Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?

Ill­ugi Jök­uls­son skrif­ar um mjög óvænt­an forn­leifa­fund í Ástr­al­íu.

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?
Mirarr-maður skoðar ævafornar myndir formæðra sinna og -feðra. Myndin er af Twitter-reikningi Gundjeihmi Jabiru.

Nyrst í Ástralíu er þjóðgarðurinn Kakadu. Hann er gríðarlega stór, samsvarar nærri 20 prósentum af stærð Íslands. Og nú hafa fundist þar munir sem líklega verða til þess að hugsa þarf upp á nýtt alla sögu mannsins.

Eftir ýmsar nýlegar uppgötvanir - meðal annars að manntegundir hafi verið fleiri í árdaga en talið hefur verið - þá voru vísindamenn orðnir nokkuð sammála um þá atburðarás sem hér greinir:

Fyrir um 100.000 árum voru nokkrar manntegundir í heiminum - Neanderdalsmenn í Evrópu, Denisovar og Sólómenn í Asíu, Homo Sapiens í Afríku. Og vafalaust fleiri.

Þessar tegundir voru allar komnar af Suðuröpum í Afríku, þær voru ósköp svipaðar, stóðu allar á nærri því sama tæknistigi, og við - Homo Sapiens - vorum frændfólki okkar á engan hátt fremri.

Fyrir um 70.000 árum gerðist hins vegar eitthvað. Einhver stökkbreyting í heilastarfsemi Sapiens varð til þess að hann fór að hugsa hlutina upp á nýtt í bókstaflegri merkingu.

Hvað þetta var nákvæmlega er ekki vitað. Sumir vilja raunar ekki tala um eina einstaka stökkbreytingu, heldur fremur „þróunarstökk“. Það verður þó að liggja milli hluta hér.

Altént gerðist eitthvað ótrúlega hratt.

Kannski var það fólgið í aukinni getu til að tjá sig og eiga samskipti. Kannski snerist það frekar um að draga ályktanir og hugsa fram í tímann.

Hvað sem því líður, þá varð þetta þróunarstökk eða stökkbreyting til þess að Homo Sapiens tók heljarstökk fram úr frændum sínum og frænkum.

Mjög fljótlega eftir að þetta gerðist lagði hann upp frá Afríku og dreifðist um heiminn. Einna fyrst virðist hann hafa lagt af stað meðfram ströndum Asíu frá Arabíuskaga og um Indland og inn í Suðaustur-Asíu.

Þaðan komst hann svo furðu fljótt yfir til Ástralíu og var mættur þangað fyrir 45.000 árum eða svo.

Að fara alla þá vegalengd á aðeins 20.-25.000 árum var vel af sér vikið.

Fljótlega eftir að maðurinn kom til Ástralíu þá dó þar út mikil fána risavaxinna pokadýra af ýmsu tagi. Og segir sig sjálft að Sapiens hlýtur að vera sterklega grunaður um að hafa banað dýrunum.

Þessi atburðarás er til dæmis lögð til grundvallar í bókinni „Sapiens“ eftir ísraelska sagnfræðinginn Yuval Noah Harari sem ýmsir hafa lesið.

Og henni er líka fylgt í þessari flækjusögugrein hér sem ég skrifaði í Fréttablaðið fyrir tveimur árum.

En nú hafa fornleifafundirnir í Kakadu komið þessari sögu í algjört uppnám.

Eftir miklar rannsóknir hafa munir, sem þar fundust, verið tímasettir þannig að þeir séu alls ekki yngri en 65.000 ára gamlir, og ef til vill séu þeir allt að 80.000 ára gamlir.

Risapokadýreins og þetta ráfuðu um sléttur Ástralíu þegar menn komu þar fyrst.

Þetta þýðir ýmislegt. Ef menn hafa verið komnir til Ástralíu svo snemma hafa þeir til dæmis búið ásamt með og innan um stóru pokadýrin miklu lengur en áður hefur verið talið. 

Það þýðir að það er ekki endilega beint samhengi milli komu mannsins og útrýmingar pokadýranna.

Þetta er samt ekki mesta byltingin sem hinir nýju fornleifafundir kunna að valda.

Því hvað verður um hina snyrtilegu kenningu um stökkbreytinguna í Afríku fyrir 70.000 árum (eða þróunarstökkið) - sem olli því að hugsun mannsins dýpkaði svo mjög og hann æddi af stað í ferðalög - ef það kemur svo í ljós að Homo Sapiens var þá þegar kominn til Ástralíu?!

Þetta er ekki bara spurning um að færa margnefnda stökkbreytingu aftur um 30.000 ár eða svo, þannig að hún hafi orðið fyrir 100.000 árum og menn hafi þá lagt af stað frá Afríku.

Heldur blasir þá við spurningin:

Af hverju höfum við fram að þessu ekki fundið nein merki um þessa blessuðu stökkbreytingu á tímabilinu fyrir 100.000-70.000 árum?

Hafa þau einfaldlega farið framhjá okkur?

Eða var framgangur Homo Sapiens afleiðing af þróun, sem fór fram víða um heim, en ekki einstöku stökki?

Og áttu hinar manntegundirnar - frændfólkið góða - kannski meiri þátt í þeirri þróun en talið hefur verið?

Spennandi tímar í vændum í forsögufræðum, svo mikið er víst!

Afkomendur frumbyggja á Kakadu-svæðinu eru altént hæstánægðir en fornleifauppgröfturinn fór fram í góðri samvinnu við þá.

Á vef Guardian er haft eftir einum talsmanni Mirarr-manna, sem þar búa:

„Við viljum gjarnan segja fólki að við höfum verið hér lengi - segja öllum Balanda [allir aðrir en frumbyggjar Ástralíu] þær sögur, að [okkar] fólk hafi verið hér í mjög langan tíma.“

Það má sannarlega til sanns vegar færa, og að því er virðist mun lengur en talið hefur verið.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár