Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Dreymdi alltaf um að búa í Danmörku

Sandra Dögg Steins­dótt­ir var sautján ára þeg­ar hún flutti til Dan­merk­ur í tæpt ár. Hún hafði átt sér þann draum frá barnæsku og var far­in út þrem­ur vik­um eft­ir að hún sá aug­lýst eft­ir au-pair þar úti. Dvöl­in hjá nýrri fjöl­skyldu var erf­ið fyrstu dag­ana en henni fór fljótt að líða bet­ur, lærði að standa á eig­in fót­um og treysta á sjálfa sig.

Dreymdi alltaf um að búa í Danmörku
Sandra Dögg Sandra ráðleggur þeim sem fara út sem au-pair að gera sem mest til þess að koma sér sem fyrst inn í menninguna og læra tungumálið. Það sé svo gaman að geta talað annað tungumál reiprennandi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Allt frá því að Sandra Dögg Steinsdóttir var barn hefur hana langað til þess að búa í Danmörku. „Ég hafði mikinn áhuga á að læra dönsku og var ágæt í dönsku. Ég var búin að fá leiða á skólanum og langaði til að prófa að gera eitthvað nýtt,“ segir Sandra. Þegar hún sá svo auglýsingu á Facebook-hópnum Íslendingar í Kaupmannahöfn frá dönskum hjónum með tvær litlar stelpur sem bjuggu rétt utan við Kaupmannahöfn stökk hún á tækifærið og réði sig til þeirra sem au-pair. Þremur vikum síðar var hún farin út. 

Erfitt í byrjun

Sandra setti sig í samband við hjónin og talaði nokkrum sinnum við þau á Skype áður en hún fór með foreldrum sínum til Danmerkur. Þetta var í ágúst 2014. Foreldrar hennar voru úti í fjóra daga áður en hún fór til fjölskyldunnar, sem býr í bænum Holte, rétt hjá Kaupmannahöfn.  

„Fyrstu dagana hjá fjölskyldunni langaði mig …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár