Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?

Ill­ugi Jök­uls­son skrif­ar um mjög óvænt­an forn­leifa­fund í Ástr­al­íu.

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?
Mirarr-maður skoðar ævafornar myndir formæðra sinna og -feðra. Myndin er af Twitter-reikningi Gundjeihmi Jabiru.

Nyrst í Ástralíu er þjóðgarðurinn Kakadu. Hann er gríðarlega stór, samsvarar nærri 20 prósentum af stærð Íslands. Og nú hafa fundist þar munir sem líklega verða til þess að hugsa þarf upp á nýtt alla sögu mannsins.

Eftir ýmsar nýlegar uppgötvanir - meðal annars að manntegundir hafi verið fleiri í árdaga en talið hefur verið - þá voru vísindamenn orðnir nokkuð sammála um þá atburðarás sem hér greinir:

Fyrir um 100.000 árum voru nokkrar manntegundir í heiminum - Neanderdalsmenn í Evrópu, Denisovar og Sólómenn í Asíu, Homo Sapiens í Afríku. Og vafalaust fleiri.

Þessar tegundir voru allar komnar af Suðuröpum í Afríku, þær voru ósköp svipaðar, stóðu allar á nærri því sama tæknistigi, og við - Homo Sapiens - vorum frændfólki okkar á engan hátt fremri.

Fyrir um 70.000 árum gerðist hins vegar eitthvað. Einhver stökkbreyting í heilastarfsemi Sapiens varð til þess að hann fór að hugsa hlutina upp á nýtt í bókstaflegri merkingu.

Hvað þetta var nákvæmlega er ekki vitað. Sumir vilja raunar ekki tala um eina einstaka stökkbreytingu, heldur fremur „þróunarstökk“. Það verður þó að liggja milli hluta hér.

Altént gerðist eitthvað ótrúlega hratt.

Kannski var það fólgið í aukinni getu til að tjá sig og eiga samskipti. Kannski snerist það frekar um að draga ályktanir og hugsa fram í tímann.

Hvað sem því líður, þá varð þetta þróunarstökk eða stökkbreyting til þess að Homo Sapiens tók heljarstökk fram úr frændum sínum og frænkum.

Mjög fljótlega eftir að þetta gerðist lagði hann upp frá Afríku og dreifðist um heiminn. Einna fyrst virðist hann hafa lagt af stað meðfram ströndum Asíu frá Arabíuskaga og um Indland og inn í Suðaustur-Asíu.

Þaðan komst hann svo furðu fljótt yfir til Ástralíu og var mættur þangað fyrir 45.000 árum eða svo.

Að fara alla þá vegalengd á aðeins 20.-25.000 árum var vel af sér vikið.

Fljótlega eftir að maðurinn kom til Ástralíu þá dó þar út mikil fána risavaxinna pokadýra af ýmsu tagi. Og segir sig sjálft að Sapiens hlýtur að vera sterklega grunaður um að hafa banað dýrunum.

Þessi atburðarás er til dæmis lögð til grundvallar í bókinni „Sapiens“ eftir ísraelska sagnfræðinginn Yuval Noah Harari sem ýmsir hafa lesið.

Og henni er líka fylgt í þessari flækjusögugrein hér sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrir tveimur árum.

En nú hafa fornleifafundirnir í Kakadu komið þessari sögu í algjört uppnám.

Eftir miklar rannsóknir hafa munir, sem þar fundust, verið tímasettir þannig að þeir séu alls ekki yngri en 65.000 ára gamlir, og ef til vill séu þeir allt að 80.000 ára gamlir.

Risapokadýreins og þetta ráfuðu um sléttur Ástralíu þegar menn komu þar fyrst.

Þetta þýðir ýmislegt. Ef menn hafa verið komnir til Ástralíu svo snemma hafa þeir til dæmis búið ásamt með og innan um stóru pokadýrin miklu lengur en áður hefur verið talið. 

Það þýðir að það er ekki endilega beint samhengi milli komu mannsins og útrýmingar pokadýranna.

Þetta er samt ekki mesta byltingin sem hinir nýju fornleifafundir kunna að valda.

Því hvað verður um hina snyrtilegu kenningu um stökkbreytinguna í Afríku fyrir 70.000 árum (eða þróunarstökkið) - sem olli því að hugsun mannsins dýpkaði svo mjög og hann æddi af stað í ferðalög - ef það kemur svo í ljós að Homo Sapiens var þá þegar kominn til Ástralíu?!

Þetta er ekki bara spurning um að færa margnefnda stökkbreytingu aftur um 30.000 ár eða svo, þannig að hún hafi orðið fyrir 100.000 árum og menn hafi þá lagt af stað frá Afríku.

Heldur blasir þá við spurningin:

Af hverju höfum við fram að þessu ekki fundið nein merki um þessa blessuðu stökkbreytingu á tímabilinu fyrir 100.000-70.000 árum?

Hafa þau einfaldlega farið framhjá okkur?

Eða var framgangur Homo Sapiens afleiðing af þróun, sem fór fram víða um heim, en ekki einstöku stökki?

Og áttu hinar manntegundirnar - frændfólkið góða - kannski meiri þátt í þeirri þróun en talið hefur verið?

Spennandi tímar í vændum í forsögufræðum, svo mikið er víst!

Afkomendur frumbyggja á Kakadu-svæðinu eru altént hæstánægðir en fornleifauppgröfturinn fór fram í góðri samvinnu við þá.

Á vef Guardian er haft eftir einum talsmanni Mirarr-manna, sem þar búa:

„Við viljum gjarnan segja fólki að við höfum verið hér lengi - segja öllum Balanda [allir aðrir en frumbyggjar Ástralíu] þær sögur, að [okkar] fólk hafi verið hér í mjög langan tíma.“

Það má sannarlega til sanns vegar færa, og að því er virðist mun lengur en talið hefur verið.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár