Krefst þess að Trump hætti að hóta yfirtöku Grænlands

Mette Fredrik­sen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, mæl­ist til þess að „Banda­rík­in hætti hót­un­um gegn sögu­lega nán­um banda­manni og gegn ann­arri þjóð og öðru fólki sem hef­ur mjög skýrt sagt að það sé ekki til sölu.“

Krefst þess að Trump hætti að hóta yfirtöku Grænlands
Mette Frederiksen Forsætisráðherra Danmerkur hefur ítrekað kröfu um að Bandaríkjaforseti hætti að hóta yfirtöku Grænlands. Mynd: EPA

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti Bandaríkin í dag til að hætta að „ógna sögulegum bandamanni sínum“ í kjölfar yfirlýsinga Donalds Trumps forseta um að hann „þyrfti algjörlega“ á Grænlandi að halda.

„Ég verð að segja þetta mjög skýrt við Bandaríkin: það er algerlega fáránlegt að segja að Bandaríkin eigi að taka yfir stjórn á Grænlandi,“ sagði danski leiðtoginn í yfirlýsingu, eftir að Trump ítrekaði ummæli sín um að Bandaríkin ættu að innlima danska sjálfstjórnarsvæðið.

Í yfirlýsingu til Ritzau segir forsætisráðherrann:

„Ég verð að segja þetta mjög skýrt við Bandaríkin: Bandaríkin hafa engan rétt til að innlima eitt af þremur löndum ríkjasambandsins.“

Mette Frederiksen tekur skýrt fram í yfirlýsingunni að Grænland, sem hluti af konungsríkinu Danmörku, sé hluti af NATO og falli því undir öryggisábyrgð NATO-bandalagsins.

„Við höfum þegar varnarsamning milli konungsríkisins og Bandaríkjanna sem veitir Bandaríkjunum víðtækan aðgang að Grænlandi. Og við, af hálfu konungsríkisins, höfum fjárfest verulega í öryggismálum á norðurslóðum,“ segir forsætisráðherrann, að sögn Ritzau.

Frederiksen lauk máli sínu á því að hún „hvetji eindregið til þess að Bandaríkin hætti hótunum gegn sögulega nánum bandamanni og gegn annarri þjóð og öðru fólki sem hefur mjög skýrt sagt að það sé ekki til sölu.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
6
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu