Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú vakið hneykslun vegna þess hve vægt hann brást við þegar bandarískur nasisti og rasisti gerði morðárás á mótmælendur í bænum Charlottesville í Virginíuríki. Hér verður fjallað um hvað var á seyði í Charlottesville sem varð til þess að upp úr sauð. Flestir hafa áreiðanlega heyrt að þar stóð til að taka niður styttu af Robert E. Lee, helsta herforingja Suðurríkjanna í borgarastríðinu vestanhafs sem geisaði 1861–1865.
En hver var Robert þessi Lee, hvers vegna var honum reist stytta á sínum tíma og hvers vegna átti nú að taka hana niður?
Árið 1861 voru 85 ár frá sjálfstæðisyfirlýsingu bresku nýlendnanna á austurströnd Norður-Ameríku. Eftir að hafa sigrast á Bretum mynduðu þær bandalag ríkja og fór ríkjunum brátt fjölgandi eftir því sem byggð Evrópumanna og afkomenda þeirra teygði sig lengra inn á lendur frumbyggja. Gjarnan var deilt um hver skyldu vera valdmörk einstakra ríkja annars vegar og …
Athugasemdir