Rannsóknarskýrslan sem Landspítali – háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands láta vinna um um plastbarkamálið svokallaða, skurðaðgerðir ítalska læknisins Paulo Macchiarins, frestast um óákveðinn tíma en til stóð að skýrslan yrði kynnt í vor. Þetta kemur fram í svari frá Landspítalanum við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Í svarinu segir að ástæður frestunarinnar séu „ófyrirséðar aðstæður“ sem komið hafi upp við vinnu skýrslunnar. Í nefndinni sitja Páll Hreinsson hæstaréttardómari og læknarnir María Sigurjónsdóttir og Georg Bjarnason.
Í skýrslunni á að fjalla um íslenska anga plastbarkamálsins og aðkomu Landspítalans og Háskóla Íslands að því. Fyrsti sjúklingurinn sem Paulo Macchiarini græddi plastbarka í árið 2011 var Erítreumaðurinn Andemariam Beyene sem búsettur var á Íslandi. Íslenskur læknir Andemariams á Landspítalanum, Tómas Guðbjartsson, leitaði aðstoðar lækna á Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi vegna veikinda Erítreumannsins en hann var með krabbamein í hálsi sem ekki var talið skurðtækt.
Í framhaldinu kom Paulo Macchiarini að tilfelli Andemariams og úr varð að …
Athugasemdir