Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vildi ekki að fjallað yrði um mál Roberts Downey

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formað­ur alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Al­þing­is, lagð­ist gegn því að fjall­að yrði um upp­reist æru Roberts Dow­ney á opn­um fundi nefnd­ar­inn­ar, en dró í land eft­ir að nefnda­svið Al­þing­is skil­aði áliti um mál­ið.

Vildi ekki að fjallað yrði um mál Roberts Downey

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, beindi því til þingmanna nefndarinnar í síðustu viku að ekki mætti ræða efnislega um uppreist æru barnaníðingsins Robert Downey á opnum fundi nefndarinnar sem fram fer á morgun. 

Eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, óskaði eftir rökstuðningi Áslaugar fyrir ákvörðuninni og nefndasviði Alþingis var falið að vinna minnisblað um málið féll nefndarformaðurinn frá þessari kröfu. Taldi nefndasviðið að nefndarmenn hefðu rétt til þess að fara fram á og ræða upplýsingar um uppreist æru einstakra aðila. Þá væri umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um uppreist æru ekki til þess fallin að binda hendur allsherjar- og menntamálanefndar að því er varðar umræðu um málið. 

Stundin hafði samband við Áslaugu og spurði hvers vegna ekki mætti ræða „efnislega um málsmeðferðina þegar Robert Downey var veitt uppreist æru“, sbr. frétt Vísis um málið, og hvort hún teldi að þingmönnum nefndarinnar og ráðherra væri ekki treystandi til að ræða málin innan marka þess sem er löglegt og viðeigandi. 

Í svari Áslaugar sem barst í morgun vísaði hún til 5. mgr. 19. gr. þingskaparlaga, en þar segir að óheimilt sé „að miðla upplýsingum á opnum fundi, eða vísa til þeirra, sem eiga að fara leynt samkvæmt reglum um þagnarskyldu eða upplýsingalögum“. Þá benti hún á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd væri nú þegar með mál Roberts Downey til umfjöllunar. 

Skömmu síðar kom hún fram í viðtali við RÚV og sagði að nefndarmönnum væri „að sjálfsögðu heimilt að spyrja að hverju sem er“, en þar sem fundurinn væri opinn gæti dómsmálaráðherra þurft að vísa til trúnaðarskyldu í því máli í einhverjum tilvikum. Þá kom fram að Áslaug hefði orðið við beiðni Þórhildar Sunnu um að Bergi Þór Ingólfssyni, föður eins af brotaþolum Roberts Downey, yrði boðið á fundinn. 

Þegar Stundin hafði samband við Þórhildi Sunnu fagnaði hún þessu og sagði þetta bera merki um að þingmenn meirihlutans virtust loks tilbúnir að leggja við hlustir og taka á þessu máli á sanngjarnan og gagnsæjan hátt.

Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, segir í samtali við Stundina að þótt fundur allsherjar- og menntamálanefndar muni eflaust að mestu snúast um hvernig breyta megi reglum um uppreist æru til framtíðar, þá eigi sú umræða sér ekki stað í tómarúmi. Mál Roberts Downey og umræðan sem skapaðist í kringum það sé í raun ástæða þess að boðað var til fundarins og ekki sé hægt að horfa framhjá því.

Veiting uppreistar æru hefur verið talsvert til umræðu undanfarnar vikur eftir að greint var frá því að Robert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, hefði verið veitt „óflekkað mannorð“ með staðfestingu forseta Íslands og dómsmálaráðherra. Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að brjóta gegn fjórum stúlkum, einni sem var fjórtán ára þegar brotin voru framin og þremur sem voru fimmtán ára. Árið 2010 var hann dæmdur á ný fyrir brot gegn fimmtu stúlkunni án þess að honum væri gerð refsing í því máli. 

Stundin greindi svo frá því í síðustu viku að maður að nafni Hjalti Sigurjón Hauksson hefði fengið uppreist æru sama dag og Downey. Hjalti var dæmdur árið 2004 fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni nær daglega í 12 ár frá því hún var um fimm ára gömul.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár