Þolendur kynferðisofbeldi þurfa stuðning og aðstoð við að vinna úr ofbeldinu. Það er því afar mikilvægt að þolendur treysti sér til þess að segja öðrum frá og leita sér hjálpar. Enn í dag eru viðbrögð sumra að afneita brotunum, gera lítið úr þolendum eða reynslu þeirra og því velja margir þolendur að þegja.
Stundin hefur fjallað mjög ítarlega um atvik sem gerst hafa á meðferðarstofnunum SÁÁ. Konur hafa stigið fram og fengið tækifæri til að segja frá kynferðislegri áreitni sem þær urðu fyrir í meðferð og/eða viðbrögðum starfsfólks þegar þær lýstu reynslu sinni. (Sjá t.d. „Það sem SÁÁ vill ekki tala um“ og „Var látin afneita áföllum í meðferð“.)
Eins og við var að búast gáfu þessar umfjallanir Stundarinnar formanni SÁÁ, Arnþóri Jónssyni, tilefni til að tjá sig um …
Athugasemdir