á endurupptöku fjármagnshafta til að verja hagkerfið fyrir slíku. Jafnframt henti enginn gjaldmiðill sérstaklega vel sem akkeri fyrir krónuna. Ef Ísland tengdi krónuna við annan gjaldmiðil einhliða, án samstarf við t.d. Evrópska seðlabankann, yrði nánast ógerlegt að verjast spákaupmennskuárás á gjaldmiðilinn. Æskilegra væri að gerast aðili að myntsamstarfi, svo sem í gegnum Evrópusambandið, en slíkt krefjist þess að pólitískur vilji sé fyrir því á Íslandi. 

„Í ljósi alls ofangreinds virðist æskilegasti kosturinn fyrir Ísland undir núverandi kringumstæðum vera sá að halda sig við ríkjandi fyrirkomulag á sviði gengismála,“ segir í skýrslu OECD.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár