Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

OECD telur óbreytt gengisfyrirkomulag æskilegast og bendir á ókosti þess að binda krónuna við aðra mynt

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in var­ar við bind­ingu krón­unn­ar við ann­an gjald­mið­il, en flokk­ur fjár­mála­ráð­herra hef­ur tal­að fyr­ir slíkri bind­ingu í gegn­um mynt­ráð.

OECD telur óbreytt gengisfyrirkomulag æskilegast og bendir á ókosti þess að binda krónuna við aðra mynt

OECD hvetur Íslendinga til að halda sig við núverandi gengisfyrirkomulag í stað þess að binda krónuna við annan gjaldmiðil. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, um efnahagsaðstæður á Íslandi. 

Mari Kiviniemi, aðstoðaframkvæmdastjóri stofnunarinnar, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi í dag ásamt Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, en flokkur hans hefur talað eindregið fyrir því að gengi krónunnar verði fest við annan gjaldmiðil með upptöku myntráðs. Í slíku fyrirkomulagi felst að stjórnvöld skuldbinda sig til þess að skipta innlendum gjaldmiðli út fyrir kjölfestugjaldmiðil, svo sem evru, á fyrirfram ákveðnu gengi. 

Við myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ákveðið að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, myndi ekki fara með málefni Seðlabankans þrátt fyrir að vera fjármálaráðherra og hafa lagt megináherslu á gjaldmiðlamál í kosningabaráttu sinni.

Engu að síður hefur hann haldið áfram að tala fyrir upptöku myntráðs og nýlega mætti hann í sjónvarpsviðtal um styrkingu krónunnar klæddur stuttermabol með mynd af evrunni. 

OECD bendir á að fastgengisstefna myndi draga úr sjálfræði Íslendinga á sviði peningamála og skapa aukna þörf fyrir sveiflujafnandi ríkisfjármálastefnu til að tryggja stöðugleika. Bent er á að Íslendingum hafi ekki alltaf gengið vel að sporna við ofhitnun hagkerfisins með stjórntækjum ríkisfjármálanna.

Þá kemur fram að binding gjaldmiðilsins geti gert Ísland berskjaldaðra fyrir spákaupmennskuárásum og jafnvel kallað á endurupptöku fjármagnshafta til að verja hagkerfið fyrir slíku. Jafnframt henti enginn gjaldmiðill sérstaklega vel sem akkeri fyrir krónuna. Ef Ísland tengdi krónuna við annan gjaldmiðil einhliða, án samstarf við t.d. Evrópska seðlabankann, yrði nánast ógerlegt að verjast spákaupmennskuárás á gjaldmiðilinn. Æskilegra væri að gerast aðili að myntsamstarfi, svo sem í gegnum Evrópusambandið, en slíkt krefjist þess að pólitískur vilji sé fyrir því á Íslandi. 

„Í ljósi alls ofangreinds virðist æskilegasti kosturinn fyrir Ísland undir núverandi kringumstæðum vera sá að halda sig við ríkjandi fyrirkomulag á sviði gengismála,“ segir í skýrslu OECD.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár