Allt frá því að Sandra Dögg Steinsdóttir var barn hefur hana langað til þess að búa í Danmörku. „Ég hafði mikinn áhuga á að læra dönsku og var ágæt í dönsku. Ég var búin að fá leiða á skólanum og langaði til að prófa að gera eitthvað nýtt,“ segir Sandra. Þegar hún sá svo auglýsingu á Facebook-hópnum Íslendingar í Kaupmannahöfn frá dönskum hjónum með tvær litlar stelpur sem bjuggu rétt utan við Kaupmannahöfn stökk hún á tækifærið og réði sig til þeirra sem au-pair. Þremur vikum síðar var hún farin út.
Erfitt í byrjun
Sandra setti sig í samband við hjónin og talaði nokkrum sinnum við þau á Skype áður en hún fór með foreldrum sínum til Danmerkur. Þetta var í ágúst 2014. Foreldrar hennar voru úti í fjóra daga áður en hún fór til fjölskyldunnar, sem býr í bænum Holte, rétt hjá Kaupmannahöfn.
„Fyrstu dagana hjá fjölskyldunni langaði mig …
Athugasemdir