Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?

Ill­ugi Jök­uls­son skrif­ar um mjög óvænt­an forn­leifa­fund í Ástr­al­íu.

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?
Mirarr-maður skoðar ævafornar myndir formæðra sinna og -feðra. Myndin er af Twitter-reikningi Gundjeihmi Jabiru.

Nyrst í Ástralíu er þjóðgarðurinn Kakadu. Hann er gríðarlega stór, samsvarar nærri 20 prósentum af stærð Íslands. Og nú hafa fundist þar munir sem líklega verða til þess að hugsa þarf upp á nýtt alla sögu mannsins.

Eftir ýmsar nýlegar uppgötvanir - meðal annars að manntegundir hafi verið fleiri í árdaga en talið hefur verið - þá voru vísindamenn orðnir nokkuð sammála um þá atburðarás sem hér greinir:

Fyrir um 100.000 árum voru nokkrar manntegundir í heiminum - Neanderdalsmenn í Evrópu, Denisovar og Sólómenn í Asíu, Homo Sapiens í Afríku. Og vafalaust fleiri.

Þessar tegundir voru allar komnar af Suðuröpum í Afríku, þær voru ósköp svipaðar, stóðu allar á nærri því sama tæknistigi, og við - Homo Sapiens - vorum frændfólki okkar á engan hátt fremri.

Fyrir um 70.000 árum gerðist hins vegar eitthvað. Einhver stökkbreyting í heilastarfsemi Sapiens varð til þess að hann fór að hugsa hlutina upp á nýtt í bókstaflegri merkingu.

Hvað þetta var nákvæmlega er ekki vitað. Sumir vilja raunar ekki tala um eina einstaka stökkbreytingu, heldur fremur „þróunarstökk“. Það verður þó að liggja milli hluta hér.

Altént gerðist eitthvað ótrúlega hratt.

Kannski var það fólgið í aukinni getu til að tjá sig og eiga samskipti. Kannski snerist það frekar um að draga ályktanir og hugsa fram í tímann.

Hvað sem því líður, þá varð þetta þróunarstökk eða stökkbreyting til þess að Homo Sapiens tók heljarstökk fram úr frændum sínum og frænkum.

Mjög fljótlega eftir að þetta gerðist lagði hann upp frá Afríku og dreifðist um heiminn. Einna fyrst virðist hann hafa lagt af stað meðfram ströndum Asíu frá Arabíuskaga og um Indland og inn í Suðaustur-Asíu.

Þaðan komst hann svo furðu fljótt yfir til Ástralíu og var mættur þangað fyrir 45.000 árum eða svo.

Að fara alla þá vegalengd á aðeins 20.-25.000 árum var vel af sér vikið.

Fljótlega eftir að maðurinn kom til Ástralíu þá dó þar út mikil fána risavaxinna pokadýra af ýmsu tagi. Og segir sig sjálft að Sapiens hlýtur að vera sterklega grunaður um að hafa banað dýrunum.

Þessi atburðarás er til dæmis lögð til grundvallar í bókinni „Sapiens“ eftir ísraelska sagnfræðinginn Yuval Noah Harari sem ýmsir hafa lesið.

Og henni er líka fylgt í þessari flækjusögugrein hér sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrir tveimur árum.

En nú hafa fornleifafundirnir í Kakadu komið þessari sögu í algjört uppnám.

Eftir miklar rannsóknir hafa munir, sem þar fundust, verið tímasettir þannig að þeir séu alls ekki yngri en 65.000 ára gamlir, og ef til vill séu þeir allt að 80.000 ára gamlir.

Risapokadýreins og þetta ráfuðu um sléttur Ástralíu þegar menn komu þar fyrst.

Þetta þýðir ýmislegt. Ef menn hafa verið komnir til Ástralíu svo snemma hafa þeir til dæmis búið ásamt með og innan um stóru pokadýrin miklu lengur en áður hefur verið talið. 

Það þýðir að það er ekki endilega beint samhengi milli komu mannsins og útrýmingar pokadýranna.

Þetta er samt ekki mesta byltingin sem hinir nýju fornleifafundir kunna að valda.

Því hvað verður um hina snyrtilegu kenningu um stökkbreytinguna í Afríku fyrir 70.000 árum (eða þróunarstökkið) - sem olli því að hugsun mannsins dýpkaði svo mjög og hann æddi af stað í ferðalög - ef það kemur svo í ljós að Homo Sapiens var þá þegar kominn til Ástralíu?!

Þetta er ekki bara spurning um að færa margnefnda stökkbreytingu aftur um 30.000 ár eða svo, þannig að hún hafi orðið fyrir 100.000 árum og menn hafi þá lagt af stað frá Afríku.

Heldur blasir þá við spurningin:

Af hverju höfum við fram að þessu ekki fundið nein merki um þessa blessuðu stökkbreytingu á tímabilinu fyrir 100.000-70.000 árum?

Hafa þau einfaldlega farið framhjá okkur?

Eða var framgangur Homo Sapiens afleiðing af þróun, sem fór fram víða um heim, en ekki einstöku stökki?

Og áttu hinar manntegundirnar - frændfólkið góða - kannski meiri þátt í þeirri þróun en talið hefur verið?

Spennandi tímar í vændum í forsögufræðum, svo mikið er víst!

Afkomendur frumbyggja á Kakadu-svæðinu eru altént hæstánægðir en fornleifauppgröfturinn fór fram í góðri samvinnu við þá.

Á vef Guardian er haft eftir einum talsmanni Mirarr-manna, sem þar búa:

„Við viljum gjarnan segja fólki að við höfum verið hér lengi - segja öllum Balanda [allir aðrir en frumbyggjar Ástralíu] þær sögur, að [okkar] fólk hafi verið hér í mjög langan tíma.“

Það má sannarlega til sanns vegar færa, og að því er virðist mun lengur en talið hefur verið.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Það rís úr djúpinu 2: Lífið fæddist í grimmu úthafi og miklu fyrr en talið var
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 2: Líf­ið fædd­ist í grimmu út­hafi og miklu fyrr en tal­ið var

Þeg­ar ég var strák­ur og las fjöl­fræði­bæk­ur þá var mynd­in af upp­hafi lífs­ins á Jörð­inni ein­hvern veg­inn svona: Á huggu­legri frið­sælli strönd hafði mynd­ast grunn­ur poll­ur í flæð­ar­mál­inu. Með flóð­inu bár­ust dag­lega allskon­ar efni í poll­inn sem síð­an urðu eft­ir þeg­ar fjar­aði. Að lok­um var poll­ur­inn orð­inn lík­ast­ur þykkri súpu af allskon­ar efn­um, ekki síst kol­efni en líka fjölda annarra...
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár