Á undanförnum tveim áratugum hafa orðið afar miklar breytingar á þeirri mynd sem við gerum okkur af fortíð mannkynsins sem tegundar. Eftir að menn höfðu loks í upphafi 20. aldar sætt sig við að maðurinn væri „kominn af öpum“ (sem er raunar villandi orðalag) þá var mynd fortíðarinnar til tölulega einföld.
Frá öpum þróuðust mannapar og svo apamenn sem lærðu að ganga uppréttir og nota einföld tól og svo birtist tegundin Homo Erectus fyrir tveim milljónum ára og frá þeirri tegund þróaðist svo Neanderdalsmaðurnn frumstæði og þar næst við, Homo Sapiens.
Einfalt mál, ein tegund tók við af annarri.
Nú vitum við að málið er miklu flóknara en þetta og oft voru margar manntegundir uppi samtímis.
En mikilvægi Homo Erectus verður aldrei ofmetið.
Langlífasta tegundin
Hann kom til skjalanna fyrir rúmlega tveim milljónum ára og dreifðist um Afríku, Evrópu og Asíu, sem þýðir að hann hafði mikla aðlögunarhæfni. Hann …



























































Athugasemdir