Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Spurningarnar sem ráðuneytið svarar ekki

Lög­regl­an hef­ur tjáð Önn­ur Katrínu Snorra­dótt­ur að sönn­un­ar­gögn sem lagt var hald á við rann­sókn á af­brot­um Roberts Dow­neys, áð­ur Ró­berts Árna Hreið­ars­son­ar, ár­ið 2005 séu mögu­lega ekki til eða skemmd. Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið svar­ar ekki Stund­inni þrátt fyr­ir ít­rek­að­ar fyr­ir­spurn­ir.

Spurningarnar sem ráðuneytið svarar ekki
Friðrik Smári Stundin fékk vilyrði lögreglumanns, sem kom að rannsókn málsins á sínum tíma, fyrir viðtali, ef Friðrik Smári yfirlögregluþjónn samþykkti það. Friðrik Smári hafnaði því hins vegar.

Anna Katrín Snorradóttir treystir á að gögn sem lögregla lagði hald á við húsleit hjá Róberti Árna Hreiðarssyni árið 2005 muni styðja við vitnisburð hennar, en hún lagði fram kæru á hendur honum fyrr í mánuðinum. Á meðal þess sem fannst voru tveir farsímar, fjögur símkort, yfir tvö hundruð ljósmyndir sem lögreglan flokkaði sem barnaklám og fimm myndbandsspólur sem sýndu börn á kynferðislegan máta. Það sem vakið hefur hvað mestan óhug í málinu var hins vegar minnisbók sem Róbert Árni átti og innihélt 335 kvenmannsnöfn, með ýmist símanúmerum eða tölvupóstföngum. Fyrir aftan nöfnin voru númer sem lögregla taldi víst að vísuðu í aldur stúlknanna. Anna Katrín segist viss um að nafnið hennar sé að finna í þessari minnisbók. Þá bindur hún einnig vonir um að myndirnar sem hún sendi „Rikka“ á sínum tíma séu á meðal þess sem lögregla fann í tölvum Róberts Árna sem og samskipti þeirra á samskiptaforritinu MSN.

Lögreglunni ber að halda utan um gögnin

 

Anna Katrín segir að sér hafi brugðið þegar lögreglumaðurinn sem tók af henni skýrslu vegna kærunnar sagði að ekki væri víst að gögnin sem lögregla lagði hald á árið 2005 væru enn til og ef þau væru til væru þau mögulega skemmd. Það er hins vegar ekki hlutverk lögreglu að varðveita gögn í sakamálum, að sögn þeirra lögreglumanna sem Stundin hefur rætt við. Eftir að lögregla lýkur rannsókn eru öll frumgögn send til héraðssaksóknara í dag en á þessum árum til ríkissaksóknara. Ef gefin er út ákæra í málinu fara gögnin til dóms. Önnur gögn en þau sem verða að málsgögnum ber lögreglu að varðveita.

Þá ber dómstólum að halda vel utan um þau gögn sem lögð eru fram í sakamálum. „Öll framlögð gögn í sakamáli eru vistuð hér hjá dómstólum og að tíma liðnum sendum við þau á Þjóðskjalasafnið. Þá eru rafræn gögn geymd í möppu viðkomandi máls,“ segir Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.

Hins vegar er málum háttað með öðrum hætti þegar rannsókn máls hefur verið felld niður. „Rannsóknargögn í málum sem felld eru niður eru geymd hjá því lögregluembætti sem fór með rannsóknina. Hugsunin með því er sú að þegar fram kemur beiðni um aðgang að gögnum þá geturðu kært synjun um aðgengi að gögnum hjá lögregluembættinu til ríkissaksóknara,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Þá enda öll gögn sem lögreglan aflar við rannsókn mála á Þjóðskjalasafninu enda ríkir skylda til að geyma öll gögn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár