Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

OECD telur óbreytt gengisfyrirkomulag æskilegast og bendir á ókosti þess að binda krónuna við aðra mynt

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in var­ar við bind­ingu krón­unn­ar við ann­an gjald­mið­il, en flokk­ur fjár­mála­ráð­herra hef­ur tal­að fyr­ir slíkri bind­ingu í gegn­um mynt­ráð.

OECD telur óbreytt gengisfyrirkomulag æskilegast og bendir á ókosti þess að binda krónuna við aðra mynt

OECD hvetur Íslendinga til að halda sig við núverandi gengisfyrirkomulag í stað þess að binda krónuna við annan gjaldmiðil. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, um efnahagsaðstæður á Íslandi. 

Mari Kiviniemi, aðstoðaframkvæmdastjóri stofnunarinnar, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi í dag ásamt Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, en flokkur hans hefur talað eindregið fyrir því að gengi krónunnar verði fest við annan gjaldmiðil með upptöku myntráðs. Í slíku fyrirkomulagi felst að stjórnvöld skuldbinda sig til þess að skipta innlendum gjaldmiðli út fyrir kjölfestugjaldmiðil, svo sem evru, á fyrirfram ákveðnu gengi. 

Við myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ákveðið að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, myndi ekki fara með málefni Seðlabankans þrátt fyrir að vera fjármálaráðherra og hafa lagt megináherslu á gjaldmiðlamál í kosningabaráttu sinni.

Engu að síður hefur hann haldið áfram að tala fyrir upptöku myntráðs og nýlega mætti hann í sjónvarpsviðtal um styrkingu krónunnar klæddur stuttermabol með mynd af evrunni. 

OECD bendir á að fastgengisstefna myndi draga úr sjálfræði Íslendinga á sviði peningamála og skapa aukna þörf fyrir sveiflujafnandi ríkisfjármálastefnu til að tryggja stöðugleika. Bent er á að Íslendingum hafi ekki alltaf gengið vel að sporna við ofhitnun hagkerfisins með stjórntækjum ríkisfjármálanna.

Þá kemur fram að binding gjaldmiðilsins geti gert Ísland berskjaldaðra fyrir spákaupmennskuárásum og jafnvel kallað á endurupptöku fjármagnshafta til að verja hagkerfið fyrir slíku. Jafnframt henti enginn gjaldmiðill sérstaklega vel sem akkeri fyrir krónuna. Ef Ísland tengdi krónuna við annan gjaldmiðil einhliða, án samstarf við t.d. Evrópska seðlabankann, yrði nánast ógerlegt að verjast spákaupmennskuárás á gjaldmiðilinn. Æskilegra væri að gerast aðili að myntsamstarfi, svo sem í gegnum Evrópusambandið, en slíkt krefjist þess að pólitískur vilji sé fyrir því á Íslandi. 

„Í ljósi alls ofangreinds virðist æskilegasti kosturinn fyrir Ísland undir núverandi kringumstæðum vera sá að halda sig við ríkjandi fyrirkomulag á sviði gengismála,“ segir í skýrslu OECD.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár