Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti Bandaríkin í dag til að hætta að „ógna sögulegum bandamanni sínum“ í kjölfar yfirlýsinga Donalds Trumps forseta um að hann „þyrfti algjörlega“ á Grænlandi að halda.
„Ég verð að segja þetta mjög skýrt við Bandaríkin: það er algerlega fáránlegt að segja að Bandaríkin eigi að taka yfir stjórn á Grænlandi,“ sagði danski leiðtoginn í yfirlýsingu, eftir að Trump ítrekaði ummæli sín um að Bandaríkin ættu að innlima danska sjálfstjórnarsvæðið.
Í yfirlýsingu til Ritzau segir forsætisráðherrann:
„Ég verð að segja þetta mjög skýrt við Bandaríkin: Bandaríkin hafa engan rétt til að innlima eitt af þremur löndum ríkjasambandsins.“
Mette Frederiksen tekur skýrt fram í yfirlýsingunni að Grænland, sem hluti af konungsríkinu Danmörku, sé hluti af NATO og falli því undir öryggisábyrgð NATO-bandalagsins.
„Við höfum þegar varnarsamning milli konungsríkisins og Bandaríkjanna sem veitir Bandaríkjunum víðtækan aðgang að Grænlandi. Og við, af hálfu konungsríkisins, höfum fjárfest verulega í öryggismálum á norðurslóðum,“ segir forsætisráðherrann, að sögn Ritzau.
Frederiksen lauk máli sínu á því að hún „hvetji eindregið til þess að Bandaríkin hætti hótunum gegn sögulega nánum bandamanni og gegn annarri þjóð og öðru fólki sem hefur mjög skýrt sagt að það sé ekki til sölu.“













































Athugasemdir