Trump skiptir sér af kosningum í Hondúras

Don­ald Trump reyn­ir að fella vinst­ris­inn­að­an for­setafram­bjóð­anda og koma að hægri manni.

Trump skiptir sér af kosningum í Hondúras
Donald Trump Forsetinn hefur hafið stórfelld afskipti af innanlandsmálum ríkja í Suður-Ameríku, sem áður fyrr var kölluð Bakgarður Sáms frænda, vegna stöðugra inngripa Bandaríkjanna þar. Mynd: AFP

Frambjóðandi stjórnarflokksins í forsetakosningunum í Hondúras sem fara fram á morgun sakaði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um „afskiptasemi“ eftir að hann lýsti yfir stuðningi við hægrisinnaðan mótframbjóðanda hennar og sagðist ætla að náða fyrrverandi forseta.

„Það leikur enginn vafi á því að þetta eru tvær áþreifanlegar aðgerðir, þremur dögum fyrir kosningar, sem eru fullkomlega afskiptasamar,“ sagði Rixi Moncada, frambjóðandi vinstriflokksins Libre, flokks sitjandi forseta Xiomara Castro, á blaðamannafundi á laugardag.

Rixi MoncadaForsetaframbjóðandi til vinstri kvartar undan afskiptum Bandaríkjaforseta af kosningum.

Trump lýsti á miðvikudag yfir stuðningi við hægriframbjóðandann Nasry Asfura, einn af þremur sigurstranglegustu frambjóðendunum í kapphlaupinu, og sagði að þeir tveir gætu unnið saman gegn „fíkniefnakommúnistum“ svæðisins.

Í gær gekk hann svo lengra, hótaði að skera niður stuðning Bandaríkjanna ef frambjóðandi hans tapaði – og tilkynnti óvænt að hann myndi náða fyrrverandi forsetann Juan Orlando Hernandez, sem um leið hefur vakið upp spurningar um stríð hans gegn fíkniefnum.

Fyrrverandi leiðtogi Hondúras, úr sama flokki og Asfura, afplánar 45 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum eftir að hafa verið sakfelldur í fyrra fyrir fíkniefnasmygl.

Hernandez, sem stýrði Mið-Ameríkuríkinu frá 2014 til 2022, var sakaður af bandarískum saksóknurum um að hafa greitt fyrir innflutningi á um 400 tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna.

Hann var framseldur til Bandaríkjanna aðeins nokkrum vikum eftir að hann lét af embætti.

Ákvörðun Trumps um að náða Hernandez var harðlega gagnrýnd af pólitískum andstæðingum hans í Bandaríkjunum og jafnvel forseta Kólumbíu, þar sem hún kemur þvert ofan í umdeildar hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gegn fíkniefnasmygli í Rómönsku Ameríku og yfirstandandi tilraunum og hótunum gegn forseta Venesúela á grundvelli ásakana um aðild að fíkniefnasmygli.

Í herferð Trumps hafa yfir 80 manns verið drepnir í árásum á alþjóðlegu hafsvæði, sem sérfræðingar hafa gagnrýnt sem aftökur án dóms og laga.

Trump sagði í færslu sinni á samfélagsmiðlum í gær að Hernandez „hafi, að sögn margra sem ég ber mikla virðingu fyrir, fengið mjög harða og ósanngjarna meðferð,“ án þess að útskýra það nánar.

Hann boðaði síðan í dag að aðgerðir á landi gegn fíkniefnasmygli hæfust senn og sagði lofthelgi Venesúela vera lokaða.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
4
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár