Leigufélagið Ásbrú ehf. selur nú íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu sem félagið keypti af ríkisfyrirtækinu Kadeco sem til stóð að leigja fólki. Stofnað hefur verið sérstakt fasteignafélag vegna viðskiptanna, 235 fasteignir, og sendi fyrirtækið frá sér fréttatilkynningu um sölu eignanna í lok ágúst. Um er að ræða 32 íbúðir. Ásbrú ehf. keypti umræddar íbúðir og fleiri, samtals 470 talsins, af Kadeco undir lok árs í fyrra fyrir fimm milljarða króna og voru viðskiptin að hluta til fjármögnuð með seljendaláni frá ríkisfyrirtækinu upp á 2,5 milljarða króna.
Íbúðirnar sem um ræðir voru áður í eigu bandaríska hersins sem gaf íslenska ríkinu þær þegar varnarliðið kvaddi Ísland á síðasta áratug. Síðan þá hefur ríkið haldið á eignunum í gegnum Kadeco og hefur síðastliðin ár selt megnið af þeim.
Kannski seldar með „tíð og tíma“
Þegar íbúðirnar voru keyptar stóð til að leigja þær út eftir endurbætur á þeim en í stað þess hefur …
Athugasemdir