Almenn hegningarlög banna að rifjuð séu upp afbrot þeirra sem hafa hlotið „uppreist æru“.
Veiting uppreistar æru hefur verið rædd undanfarnar vikur frá því að greint var frá að Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hefði verið veitt „óflekkað mannorð“ með staðfestingu forseta Íslands og starfandi dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktssyni.
Samkvæmt núgildandi meiðyrðalögum geta afbrotamenn sem hlotið hafa uppreist æru farið í ærumeiðingamál við þá sem rifja upp afbrot þeirra. Þannig segir í 238. grein almennra hegningarlaga: „Hafi maður, er sætt hefur refsidómi fyrir einhvern verknað, síðar öðlast uppreist æru, er ekki heimilt að bera hann framar þeim sökum, og leysir sönnun því ekki undan refsingu, ef svo stendur á.“
Eins og segir í ákvæðinu skiptir engu þótt satt sé að viðkomandi hafi framið verknaðinn, engu að síður má ekki nefna það. Í tilfellum þar sem menn hljóta uppreist æru er almennt komin fram sönnun um afbrot þeirra og hana að …
Athugasemdir