Alkunna er að Spánverjar lögðu undir sig alla Mið- og Suður-Ameríku strax í kjölfar landafunda þeirra um 1500, nema hvað Portúgalir réðu Brasilíu og Bretar, Frakkar, Hollendingar og jafnvel Danir réðu ýmsum eyjum Karíbahafs.
Eitt héraða þeirra var Venesúela sem varð svo einna fyrst þeirra til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spánverjum í upphafi 19. aldar og fullt sjálfstæði var fengið um 1830. Hin nýfrjálsu ríki rómönsku Ameríku hugðust koma á frjálslyndum lýðræðisríkjum að hætti nágranna síns í norðri, Bandaríkjanna, en af ýmsum ástæðum náði lýðræði ekki að skjóta þar djúpum rótum.
Venesúela var næstu hálfa aðra öldina leiksoppur valdamikilla herforingja, einræðisherra og auðugra landeigenda. Þeir rökuðu að sér auðæfum, ekki síst eftir að í ljós kom upp úr 1910 að gríðarlegar olíulindir voru í landinu, og sátu yfir hlut alþýðunnar sem mátti sætta sig við mikla fátækt og oft harðneskjuleg mannréttindabrot.
Sádi-Venesúela
Árið 1958 varð breyting á. Þá …





















































Athugasemdir