Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Milljónir Napólíbúa í hættu: Tvö risaeldgos á leiðinni?

Ill­ugi Jök­uls­son gerði sér ekki grein fyr­ir því að við hlið­ina á Vesúvíusi væri önn­ur enn stærri eld­stöð.

Milljónir Napólíbúa í hættu: Tvö risaeldgos á leiðinni?
Gosið í Vesúvíusi. Málverk eftir Pierre Jacques Volaire.

Mér skilst það sé fallegt við Napólí-flóa.

Þar hafa líka margir kosið að setjast að. Í Napólí-borg býr um ein milljón manna en í allra næsta nágrenni um tvær og hálf til viðbótar. Þá má alltaf gera ráð fyrir að í borginni og bæjunum við flóann sé á hverjum tíma staddur ótölulegur grúi af ferðamönnum.

Sannleikurinn mun vera sá að allt þetta fólk er í lífshættu.

Og ógnin kemur ekki frá mafíunni sem þó leikur þarna lausum hala, heldur úr iðrum jarðar.

Við flóann er ekki bara eitt, heldur tvö ógnarleg eldfjöll, sem geta víst gosið nánast á hverri stundu.

Og þá verður um sinn ekki fallegt við Napólí-flóa.

Ég sá um daginn fyrirsögn á erlendri vefsíðu þar sem stóð að ofur-eldstöð í námunda við Napólí gæti farið að bæra á sér. Og hugsaði, nú, er Vesúvíus eitthvað að ókyrrast?

En það var reyndar ekki átt við hinn fræga Vesúvíus, heldur annað fyrirbæri sem líka stendur við Napólí-flóa og er í aðeins 20 kílómetra fjarlægð (loftlínu) frá Vesúvíusi.

Það var sem sé átt við Campi Flegrei.

Og Campi Flegrei er víst miklu, miklu hættulegri eldstöð en Vesúvíus.

Sem er nú ekki nein meinleysisþúfa. Hann gróf borgirnar Pompeii, Herculaneum og fleiri í ösku árið 79.

Campi Flegrei er reyndar ekki hægt að kalla „eldfjall“ þótt eldstöðin hafi hlaðið upp nokkrum smáfjöllum gegnum tíðina. Þetta er „caldera“, askja eða kannski öllu heldur sigketill sem geymir svokallaða „ofur-eldstöð“.

Þær munu vera þeirrar náttúru flestar að í stað þess að gjósi endilega gjósi á afmörkuðum stað eða sprungu, þá getur jarðskorpan nánast flest af á stóru svæði og gosefni vella þar upp víða eða hvarvetna.

Yellowstone-þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum mun vera slíkt svæði og mun einhvern gjósa gríðarlegu gosi, sem fyrirsjáanlegt er að valdi stórkostlegu tjóni.

Calderan Campi Flegrei er að stórum hluta neðansjávar en telja má 24 gíga, fell og gosstöðvar af ýmsu tagi.

Síðast gaus þarna 1538. Þá hlóðst upp á átta dögum fjall sem nú er 458 metra hátt og fékk það frumlega nafn Monte Nuovo.

Nýja fjall.

Þar gæti komið stórt gos. Miklu stærra en 1538.

Það getur gosið á einum stað, það gæti líka gosið á svæðinu öllu.

Nánast eins og eldstöðin rífi ofan af sér þunna húð jarðskorpunnar.

Vissulega eru þekkt eldgos í Campi Flegrei ekki talin í hópi allra, allra stærstu eldgosa í jarðsögunni.

Þau stærstu teljast vera í áttunda flokki en stærsta gos sem vitað er um í Campi Flegrei er reyndar í þeim sjöunda.

Það átti sér stað fyrir 39.000 árum og ruddi frá sér 200 rúmkílómetrum gosefna. 

Gosmagnið sem kom upp í Lagagígum var 14 rúmkílómetrar.

Þar var að vísu fyrst og fremst um hraun að ræða, en gosið í Campi Flegrei var eflaust að stærstum öskugos, svo magnið er vissulega ekki að öllu leyti sambærilegt, en tölurnar tala samt sínu máli.

Campi 200 - Lakagígar 14.

Aska frá þessu gosi hefur fundist í Grænlandsjökli.

Margir telja að þetta gos í Campi hafi valdið útrýmingu Neanderdalsmannsins í Evrópu.

Enda ljóst að veður hefur snarkólnað við að fá allt þetta öskumagn út í andrúmsloftið.

Og einmitt um það leyti dóu Neanderdalsmenn út.

Síðasta stóra gosið í Campi Flegrei varð fyrir 12.000 árum.

Það var ekki eins stórt og það sem varð fyrir 39.000 árum en ef það yrði nú á dögum, þegar allur þessi mannfjöldi býr og sleikir sólina við Napólí-flóa, þá gæti það valdið ógnarlegu manntjóni.

Og nú telja vísindamenn sig semsagt sjá merki þess að Campi Flegrei gæti kosið hvenær sem er.

Eftir að fyrstu fréttirnir af þessum spádómum bárust út, og fólk fór að hafa áhyggjur, þá drógu vísindamenn reyndar svolítið í land.

Gosið væri kannski ekki alveg yfirvofandi.

Og „hvenær sem er“ í munni jarðfræðinga hefur líka dálítið aðra merkingu en í munni okkar hinna.

Tíu ár? Fimmtíu? Þúsund ár? Fimm þúsund?

Hver veit? En einhvern tíma gýs Campi Flegrei að nýju, svo mikið mun vera víst.

Á vefsíðu jarðvísindamanns á snærum tímaritsins WIRED telur hann Campi Flegrei hættulegustu eldstöð í heimi.

Hvorki meira né minna.

Og Vesúvíus er í fimmta sæti.

Menn vita nefnilega heldur ekki nema hann gæti látið á sér kræla hvenær sem er.

Ég mundi ekki endilega kaupa mér sumarbústað við Napólí-flóa.

Þótt þar sé víst fallegt.

Campi Flegrei og Vesúvíus.Rauða táknið er yfir Monte Nuovo. Aðeins eru 20 kílómetrar á milli eldstöðvanna. Það er því líkast sem höfuðborgarbúar á Íslandi væru með eitt risaeldfjall í Mosfellsbæ og annað í Hafnarfirði.

 

 

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
6
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár