Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði við því í dag að Evrópa stefndi í „mjög slæmar áttir“. Þetta var enn ein aðför hans að Evrópu, aðeins nokkrum dögum eftir að ný öryggisstefna hans gagnrýndi Evrópuríki fyrir að hleypa inn innflytjendum.
Trump gagnrýndi „viðbjóðslega“ 140 milljóna dala sekt sem Evrópusambandið lagði á samfélagsmiðilinn X, í eigu tæknijöfursins og samherja hans, Elon Musk – en viðurkenndi um leið að hann vissi ekki mikið um málið – áður en hann víkkaði út árás sína.
„Sjáið til, Evrópa verður að fara mjög varlega. (Þau eru) að gera margt. Við viljum halda Evrópu sem Evrópu,“ sagði Trump við fréttamenn í Hvíta húsinu.
„Evrópa stefnir í óefni. Það er mjög slæmt, mjög slæmt fyrir fólkið. Við viljum ekki að Evrópa breytist svona mikið. Þau stefna í mjög slæmar áttir.“
Vill efla andstöðu innan Evrópuríkja
Ummæli forsetans koma í kjölfar gagnrýni í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna sem gefin …
















































Athugasemdir